Eldhúsið, þar sem hjartað slær…

…eða klukkan sko!  Eða í þessu tilfelli, ekki lengur 🙂

2014-04-09-131453

…því eins og þeir sem eru úber glöggir taka kannski eftir, þá er klukkan á veggnum horfin.  Bara í bili, mig bara langaði aðeins að breyta til (svona í fyrsta sinn)…

2014-04-09-131633

…en þetta olli húsbandinu blessaða miklum harmi, og hann gekk hér um og barði sér á brjóst og stundi sáran,  Hann barasta vissi ekki hvað tímanum leið…

2014-04-09-131537

…síðan þegar ég sá þessa hérna, þá ákvað ég að gefa henni heimili hjá okkur…

2014-04-21-170424

…sérstaklega þar sem það er hægt að setja hana í hillur hér og þar, og almennt að stilla henni upp – það gleður mig…

2014-04-21-163740

…hún minnir mig svolítið á þessa hérna, sem ég útbjó sjálf.  Nema hún kemur svona fallega rustic frá RL-design, án þess að ég þurfti nokkuð að hafa fyrir þessu…

2014-04-21-170426

…hún kom reyndar líka í svörtu og gráu…

2014-04-21-170428

…big like á hana?…

2014-04-21-170429

…sko, ég sagði að það væri hægt að stilla henni henni fallega upp hér og þar…

2014-04-21-170519
…vissuð þið að ég er með stoppustöðu fyrir banana á Kitchen Aid vélinni okkar?

2014-04-09-131546

….og að það fást svona lítil zink-skilti, alveg tóm, í Garðheimum og ég límdi á þá litla krítarlímmiða.  Mikið hægt að leika sér með þessi…

2014-04-09-131558

…mmmmmmmm – gulrótarkaka…

2014-04-09-131619

…hvíta hornið…

2014-04-09-131622

…og morgunkorn, múslí og rör – ekki hægt að nota það saman 😉

2014-04-09-131904

…annars er bara allt gott að frétta.

Við brugðum okkur norður í nokkra daga, og ég get því boðið ykkur upp á innlit í eina af perlum norðurlands á næstunni, spennó – ekki satt?

2014-04-09-132140

…annars viljið þið segja mér hvernig að það stendur á því að þegar að 10 manns hrósa manni, en einn er neikvæður – af hverju er það alltaf þessi eini sem nær að hljóma hæst inni í hausnum á manni?

Ætli það sé til eitthvað við svona vitleysu?

2014-04-21-170538

…en nóg um það, hysjum upp brækur og reynum að gera eitthvað skemmtilegt.  Er að vinna í alls konar DIY og svolleiðis og deili þessu næstu daga.

Má ég sníkja like á það? 🙂

2014-04-21-170528

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Eldhúsið, þar sem hjartað slær…

  1. Inga
    29.04.2014 at 23:15

    Váh hvað þú ert með þetta í puttunum stelpa! Hvíta hornið gaf mér innblástur að því hvernig ég get huggað til í einni hillu hjá mér. Takk fyrir það 🙂

  2. Guðrún
    29.04.2014 at 23:24

    Flott hjá þér Soffía að vanda. Verst bara að hafa ekki svona flottan eldhúsglugga, hef alltaf saknað þess að hafa ekki eldhúsglugga e. að ég flutti, býður upp á margskonar möguleika þegar maður er með slíkan glugga!
    Var kíkt í flottu búðina á Akureyri, hélt að ég kæmist ekki út þar var svo heilluð að ég ætlaði bara að gista þar!
    Ps. er enn að dásama hugmyndina með bakkann sem ég útfærði á minn hátt og er ekki smá stolt af framtakinu hjá mér + kertastökum sem ég spreyjaði sem prýða hann.. Einni keyptir á slikk eins og bakkinn,

  3. Svala
    29.04.2014 at 23:48

    Nei essgan, það er ekkert til við þessu. Þessi Lúlli leiðinlegi verður alltaf sami leiðindapúkinn, verst fyrir hann. Þú aftur á móti ert ÆÐI. Knúsar 🙂

  4. Ása
    30.04.2014 at 08:28

    Big like á þetta!!
    Big like á klukkuna….. og mundu bara þú ert frábær, (leiðindagaurinn/pæjan veitt ekkert, og örugglega mest leið/ur á sjálfri/um sér!!)
    Hlakka til að fylgjast með næstu daga (alltaf).

  5. María
    30.04.2014 at 09:29

    Mikið er þetta allt fínt hjá þér. Ég er farin að hugsa til þín alltaf þegar ég fer í Rúmfó, ég horfi í kringum mig og reyni að setja upp Soffíugleraugun.

  6. Berglind
    30.04.2014 at 09:30

    Þú hefur gefið mér svo mikinn innblástur að það nær engri átt, ég fæ bara ekki nóg og allir póstar frá þér eru hreinlega ” jaw dropping” það er oft örugglega mjög fyndið að horfa á mig þegar ég skoða póstana frá þér haha..

    þessi lúlli leiðinlegi er bara afbrýðisamur/söm !

  7. Kolbrún
    30.04.2014 at 09:59

    Það er nefnilega ótrúlegt hvað maður getur látið 1 litla rödd spilla fyrir sér en endilega hugsaðu bara um okkur öll hin sem elskum allt sem þú ert að gera og þú hjálpar svo mikið til á heimilum okkar með endalausum hugmyndum. Njóttu sólarinnar í dag .

  8. Berglind
    30.04.2014 at 10:16

    Það er þér að þakka að heimilið mitt verður fallegra með hverjum deginum 😉

  9. Margrét Helga
    30.04.2014 at 12:40

    Skil hvað þú átt við…þessi eina neikvæða rödd er alltaf 100 sinnum háværari en allar þessar jákvæðu en það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Verra þegar neikvæða röddin kemur frá manni sjálfum, þá er erfiðara að bæla hana niður eða hlusta ekki á hana.
    Þú ert yndi, hugmyndirnar þínar eru frábærar og svoooo flottar, tek undir með Maríu um þetta með Soffíugleraugun og reyni að hugsa hlutina frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum (hvernig ætli ég myndi sjá þennan hlut útfærðan á blogginu hennar Soffíu?). Kíp öpp ðe gúdd vörk mæ dér…hlakka til að sjá næstu pósta, innlitið, DIY-ið og allt hitt 😀

  10. Anna Sigga
    30.04.2014 at 14:04

    Alltaf jafna fallegt og fagurlega skreytt hjá þér 🙂

  11. Sveinrún Bjarnadóttir
    01.05.2014 at 10:06

    Mikið er ég sammála öllu skrifunum,haltu áfram að vera svona skemmtileg og frjó. Kíki við hjá þér á hverjum degi og hef alltaf gaman af og fengið skemmtilegar hugmyndir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *