Kúplar og kross…

…ég var víst búin að lofa að sýna ykkur hvað fylgdi mér heim úr bæjarferðinni “okkar” núna um daginn!

Here we go…

2014-05-13-081629

…munið þegar ég sagði að ég fékk illt í langarinn inni í Litlu Garðbúðinni.

Tja, það var sko engin lygi.  Best að lýsa sjúkdómseinkennum fyrir ykkur:
Þetta byrjar nánast alltaf sjónrænt, eitthvað sem þú sérð!  Stundum, sjaldgæfara þó, er þetta í gegnum eyrun, þegar að þú heyrir af einhverju sem kveikir á langaranum (dæmi: nýr Ipad væntanlegur = langarinn hjá eiginmanninum fer af stað!).

En sem sé byrjar sjónrænt, og síðan getur þetta sest á heilann á þér – ssssjiiiiiminn, hljómar illa ekki satt.
Síðan, ef “sjúkdómurinn  dregur þig alla leið, þá leiðir hann niður í hægri hendi (vinstri ef þú ert örvhent) og alla leið í Visakortið.

Þetta er hrikaleg pest! 🙂

Mín byrjaði sjónrænt og lagðist síðan á heilann þegar ég sá þessa hérna á Facebook fyrir nokkru síðan…

2014-05-13-081635

…og núna – þá stendur hún í eldhúsglugganum, í morgunsólinni, þessi elska…

2014-05-13-081639

…þarna stendur hún líka hortensían mín, svo falleg og hvít á lit.  En ég get sko sagt ykkur að hún stendur við vaskinn vegna þess að ég er búin að komast að því að þetta er eitt drykkfelldasta blóm sem ég hef kynnst.  Jeeebus, hún vill alltaf vera á barnum.  Þar sem að ég trúi statt og stöðugt á að gera hluti sem einfalda mér lífið, þá færði ég hana bara að vaskinum og þá get ég gluðað á hana vatni í hvert sinn sem ég er í eldhúsinu, eða svo gott sem…

2014-05-13-081643

…hinum megin við vaskinn er enn rósirnar frá því í seinustu viku.

Að vísu orðnar aðeins styttri, svona til þess að lengja líftíma þeirra, og gerberan góða, sem áður stóð í bleika pottinum…

2014-05-13-081647

…ég er bara svo mellow, að mér finnst mikið betra að hafa minna af litum en meira, og eins fallegur og bleiki doppótti potturinn er, þá var hann ekki að virka hjá mér – að mínu mati, og ég er sérvitur aparass 🙂

2014-05-13-081656

…og já Edda mín, fullt af karamellum, fáðu þér nokkrar (bara ekki þessar brúnu – ég vil þær)…

2014-05-13-081705

…síðan var það nú þessi, hann fékk sko að koma með heim úr Góða Hirðinum…

2014-05-13-081711

…og mér finnst hann svo dásamlega fallegur…

2014-05-13-081720

…sá fyrir mér að maður gæti jafnvel málað silfrið í kalkmálningu, eða mála tréverkið.
En eins og er, þá snerti ég sko ekki við honum.  Ekki nema bara til þessa að pota í hann og dáðst að honum…

2014-05-13-081726

…litla krukkukrúttið er núna orðin sérlegur kertahaldari, og stendur sig bara vel…

2014-05-13-081731

…og svo er það hinn heimilisvinurinn sem kom með úr Litlu Garðbúðinni, þessi bakki og riiiiiiisakúpull…

2014-05-13-081749

…svo rustic og flottur bakkinn…

2014-05-13-081802

…og ég á það nú til að leika mér endalaust með kúplana, ekki satt?

2014-05-13-081806

…passar vel með stemmingunni á eldhúsborðinu…

2014-05-13-081812

…þarna sjáið þið líka betur krossinn á vegginum, mikið er ég hrifin af honum…

2014-05-13-081835

…síðan er það þessi diskur sem dóttirin kom með heim úr skólanum.

Alger snilld!

2014-05-13-081903

…þetta er sko kleinuhringur, og svo tvo vínber , pikkföst á sérmáluðum disk 🙂

2014-05-13-081921

…ég setti svo bara kúpul sem ég átti yfir, svona til þess að njóta þessa alls betur…

2014-05-13-081937

…en svona, hvað er uppáhalds?

