Gestabækur – DIY…

…ja hérna hér!

Ekki átti ég von á að allir yrðu svona líka himinlifandi með póst gærdagsins!

2014-05-19-143217

Fyndið, ég set stundum inn pósta, stútfulla af ljómyndum sem ég tek og texta og það koma kannski nokkur like.

En svo í gær, tók ég enga myndir og lítill texti, og allir svo kátir.  Note to self: þegja meira 🙂

En hins vegar kemur hér póstur dagsins, og vonandi líkar hann líka…

2014-05-19-143224

…ein af mínum uppáhaldsbúðum er auðvitað Söstrene Grenes.
Sérstaklega í Smáralindinni þar sem starfar yndislegasta afgreiðslukona sem sögur fara af. Ef þið hafið komið þarna þá ættuð þið að kannast við hana, dökkhærð og ávalt með bros á vör.  Um daginn þá fór ég í upptöku á Miklagarði, þar sem ég sýndi uppraðanir á bakka.  Ég var beðin um að koma líka með gestabækur, en því miður vannst ekki tími til þess að sýna þær.

En heppin þið, hér fáið þið að sjá góssið sem ég notaði til þess að gera bækurnar, og það fékkst allt saman á einum og sama staðnum 🙂  Húrra!

Í Söstrene fást m.a. þessar fallegu, einföldu stílabækur.  Sem kostuðu að mig minnir undir 300kr stærri týpan…

2014-03-25-132747

…síðan fann ég þessar diskamottur, á 499kr, og þær eru snilld í svona föndur…

2014-03-25-132808

…enda bara flottar á llitinn, og með Eiffel-turninum og öðrum frægum byggingum…

2014-03-25-132936

…nóg af töff límmiðum…

2014-03-25-133112

…og við þurfum varla að ræða yndisfagra, skrautteipið…

2014-03-25-133115

…og satínborðarnir í alls konar ljúfum litum…

2014-03-25-133117

…eins var ég hrifin af þessu grófa bandi hérna…

2014-03-25-133121

…skrautblóm og alls konar límmiðar…

2014-03-25-133123

…og skrautgatarar…

2014-03-25-133139

…eins fæst þessi bjútífúl skrapppappír í alls konar fallegum mynstrum.

Svo er bara að byrja að raða saman og leika sér…

2014-03-25-133805

…ein einfaldasta hugmyndin var bara að brjóta saman diskamottuna, og setja A4 blöð innan í og gata.  Smá snæri og merkja…

2014-05-19-143259

…og þú ert komin með litla sæta gestabók.  Fyrir klink…

2014-05-19-143302

…meira úr diskamottunum.  Reif hana til þannig að hún passaði framan á A5-bók, prentaði út eitt K (fyrir ímynduðu manneskjuna mína sem hét K-eitthvað) og klippti út og límdi framan á.  Nokkrir demantar og la voila, svona líka frönsk gestabók…

2014-05-19-143319

…ein litskrúðugri, afklippur af pappír, skrautlímbönd og límmiðar…

2014-05-19-143350

…ljósmynd sem hentar, Love-merkimiði úr Ikea og nokkrir demantar…

2014-05-19-143342

…gæti ekki verið einfaldara, ekki satt?

2014-05-19-143355

…eins er snilld að prenta bara beint á pappírinn og líma svo með skrautlímbandi….

2014-05-19-143435

…þetta er líka einföld og skemmtileg leið til þess að útbúa litlar og persónulegar gjafir.  Matreiðslubækur, bækur til barnanna ykkar – þar sem þið skrifið niður eitthvað skemmtilegt sem þau segja, eða bara dagbækur…

2014-05-19-143458

…svo má líka prenta beint á bréfblúndu og líma á bækur….

2014-05-19-143838

…og merkja með einhverju litlu, eða bara skreyta…

2014-05-19-143853

…fyrir dansmeyjarnar í lífi ykkar…

2014-05-19-143924

…en ég lét ekki bækurnar nægja – nóbb, fór í smá meira til!

Einhverjar hérna sem vilja sjá meira?

2014-05-19-145931

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Gestabækur – DIY…

 1. Kolbrún
  20.05.2014 at 08:24

  Já hvort ég vil geggjuð hugmynd í svona smá gjafir svo sem innflutningsgjöf eins og þú segir svo oft þarf ekki að kosta svo mikið.

 2. María
  20.05.2014 at 09:09

  Mikið er þetta flott hjá þér og systurnar er náttúrulega frábær búð.

  Meira, meira, meira.

 3. Margrét Helga
  20.05.2014 at 09:36

  Snilldarpóstur og flottar hugmyndir 😀 Og, bara svo þú vitir það, þá eru póstarnir þínir alveg hrikalega flottir, hvort sem þú skrifar lítið eða mikið og póstar mörgum eða fáum myndum!

 4. Bryndís
  20.05.2014 at 09:51

  Þetta er flott 🙂 Og já ég vil alltaf sjá meira 🙂

 5. Ása
  20.05.2014 at 09:57

  Endilega ekki þegja meira…. elska póst dagsins en annars eru þeir allir skemmtilegir, alltaf 🙂

 6. Agata
  20.05.2014 at 18:04

  Væri alveg til í þessar blessuðu systur norður. Á meðan verð ég bara að skoða góssið hjá þér. Ætli það sé annars alveg hægt að gleyma því að sjá heimsóknina með þér?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   20.05.2014 at 22:00

   Sagan segir að hún komi inn á morgun, krossum fingur 🙂

 7. Guðbjörg Valdís
  20.05.2014 at 18:32

  Já meira, alltaf meira!!! 😉

  Ótrúlega flottar bækur hjá þér – nú langar mig svoooo að fara að föndra!
  En það er sko öruggt að ég stoppi við fljótlega í Söstrene 😉

 8. AnnaSigga
  20.05.2014 at 18:56

  Greinilegt að ég þarf að fara drífa mig suður að versla ofurlítið 😀

  verst að vera ekki komin í sumarfrí ennþá :(…en það kemur það kemur …..

  Takk fyrir góðar hugmyndir 🙂

  kv AS

 9. Anonymous
  20.05.2014 at 18:59

  Þetta er nú alltaf alveg frábærir póstar hjá þér. Kíki daglega hingað og mér finnst það alveg ómissandi . Alavega ekki hafa neinar áhyggjur af því sem þú ert að gera því það er hrein og klár snilld. Takk kærlega að leggja þetta allt á þig til þess að aðrir geti lesið og auðvitað skoðað.
  Segi líka eins og að ofan með heimsóknina hvort hún komi eða hvort maður geti bara gleymt henni er nefnilega oft að athuga hvort að hún sé komin inn. En takk aftur bara fyrir þetta allt saman hjá þér. 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   20.05.2014 at 22:01

   Pssssst….mér var sagt að morgundagurinn sé dagurinn sem Heimsóknin kemur inn 🙂

   Takk fyrir hrósið 🙂

 10. Fríða D
  20.05.2014 at 19:15

  Váááá´:) oooh bara dásmendin ein … fullt af flottum hugmyndum sem fljúga um í höfðinu á manni á að skoða þetta hjá þér 🙂

  keep on going 😉

  takk takk
  kv.

 11. Anna Björk
  29.06.2014 at 16:27

  Sæl

  Mikið eru þetta fallegar bækur. En geturu nokkuð sagt mér hvaða lím er best að nota í svona föndur?

  Kv. Anna

Leave a Reply

Your email address will not be published.