Gleðilegt sumar!

…og er það ekki alveg öruggt að þetta ætlar að verða hitabylgjusumarið mikla 🙂

Ekki satt? Ha!  Ekki satt?

2014-04-11-170950

…en ef allt klikkar!  Sko bara ef, þá er alltaf hægt að fá sér rósir í vasa og ég ákvað að búa til smá póst um rósavendi…

2014-04-11-171109 2014-04-11-171120

…úkey then!  Eins og ég hef áður sagt þá myndi ég mæla með því að kaupa sér blómahníf til þess að eiga.  Síðan þegar um er að ræða rósir þá er ágætt að hreinsa þyrnana, svona að mestu, eiginlega bara til þess að vernda puttana á ykkur.  En hins vegar það sem er nauðsynlegt er að hreinsa alveg blöðin af stilkunum þannig að engin blöð nái ofan í vatnið.  Því blöðin mega alls ekki vera ofan í vatninu.  Sem sé, muna vel, aldrei laufblöf ofan í vatninu…

2014-04-11-171131

…enn og aftur þá hringvef  ég vöndinn.  Ef þú raðar blómunum svona, þannig að þau myndi “indjánatjald” þá falla þau svo fallega í vasanum, þetta er sem sé að hringvefja…

2014-04-11-171558

…og góður skáskurður er mikilvægur, hann þarf að vera svona!  Alveg hrein og beint í gegnum allan stöngulinn…

2014-04-11-171630

…og úr verður þessi vöndur!

2014-04-11-171737

…þetta eru bouquet-rósir, sem eru einstaklega dásamlegar!  Fullt af litlum knúppum og liturinn á þeim er svo ljúfur og góður…

2014-04-11-171757

…ég held að þetta séu bara næstum uppáhalds rósirnar mínar 

2014-04-11-171802

…þetta virkar eins og stútfullur vasi af rósum, en í raun eru þetta bara 10 stk…

2014-04-11-171816 2014-04-11-171832

…og svona ein bónus rökkur stemming!

2014-04-13-205550

…það er bara eitthvað við það að taka myndir af þessum rósum sem gerir það að verkum að mér líður eins og hver og ein mynd sé listaverk, en það er kannski bara ég og dramadrottningin sem  býr innra með mér…

2014-04-13-205557

…eða hvað, er það bara ég?

2014-04-13-205624

…síðan ef það eru litlar “afklippur” þá er kjörið að nýta þær í litla vasa, eða ef þeir eru ekki til, bara í litla kertastjaka…

2014-04-13-205721

…krúttaralegt.is…

2014-04-13-205731

…en svo er það nú víst með rósir, eins og önnur afskorin blóm að lokum taka þær að hnigna…

2014-04-13-205948

…mjög sorglegt!

2014-04-15-164218

…en þá er tvennt í stöðunni.  Nýr og ferskur skáskurður og skella þeim í vel volgt vatn, vefja inn í dagblaðapappír og geyma á köldum stað, t.d. yfir nótt…

2014-04-15-164226

…eða nýr og ferskur skáskurður og beint í bað með þær, allar ofan í og leyfa þeim að drekka vel í sig í dágóða stund – þarna brjótum við engin blöð ofan í vatnið regluna, en það er bara um stund…

2014-04-15-164513

…þannig geturu fengið þær í nokkra daga til viðbótar, þannig að það er þess virði að reyna – ekki satt?

2014-04-18-190806

Eftir þennan mikla rósapóst – þá vil ég nota tækifærið og þakka ykkur fyrir samfylgdina í vetur.  Fyrir skemmtilegu kommentin, bæði hér og á Facebook.  Fyrir að vera virkar í að smella á like og vera memm.  Því að þetta er allt saman svo mikið skemmtilegra í góðum félagsskap.

Ég kann að meta þetta allt saman, og mest af öllu kann ég að meta að þið gefið mér af tíma ykkar með því að kíkja í heimsókn!

Takk fyrir mig, takk fyrir veturinn og hlakka til að taka á móti sumri í ykkar góða félagsskap.

Gleðilegt sumar!

 ♥ SkreytumHúsKnús 

2014-04-18-190814

Íslensk_blóm_og_fánarönd


14 comments for “Gleðilegt sumar!

  1. Margrét Helga
    24.04.2014 at 10:53

    Gleðilegt sumar og takk fyrir frábæra, skemmtilega, persónulega, hugmyndaríka og yndislega pósta í vetur! Hlakka til að lesa fleiri pósta í sumar 😀

    Og takk kærlega fyrir að deila heimili þínu og hluta af lífi þínu með okkur! Þótt ég þekki þig bara í gegnum bloggið þá finnst mér þú vera yndisleg og góðhjörtuð manneskja, svo ekki sé minnst á hugmyndarík og bara yfir allt, algjör snillingur 😉

    P.S. Takk fyrir tipsið með rósaumönnunina 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:45

      Kæra Margrét Helga!

      Ég var út úr bænum sem útskýrir hvers vegna ég var ekki búin að svara þér – en hjartans þakkir fyrir þetta dásemdar komment! Mikið ertu yndisleg og gefur mér ótrúlegt bensín með þessum ummælum!

      *Knús til þín og þinna

  2. Kolbrún
    24.04.2014 at 14:42

    Gleðilegt sumar og takk fyrir frábæran “póst vetur” jú þetta verður sko hitabylgjusumar hlýtur bara að vera og takk fyrir að gefa af þínum tíma í okkur hér úti. Það ert þú sem átt hrós skilið.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:45

      Takk fyrir :I

  3. Guðrún
    24.04.2014 at 15:51

    Sömuleiðis takk fyrir samveruna og alla póstana, þakk fyrir allar hugmyndirnar. Hef svo gaman að skoða fallega hluti og myndir af þeim.
    Vonandi verður sumarið sólríkt og gott að öllu leyti. Gleðilegt sumar

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:46

      Við vonum það, krossum fingur fyrir sólríku sumri!

  4. Anna Sigga
    24.04.2014 at 21:48

    Gleðilegt sumar takk sömuleiðis og fyrir frábæra samvinnu 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:46

      🙂

  5. Svandís J
    25.04.2014 at 06:59

    Gledilegt sumar darling og takk fyrir allt.
    Og takk fyrir tipsin um rósirnar, var ad skella einum vendi í vasa í gaer og sýnist ég hafa brotid allar reglurnar ….. man thad naest 😉

    liebe Grüße

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:47

      Knús til þín elsku Svandís, og takk fyrir allan stuðninginn! 🙂

  6. Margrét
    25.04.2014 at 08:53

    takk sömuleiðis…frábært að fá kennslu í blómum 😉

    Gleðilegt sumar

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:47

      Gott ef þetta nýtist eitthvað 🙂

  7. Ása
    25.04.2014 at 10:01

    Gleðilegt sumar og takk fyrir vetrarblooggið….

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.04.2014 at 16:48

      🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *