DIY – spegill…

…er það sem við kíkjum á í dag.

Ég var með annan póst í huga í dag, en var svo spennt að sýna ykkur þessa elsku – þannig að hér kemur það!

Spegill, sjoppaður fyrir kr 1500 = létt og laggott…

2014-05-03-133624

…typical furuspegill par exelans…

2014-05-03-133630

…listi – aaaaaaaah!  Sjoppaður fyrir einhverju síðan í Húsó eða Byko eða einhverju svona ó-endandi búð…

2014-05-03-133709

…gamli hættur að kippa sér upp við þetta allt saman.  Enda væri hann þá í stöðugum kippum…

2014-05-03-133739

…eftir smá útreikninga þá fékk ég sko bóndann til þess að hjálpa til við að sníða niður blessaðann listann.  Var síðan alveg hrikalega fyndin og gerði alls konar glens með að það væri gott að  það sæist vel í hringinn, enda er þetta svona “þrælahringur” sem að skyldar manngreyjið í að hjálpa mér við alls konar vitleysu sem hrynur inn í hausinn á mér…

2014-05-03-140837

…honum fannst ég mjöööööög fyndin og sendi mér þennan, ekki taka þetta nærri ykkur – þessum var beint að mér 🙂

2014-05-03-140806

…þarna sést hann mæla saman tvo míni lista, til að kanna hvort að þeir pössuðu ekki vel saman…

2014-05-03-140857

…og núna eruð þið væntanlega farin að sjá þetta út allt saman, ekki satt?

2014-05-03-140902

…ó jú, enn einn franskur guðfræðinemi að flytja inn (þið skiljið, svona franskir gluggar sem eru eins og kirkjugluggar = franskir guðfræðinemar)…

2014-05-03-140905

…þegar að það vantaði smá upp á að listinn passaði, þá þjalaði bóndinn aðeins niður endana…

2014-05-03-140921

…svo var þetta snilld sem ég fékk í Litalandi, þetta er svona sandpappírs”tuska”, mjög þægilegt að nota hana…

2014-05-03-144026

…og auðvitað meira af uppáhalds svörtu málningunni minni…

2014-05-03-144050

…og svo var málað, og sandað, og málað meira.  Ég var ekkert að líma inn á spegilinn, heldur fór ég bara yfir hann í lokinn með svona eldhússvamp sem var blautur, og öll málning hvarf – snilld!

2014-05-03-171523

…og hér er hann kominn “heim” þessi elska ♥ 

2014-05-04-145755

…eins og áður var sagt þá fór ég gróflega yfir með sandpappír, og á svo eftir að fara yfir hann líka með vaxi…

2014-05-04-145813

…vildi helst hafa hann “gamlan” og smá þreyttann…

2014-05-04-145810

…enda skín í gegn hér og þar…

2014-05-04-145812

…en ég er svo sátt með stærðina á honum, sem sé hæð og breidd þarna við hliðina.  Mikið betra en sá sem var þarna áður…

2014-05-04-145845

…María var líka alveg sammála mér, blessunin…

2014-05-04-145827

…ég var líka áður með hvítann spegil, en svartur finnst mér passa mikið betur!

2014-05-04-145902

…og svo er það þessi…

2014-05-04-184211

…svo ég svari því strax.  Hún var svona þegar ég keypti hana, setti ekki inn blómin og fuglana eða scriptina!   En hún var eins og gerð eftir mínu höfði…

2014-05-04-184223

…dásemdarlukt sem ég fann í RL-Design á 4990kr, og ég gat ekki sleppt!

2014-05-04-184236

…hún hreinlega æpti á mig sumar og sól og pjúra rómantík – yndi!

2014-04-29-192148

…þessi litla pottagerbera tók líka upp á því að gleðja mig þessa helgina…

2014-04-29-192207

…en seinni knúbburinn tók að blómstra…

2014-05-04-184253

…dásamleg, ekki satt?

2014-05-04-184302

…en hvað segið þið um þetta allt!

Hvað er uppáhalds?

Franski guðfræðineminn?

Rómantíska luktin?

Gerberan blómstrandi?

Uppsteytin í eiginmanninum??? 🙂

2014-05-04-145802

19 comments for “DIY – spegill…

  1. Kristín S
    05.05.2014 at 08:19

    Það er ekki annað hægt en að halda með eiginmanninum og þrælahringnum 😉

    En annars fær lugtin mitt atkvæði

    kveðja
    Kristín S

  2. Guðný Ruth
    05.05.2014 at 08:50

    Ég kannast við svona, hef séð svipaða takta í mínum hringaþræl 🙂

    Spegillinn er ljómandi flottur og sætur, fer mjög vel þarna. Luktin er uppáhalds, hún er óvenjufögur!

    Kv. Guðný

  3. Kolbrún
    05.05.2014 at 09:07

    Luktin er mín en dáist að manninum þínum hvað hann er endalaust þolinmóður að dunda þetta þú ert greinilega vel gift.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.05.2014 at 14:44

      Haha….já ég veit! Hann líka 😉

  4. Hilda
    05.05.2014 at 09:08

    Maðurinn þinn fær mitt atkvæði, annars finnst mér allt fallegt sem þú gerir!

  5. María
    05.05.2014 at 09:36

    Spegillinn er rosaflottur og minn uppáhalds hér.

  6. Edda Björk
    05.05.2014 at 10:47

    Þetta er æðis …. ég hefði ekki trúað því en það er ótrúlega gaman að koma með svart inn í allt þetta hvíta,gráa og brúna sem maður er með heima. Ég er einmitt búin að vera að “sverta” heimilið mitt upp á síðkastið og er alveg að fíla´ða 🙂
    Ótrúlega flott … og svo giska ég á að þessi blessaða lugt verði uppseld kl:17:30 í dag 😉 Knúzzzzz Edda

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.05.2014 at 14:44

      Þessi svarti er algjörlega nauðsynlegur með!

      Hann er maskarinn, og maður þarf maskara!!! 🙂

  7. Arna Ósk Harðardóttir
    05.05.2014 at 10:49

    Rómantíska luktin… ó mæ ó mæ……….

  8. Margrét Helga
    05.05.2014 at 10:59

    Þessi franski er rosalega flottur…(Hvað segir Paul við þessum franska?? Stefnir nokkuð í rifrildi þeirra á milli? Gott að Paul heitir ekki Paolo, ekki gott að hafa bæði franskan og ítalskan, þessar þjóðir eru víst svo blóðheitar, skilst mér þótt að það hjálpi nú örugglega til að þessi franski er guðfræðinemi…bjóða bara hinn vangann og allt það…).
    Lugtin finnst mér líka hrikalega flott (var alveg viss um að þú hefðir bætt myndinni inn á). Gerberan er náttúrulega bara flott, svona bleik og blómstrandi.
    Og maður leiðir þessi táknrænu mótmæli í eiginmanninum nú bara hjá sér (geri það reglulega við minn). Maður veit að þeir hafa gaman af þessu inn við beinið og þeim verður að finnast við þurfa á þeim að halda, a.m.k. af og til 😉
    Niðurstaða: Gjöðveikur póstur og DIY 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.05.2014 at 14:45

      Haha, snilldarkomment! 🙂 ég hló!

  9. Bryndís
    05.05.2014 at 16:58

    Þetta er allt saman æðislegt

  10. Bryndís
    05.05.2014 at 16:59

    Hvar fær maður svona sæta pottagerberu? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.05.2014 at 17:22

      Takk Bryndís, ættir að fá hana í flestum blómabúðum 🙂

      • Bryndís
        05.05.2014 at 17:47

        En pottinn undir hana? 😉

        • Soffia - Skreytum Hús...
          05.05.2014 at 17:54

          Hann er úr Blómaval, en var keyptur fyrir rúmu ári. Gæti samt fengist þarna ennþá 🙂

  11. Sæunn
    24.05.2014 at 21:48

    Hæ hæ,
    Þetta er allt svo fallegt!
    Fannstu þennan spegil í góða, ég leyta og leyta og leyta en finn ekki svona dýrgrip 🙁

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.05.2014 at 22:28

      Þessi fannst í Samhjálparmarkaðinum, og það eru alltaf reglulega að koma inn svona furuspeglar sem æpa alveg á yfirhalningu!

      Kær kveðja
      Soffia

  12. Þuríður
    08.12.2014 at 08:40

    mér finnst Franski guðfræðineminn og rómantíska lugtin flottust.

Leave a Reply to Kristín S Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *