Hæst móðins í dag…

…var orðatiltækið hennar ömmu minnar.
Alltaf þegar hún sá eitthvað “nýtt”, eitthvað sem henni þótti smart, þá spurði hún: “og er þetta hæst móðins í dag?”

Yndislegt!

2013-09-17-182240

Málið er hins vegar, að ég er ekki hæst móðins í dag.  Verð sennilegast aldrei.

Ég er áskrifandi að Húsum og Híbýlum, og hef verið í ca.15 ár, og þegar ég skoða blöðin, undanfarin ár, þá sé ég að ég er ekki í “móð”.

Það er sama hvað ég reyni, ég er ekki mínímalísk.  Ekki lifandi séns.

2014-04-09-094138

Ég er yngst í ítalskri spagettí-famelíu, og hjá okkur er alltaf meira meira.  Við tölum hátt, og mikið, hlægjum hátt, borðum mikið, og allt sem við tökum okkur fyrir hendi gerum við MIKIÐ.

Ég meina, hæ ég heiti Soffia og mér finnst gaman að breyta og skreyta, og geri svolítið mikið af því.
Allir saman nú:  Neiiiiiiii, í alvöru?

2014-05-15-180456

Sem sé, ég er ekki minimalísk, ekki “módern”, ekkert sérstaklega hrifin af geómetrískum formum, slétt sama um marmarann, langar ekki í tekk, er ekki 60´s, held alveg vatni yfir Philip Starck og mjög róleg yfir bronsinu.

Ég upplifi mig því stundum bara sem nett “halló” 🙂
Er svona vintage, smá kántrí-slegin, Ammmerísk, blúnda og kann ekki að gera bara smá.

En ég held að það sé allt í lagi.

2014-05-15-180459

Í kringum 2007 gengu “allir” í sama pakkann, að manni virtist, og það var oft eins og sami þátturinn af Innlit/útlit væri endursýndur í hverri viku.  Allt “eins”.

Ég kann betur að meta heimilisbragsbyltinguna sem er í gangi núna, í það minnsta hjá mörgun hverjum.

Hvað er til?
Hvernig er hægt að breyta því þannig að það henti mér og mínum?

Ég mun alltaf velja kósý.  Ég mun alltaf velja hlýleikann.

2014-05-15-180523

Ég man, þegar ég var yngri, eftir þegar að ég sá íbúðir hjá þeim sem voru nýbyrjaðir að búa, og það var alltaf svona smá “hrá” tilfinning í íbúðinni.  Þegar að við fluttum inn, þá var ég búin að hreiðra um mig á nóinu, það var bara eins og við hefðum alltaf verið þarna.  Lampi hér og þar til að gera kósý birtu, púðar og teppi, myndir og kerti.

Það sem ég er með heima hjá mér, virkar fyrir mig og mína.  Það er ekkert víst að þú sért að fíla þetta, en ég geri það.

Svo er það annað, að þó þú fílir ekki endilega allt sem ég geri, það er auðvelt að taka flestar hugmyndir og aðlaga þær, gera þær að sínum.
Ekki satt?

Fullscreen capture 11.5.2014 220713

Þessi póstur er ekki settur inn til þess smala eftir komplimentum, heldur kannski frekar til þess að sýna ykkur – að allir upplifa sig, og sitt, stundum eins og það sé ekki alveg “hæst móðins í dag”.  En mín sannfæring er sú að hver og einn eigi að finna sinn stíl, hvað er það sem gleður þig, róar þig og lætur þér líða vel heima hjá þér.  Ég held að þar sé lykilinn að hinu fullkomna heimili að finna.

Heimilið sem er fullkomið fyrir þig, alveg eins og það er – hljómar það ekki dásamlega?

2014-05-15-180506

Annars slútta ég bara með því að segja, eigið dásamlega helgi og njótið þess að vera til 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

17 comments for “Hæst móðins í dag…

  1. Margrét Helga
    16.05.2014 at 09:05

    Flottur póstur hjá þér og veistu bara hvað? Miðað við hvað margir lesa bloggið þitt og hugsa til þín í RL-design og þaðan sem þú póstar myndum, þá myndi ég nú ekki segja að þú sért halló 😉 Þú ert algjört yndi og haltu því endilega áfram!!

    Og ég er ekki minimalísk heldur, þótt ég óski þess stundum þegar ég er að ryksuga og skúra :p Kannski þess vegna sem maður er svona latur við það…öll þessi húsgögn að flækjast fyrir manni 🙂

    • Margrét Helga
      16.05.2014 at 09:06

      Já og góða helgi 😀

  2. Birgitta
    16.05.2014 at 10:00

    …dásamleg “þessi lína” sem þú ert á mín kæra…..yndisleg og falleg, sammála með að við eigum að skapa okkar eigin stíl þar sem okkur líður vel burt séð frá tískustraumum………takk enn og aftur fyrir ÞESSA dásamlegu póst sem ylja mér og gleðja ALLTAF….njóttu helgarinnar….;)

  3. GG
    16.05.2014 at 10:16

    Vá hvað ég er glöð að lesa þetta, ég hugsa nefnilega það sama og þú þegar ég les þessi blöð, hugsa svo hvað ég hljóti að vera lummó 😉 Heimilið er svo persónulegt, okkar griðastaður! Gott að fá hugmyndir og gera að sínu og mjög gott að fá hugmyndir frá þér 😉 góða helgi!