Góði krossinn?

2014-05-13-081944

..eldhúsgluggakúpullinn góði?

2014-05-13-081952

…vínberja og kleinuhringjasnilld dótturinnar?

2014-05-12-222424

…eða þessi hérna og bakkavinur hans?

2014-05-12-222314

…annars langar mig bara að þakka hjartanlega fyrir öll dásamlegu kommentin og like-in í gær.

Það er bara svo ótrúlega mikið meira gaman að vera hérna, þegar að þið eruð “með mér” 🙂

Alla veganna, takk fyrir kærlega, enn og aftur 

2014-05-12-222444

Íslensk_blóm_og_fánarönd

10 comments for “Kúplar og kross…

  1. Gulla S
    15.05.2014 at 10:52

    Lovely! Ég lét mig nú dreyma um krossinn smá þegar ég sá hann í hinum póstinum 🙂 Allt æði að venju 😀

  2. Bryndís
    15.05.2014 at 11:06

    Þetta er ótrúlega fallegt allt saman 🙂

  3. Edda Björk
    15.05.2014 at 11:16

    Þú hefur verið hirðir og gullgrafari í fyrra lífi! Hvernig þú nærð að finna dót í Góða sem síðan við allar ( eða flestar ) slefum yfir er ótrúlegt. Þessi kross er náttúrulega bara ÆÐI og mér finnst frábært að þú hafir keypt þessa glerkúpla .. því við vitum nú að glerkúpla laus kona er ekki mjög spennandi 😉 Svo áttir þú líka svo fáa fyrir …. múhahahaha.

    Gaman líka að sjá að það er til smá “stass” af karamellum ;-).

    Ef þú ættir ekki heima svona langt frá mér .. eða ég langt frá þér …. þá kæmi ég í kaffi til þín til að skoða allar dásemdirnar. KKKKKKKKKKnúzzzzzzz Edda

  4. Anna María
    15.05.2014 at 12:05

    Sæl. Langar svo að vita hvað liturinn heitir sem þú ert með á gluggahlerunum? Og svo vil ég bara segja þér að þegar ég skoða myndirnar hjá þér og allt sem þú ert að gera að þá fyllist ég löngun í að gera eitthvað heima hjá mér og þú gefur mér oft hugmyndir hvað hægt er að gera með hlutina 🙂 Flott síða hjá þér.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.05.2014 at 12:21

      Takk fyrir kærlega Anna María 🙂

      Liturinn er kalkmálning frá Auði Skúli og San Saccaria, en fyrst var málað með svörtu undir. Sérð allt um málið hér: http://www.skreytumhus.is/?p=17348

  5. Margrét Helga
    15.05.2014 at 15:15

    Úff…kannast við þessi sjúkdómseinkenni. Gallinn við mín tilfelli er sá að þetta eru oft svona bráðatilfelli, ég veit varla fyrr en sjúkdómurinn er um garð genginn (með tilheyrandi peningaútlátum). Þess vegna er svona gott að búa í sveitinni þar sem eru ca 12 km í næstu búð og 95 km til Reykjavíkur. Spurning hvort ég búi á svona meðferðarheimili?!

    En…kúplarnir, kona, er það sem ég fæ alltaf í hnén yfir…og blúnduborðarnir á keflunum…lang´í sollis… 🙂

  6. Anna Sigga
    15.05.2014 at 19:01

    Alltaf jafn hrikalega skemmtilegt að skoða oooooog lesa póstana frá þér. Krossinn er gífurleg fallegur. Mín skoðun að það sé bannað að mála yfir silfrið 🙂 Mála bara tréverkið 🙂

  7. Vaka
    15.05.2014 at 22:01

    Þetta er allt rosalega flott og dóttirin með sömu hæfileika og múttan 🙂

  8. Heidrun Finnbogadottir
    16.05.2014 at 00:28

    Mexikanski postula krossinn nýtur sín sérstaklega vel upp á vegg hjá þér,æðislegur alveg!

  9. Audur
    16.05.2014 at 00:50

    Að öllu öðru ólöstuðu þá er desertdiskurinn hennar VA sigurvegarinn að mínu mati, finnst hann bara krúttlegastur í heimi 🙂

Leave a Reply to Anna Sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *