Krukkuborg…

…velkomin í krukkuborg ágæti lesandi!

2014-05-07-183348

Ein algengasta spurningin sem að ég fæ, bæði undir myndir og í einkaskilaboðum er:

Hvaðan er stóra krukkan sem þú ert með Cheerios-ið í?

Ég ákvað þess vegna að taka einn stuttan og laggóðan póst, taka myndir af öllum krukkunum og segja hvaðan þær koma.
Skilvirkt og vonandi skemmtilegt, og svo er bara að vona að einhver hafi gagn af…

þessar tvær krukkur, sem hérna sjást.  Eru sem sé frá Blómaval og  voru keyptar ca 2008-9.  Ég man hvílíkt gleðikast sem ég tók þegar að ég sá þær þarna.  Það voru til alls konar týpur og stærðir og þetta var allt saman á einhverjum risaafslætti.  Ég held að ég hafi borgað um 2000kr fyrir stærri krukkuna.

Sú stærri er um 35cm há, en vel breið og tekur 1,5 kassa af Cheerios-i.  Sú minni er ca. 30 cm há…

2014-05-07-183757

…þessi krukka var keypt á sama stað og sama tíma…

2014-05-07-183709

…er ca 25 cm há…

2014-05-07-183729

…síðan var það þessi hérna sem að fékkst í Púkó og Smart á sínum tíma, en þær fengust líka hjá Affari (sjá hér).

Þessar voru tvær saman í setti, þessi hérna og önnur minni…

2014-05-07-183401

…ótrúlega fallegar báðar tvær…

2014-05-07-183816

…þessi litla við hliðina er hins vegar fundur úr Gutez….

2014-05-07-183823

…og þessar tvær eru frá sama stað, Affari

2014-05-07-183522

…ein búlduleit búbbulína, sem er ca. 30cm há…

2014-05-07-183748

…og há og flott hafrafrú ca 50cm á hæð…

2014-05-07-183750

…þessi hér er ekki eiginleg krukka, heldur Ikeavasi sem ég fann lok á í Góða (sjá hér), gerist ekki mikið einfaldara…

2014-05-07-183755

…þessi hérna krukkukrútt eru úr RL-Design2014-05-07-183657
…og sömuleiðis þessi hérna sem mér þykir alltaf sérlega falleg…

2014-05-07-183902

…en hún er ca 15cm há…

2014-05-07-184144

…þessar hérna eru frá Evitu á Selfossi, en ég hef hins vegar séð sömu týpuna í Pier.  Þær eru ca 30 cm og 20 cm háar…

2014-05-07-183956
…og þannig fór þessi krukkupóstur.

Ef þið eruð að leita ykkur að glerkrukkum í dag, þá mæli ég með að kíkja í:

Rúmfó, Pier og Púkó & Smart.
Síðan eru til krukkur í Borð fyrir 2, Evitu á Selfossi og auðvitað Sirku á Akureyri.

Ef þið eruð með fleiri staði, þar sem þið vitið að glerkrukkur fáist þá endilega látið ljós ykkar skína hérna í athugasemdunum 🙂

2014-05-07-183525

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Krukkuborg…

 1. Valborg
  08.05.2014 at 08:37

  Hjartans þakkir fyrir þennan krukkupóst. Og fyrir alla hina póstana um það hvar allt fæst og hvernig þú breytir því í dásemdir.

 2. Íris
  08.05.2014 at 09:35

  Takk fyrir krukkupóstinn 🙂
  Ég á einmitt svona krukku eins og Cheeriosið er í og upplifði sömu gleðitilfinningu þegar ég sá þær og verðið tær snilld, mín er þó næsta stærð fyrir neðan þína. Sé alltaf eftir því að hafa ekki keypt stærstu líka

  En svo eru til mjög fallegar krukkur í Heimahúsið en þær kosta slatta af peningum

 3. Margrét Helga
  08.05.2014 at 11:08

  Takk fyrir þetta 🙂 Gott að vita hvaðan allar þessar gullfallegu krukkur koma 🙂

 4. Ingibjörg Erla
  08.05.2014 at 19:13

  Halló þið sem eruð að leita að svona krukku eins og Cheeriosið er í þá fengust þær í Tekk vöruhús fyrir síðustu jól einnig aðrar týpur. Ég sá að eitthvað var enn til af þeim í febrúar á þessu ári. En þær eru töluvert dýrar.

 5. Sunna Hlín
  08.05.2014 at 19:31

  Var í Evítu í fyrradag og keypti æðislegar krukkur með loftþéttu glerloki og borgaði 1400kr fyrir stærstu 😀

 6. Anna Sigga
  06.10.2014 at 16:41

  hæhæ,

  Það er held ég lika til krukkur í Kauptúni við Glerárgötu á Akureyri…. og í sumar keypti ég mér krukkur í Nettó, mjög eldhúslegar 😀

  kv AS

  • Anna Sigga
   28.01.2017 at 10:14

   æii engin Sirka og ekki heldur Kauptún á Akureyri 🙁 En Það er samt enn hægt að fá einhverjar krukkur í Nettó, hagkaup og í kjallaranum í Hrísalundi 🙂

   bara smá uppdate 😉

   kv AS

 7. Unnur
  28.01.2017 at 11:09

  Ég sá líka mikið af fallegum krukkum inni á seimei.is

 8. Sigga
  28.01.2017 at 15:41

  Takk fyrir skemmtilega pósta. Hvaðan eru hvítu stóru kertastjakarnir?

 9. Hrafnhildur
  28.01.2017 at 15:44

  Það ættu að vera til einhverjar krukkur í Lottu K á Akureyri 🙂

 10. Anonymous
  28.01.2017 at 22:04

  Borð Fyrir Tvo á Laugaveginum er með mikið úrval og eins BoHo út á granda

Leave a Reply

Your email address will not be published.