  4. Guðrún
    16.05.2014 at 10:35

    svo mikið sammála þér og ég held líka að heimili verði aldrei notalegt nema að við setjum eitthvað frá okkur sjálfum þó svo að við fáum hugmyndir þaðan og héðan og ég hef oft fengið hugmyndir af þinni síðu en maður gerir þetta líka kannski svolítið að sínu og notar kannski bara þá hluti sem að maður á sjálfur þó að þeir séu ekki nákvæmlega eins og fyrirmyndin:)

    Góða helgi

  5. Gurrý
    16.05.2014 at 10:51

    Hlýleikinn er alltaf bestur finnst mér og mér líður illa á heimilum þar sem mér finnst ég vera á safni hreinlega – allt samkv nýjustu tísku og allt í minimalismanum.
    Heimilið mitt er eins og ég vil hafa það núna (ok smá drasl, játa það) og það er fátt sem mig langar að breyta við það, hlýlegt og rómantískt og okkur líður þar.
    Góða helgi og við sjáumst kannski í RL um helgina hahaha

  6. Brynja Einarsdottir
    16.05.2014 at 11:49

    Flott faersla! Mer finnst mjog einhaef lina i thessum islensku blodum og smurt ofan i mann hvad er haest modins hverju sinni! Bloggid thitt er naudsynlegt og hristir upp i grautnum. Keep up the good work!

  7. Ása
    16.05.2014 at 12:08

    Þú ert yndi, haltu því áfram…
    Ég á heldur ekki svona “sérvalið” heimili en ég er sátt og þá er tilgangnum náð eins og þú segir.
    Eigðu góða helgi.

  8. Halla Dröfn
    16.05.2014 at 13:12

    Það er nú góða við þig að vera EKKI eins og allir hinir 🙂
    ég er líka áskrifandi að H&H og finnst það mjög gaman að nenni ekki að lesa endalaust sömu innlitin – allir með sömu Eames stólana eða sjöurnar osfrv en sem betur fer kemur stundum eitthvað nýtt og svo þú 🙂 sem gerir RL vöruhús og fleiri góðum búðum skil fyrir okkur sem viljum ekki vera eins og allir hinir 😉
    góða helgi 🙂
    ps hef heyrt af nokkrum mjög spennandi innlitum í næsta H&H sem eru EKKI frá minimaliskum nýtísku heimilum 🙂

  9. Magga
    16.05.2014 at 13:27

    Þú heldur úti yndislegu bloggi um áhugamálið þitt sem er fallega heimilið þitt.
    Mikið er gaman að kíkja í heimsókn á bloggið, gleyma sér yfir fallegum hlutum, pælingum ofl.
    Ég er klárlega á sömu línu og með mjög svipaðan stíl, elska alla hlutina á heimilinu mínu og er endalaust að breyta, þó við þekkjumst ekki neitt þá hugsa oft þegar ég er að brölta í búðir ætli Dossa í Skreytum hús sé búin að sjá þetta 😉
    Talandi um það ertu búin að kíkja í nýju búðina á Langholtsvegi sem heitir Sweet gjafavörur, fór þangað um síðustu helgi og sá alveg mjög margt gasalega fallegt ; )
    Eigðu góða helgi.

  10. Edda Björk
    16.05.2014 at 14:22

    Bíddu bíddu … þú ekki “hæst móðins”? Ég veit ekki betur en að það seljist alltaf allt upp sem þú bloggar um ? Er það ekki að vera hæst móðins ? Við sem lesum bloggið þitt ( ok allavega ég og örugglega margar aðrar konur ) dáumst að því sem þú gerir og ef ég tala fyrir mig öfunda þig af þínu fallega heimili og þínum endalausu yndislegu hugmyndum. Anyway … eigðu yndislega helgi elskan … knúz Edda

  11. Vala Sig
    16.05.2014 at 15:16

    Gleðilega helgi og takk fyrir allt.
    knúsar
    Vala

  12. Sólveig Ara
    16.05.2014 at 19:14

    Elsku Dossan mín, þú ert nú bara alveg yndisleg eins og þú ert og það var ekki að ástæðulausu sem aðventukransinn hlaut nafnið Dossa á sínum tíma :-). Þegar ég sé eitthvað sem minnir á þig þá er það svolítið Dossulegt 🙂 hehehe, svona er það nú bara heillin.
    Knús í hús,
    Sólveig.

  13. Guðrún K
    16.05.2014 at 21:13

    Blessuð Soffía, kannski má ég kalla þig Dossu? Ekki spurning að það er enn meira spennandi þegar fólk er ekki með eins heimili og stýl. Skil þig svo VEL með minimaskalska stílinn, hef adrei getað “fittað” inn í hann! Vil frekar kósyheit og notalega og heimilisega stemningu.
    Ps. vakta bloggið þitt og heimsækji næstum hvern einasta dag þannig að í mér áttu áhanganda…..

  14. Dagga
    16.05.2014 at 22:31

    Skemmtilegur póstur. En vildi bara segja að mér finnst þú eiga verulega fallegt heimili sem þú getur verið stolt af þótt það sé ekki hæst móðins samkvæmt “dönsku blöðunum” í dag enda er það ekkert til að hafa áhyggjur af. Finnst frábært að þú leggir á þig að blogga og gefa fólki þannig fullt af hugmyndum og innblæstri.
    Vona að þú og þínir eigið bara dásamlega helgi með öllum dásemdunum.

  15. Dóra Dís
    17.05.2014 at 11:18

    Eins og skrifað út úr mínu hjarta. Uppáhaldsblaðið mitt er Jeanne d’Arc living, það verður seint talið mínimalískt, var einmitt einu sinni áskrifandi af H&H en sagði upp áskriftinni þegar mér fannst ég vera að fá sama blaðið marga mánuði í röð. Sem betur fer erum við ekki öll eins og með sama smekk. Skemmtilegt blogg bæ ðe vei !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *