Föstudagurinn langi…

…er í dag.

En pósturinn er stuttur, meira bara svona labb með myndavél og deila með ykkur nokkrum augnablikum!

2014-04-18-190828

…ég er svo heppin að vera með tvö svona fölbleik rósabúnt í vösum í eldhúsinu, annað búntið er nýtt og ferskt, en hinar eru búnar að standa í viku (í næstu viku deili ég nokkrum “tipsum” með ykkur)…

2014-04-18-190810

…það er samt eitthvað svo fallegt við rósir, sérstaklega í þessum lit, þegar að þær eru farnar að visna og slappast aðeins.  Þær verða eitthvað svo dásamlega vintage…

2014-04-18-190806

…fölbleikir tónar í bland við gráan og hvítan, svo mjúk og falleg samsetning…

2014-04-18-190803

…viðeigandi alla daga, en sérstaklega á degi sem þessum…

2014-04-18-190757

…gyllti krossinn hefur fylgt mér alla tíð, enda bar ég hann um hálsinn þegar að ég var skírð og fermd…

2014-04-18-190752

…rósir og rómantík…

2014-04-18-190723

…og blúndur og snæri…

2014-04-18-190729

…og auðvitað málshættir sem koma úr eggjum barnanna…

2014-04-18-190739

…stemmingin er dulítið önnur á hliðarborðinu…

2014-04-18-190354

…en þar standa rauðar rósir í Alvar Aalto vasanum mínum…

2014-04-18-190351

…svo fallegar…

2014-04-18-190343

…og njóta sín bara vel…

2014-04-18-190332

…og gömlu fallegu bækurnar mínar….

2014-04-18-190401

…og svo í heild sinni…

2014-04-18-190327

…svo er náttúrulega afgangsegg notuð í glerkrúsir…

2014-04-18-190219

…og annars staðar fær skrautið frá krökkunum að njóta sín, ásamt fresíum í litlum vösum…

2014-04-18-190152

…og það er svo yndislegt að vera með fresíur í vasa, ilmurinn er alveg dásamlegur…

2014-04-18-190147

…biðin eftir eggjunum varð síðan mun þolanlegri þegar að amman og afinn komu í heimsókn, færandi hendi…

2014-04-18-122135

…mikil gleði með það 🙂

Enda ætti maður að opna eggin bara á skírdag, svona til þess að geta notið þess að japla á þeim yfir hátíðina…

2014-04-18-122150_1

…kanínukrúttin kúra í eldhúsinu, og í könnu stendur krusi, sem kom úr blönduðum vendi fyrir tveimur vikum.  Þeir eru svo duglegir þessar elskur…

2014-04-18-190137

…en þessar rósir eru uppáhalds…

2014-04-18-190301

…af augljósum ástæðum!

Til þín og þinna vil ég senda mínar bestu óskir um gleðilega páska, njótið þess að vera saman og hafa það gott.

Takk fyrir að kíkja við og páskaknús 

2014-04-18-190315

p.s. mátt henda á mig páska-like, þætti vænt um það 

Íslensk_blóm_og_fánarönd

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Föstudagurinn langi…

  1. 18.04.2014 at 22:00

    Gleðilega páska, takk fyrir þennan ljúfa póst og já, alla hina líka sem að ég kvittaði ekki undir en hafði svo sannarlega gaman af!
    Súkkulaðikveðjur,

  2. Anna Braga
    18.04.2014 at 22:09

    O lord alltaf ljúft að koma við hér

  3. Anna sigga
    18.04.2014 at 22:55

    Gleðilega páska heimaglingur 🙂

  4. Margrét Helga
    19.04.2014 at 17:43

    Gleðilega páska 🙂

  5. (",)
    19.04.2014 at 19:02

    Sömuleiðis mín kæra gleðilega páska, æðislegar myndir og rósirnar yndislegar (“,)

  6. Halla Dröfn
    19.04.2014 at 22:04

    Svo fallegt og alveg sammàla þér með eggin, mun gàfulegra að borða þau í nokkradaga yfir pâskana í staðinn fyrir ofàt à pàskadag 🙂

Leave a Reply to Kolbrún Rósum og rjóma Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *