Móðurást…

…enda var mæðradagurinn í gær!

Ekki satt?

000

…og ég fékk m.a. þennan hérna frá krílunum mínum!

00

…ég velkist aldrei í vafa um það að það að vera mamma er mikilvægasta hlutverkið sem ég mun gegna í lífinu…

1

…börnin mín þau eru mér allt, og ég, eins og aðrar mæður, myndi gangi í gegnum eld og brennistein fyrir þau…

2

…fyrst kom hún dóttir mín, fædd 2006.  Dásemdar stúlka sem ég beið lengi eftir, en vissi alltaf að ég myndi eignast…

3

…2010 kom svo litli/stóri strákurinn minn í heiminn…

4

…þvílíkt lán að eignast þessi tvö yndislegu börn…

5

…þessi litli kall er yndislega skemmtilegur, gaur fyrir allan peninginn, en samt svo ljúfur…

6

…en við heimsóttum líka í gær mæður okkar.  Ömmur barnanna!

Þar liggur kannski mesta lánið okkar…

7

Þessar tvær yndislegu konur, mamma mín og tengdamamma mín, eru algjörlega bestu konur sem ég þekki. Þær eru með hjarta úr gulli og vilja allt fyrir alla gera. Ég vissi alltaf að ég ætti bestu mömmu í heimi, en svo jókst gæfa mín um helming þegar að ég eignaðist líka bestu tengdamömmu í heimi!

Dásamlegu konur, takk fyrir að vera til, fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín, fyrir að sýna ótakmarkaða ást og umhyggju – takk fyrir að vera þið!

8

… og til hamingju með mæðradaginn í gær, þið allar sem lesið hér!

Vona að þið hafið notið hans í botn  

9

…hvort sem að það hafi verið með blómum…

2014-05-12-085220

…morgunmat í rúmið (sem börnin borðuðu síðan sjálf í míni tilfelli 😉 )…

2014-05-12-085234

…eða bara kossum og knúsum  

x (2)

…hversu yndislegt er að sumarið er komið!

Sumarkvöldin er engu lík!

x

Íslensk_blóm_og_fánarönd

3 comments for “Móðurást…

  1. Margrét Helga
    12.05.2014 at 10:48

    Til hamingju með gærdaginn! Gott að eiga góða að, sérstaklega mömmur og tengdamömmur 🙂
    Fékk símtal frá framhaldsskóladóttlunni minni í gær (sem býr í bænum) og svo leyfðu drengirnir mér að dorma til að verða 11 í gær, sem er mjög góð og óvænt mæðradagsgjöf 😉 Ekki alltaf sem það gerist (snilld að hafa tölvudaga á sunnudögum 😉 ).
    Annars finnst mér svindl að hafa mæðradaginn í maí…aldrei meira að gera hjá manninum mínum (sauðburður) þannig að hann getur ekkert planað neitt sniðugt með börnunum :p Sé hann ekki frá morgni til kvölds…En kannski finnst honum hann hafa svona góða fjarveru að hann vill leyfa mér að njóta dagsins í friði og ró, án þess að hafa hann til að flækjast fyrir 😉

    Afsakið langlokuna! 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.05.2014 at 00:33

      Mér finnast langlokur æðislegar! Takk fyrir að fylgjast með og vera svona yndisleg að kommenta 😉

  2. Ása
    12.05.2014 at 10:48

    Tár…. Yndislegur póstur.

Leave a Reply to Ása Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *