Páskaskreyting…

…er umfjöllunarefni póstins í dag.

Leikurinn gerist í litlum bæ, þar sem lögum og reglu er kastað á glæ.  Frúin hún neitar að fæga silfrið – nei ég segi bara svona.  Ég er ekki mikill silfurpússari, en hvort sem þið trúið því eða ekki, þá er það mest af því að mér finnst það fallegra þegar að það er farið að falla aðeins á það.  Það verður svo vintage eitthvað og spennandi…

2014-04-15-125845

…en þar sem að hún móðir mín deilir ekki þessari skoðun með mér, og hún var fyrri eigandi þessa bjúúúúútífúl silfurbakka á fæti, þá vissi ég að pússun yrði að fara fram.  Enda var þetta kannski orðið full mikið vintage, eða hvað? 😉

2014-04-15-125847

…nú þá er bara að: pússa, púss it good, púss it real good (smella hér)

2014-04-15-125850

…og eftir bara svona líka fínn, eins og nýr næstum.  Mamma myndi vera sátt, vona ég…

2014-04-15-130203

…mamma geymdi reyndar alltaf allt silfrið í plasti, til þess að ekki félli á það.  En ég er á því að láta þessa fegurð sjást, finnst synd að loka þetta allt saman inni í skápum.  Þannig að mitt silfur, það fær sko að falla á það, og hana nú!

2014-04-15-130205

…á meðan ég var að pússa silfrið – agalega er maður eitthvað fullorðins húsmóðir að standa svona við að pússa – þá gekk á með alls konar veðrum fyrir utan gluggann.  Snjókoma, haglél og allur pakkinn.   Guð blessi Ísland!  En ég var líka að horfa yfir á klifurplöntuna okkar sem er þarna á grindverkinu og rauk út í óveðrið, vopnuð klippum og…

2014-04-15-130216

…kom inn aftur sigri hrósandi, örlítið veðurbarin og kát með handfylli…

2014-04-15-130632

…sneri það niður og vafði í hring og myndaði þannig þetta fína hreiður, beint á nýpússaða silfurdiskinum góða…

2014-04-15-130922

…svo skellum við smá mosa með, bara svona til þess að krydda aðeins upp á tilveruna…

2014-04-15-131315

…það leyndist meira að segja smá snjór og glimmer í mosanum, frá því um jól, en það er sko bara páskahretið þannig að það er í góðu lagi 🙂

2014-04-15-131318

…síðan um daginn fékk ég mér þessi dýryndisegg í Litlu Garðbúðinni minni.  Þau eru æði!!  Svona silfruð, og í daufum pasteltónum, og á sumum stendur LOVE með upphleyptu letri.  Hvað er ekki að elska við svona dýrgripi?

2014-04-15-170258

♥ L ♥ O ♥ V ♥ E ♥

2014-04-15-170309

…og þegar að allt var komið saman, þá var útkoman þessi…

2014-04-15-171512

…páskalöberinn minn yndislegi er frá Jónsdóttir & co, sagði frá honum hér, og er hann ekki dásamlegur?

2014-04-15-171558

…annars eru þetta bara svona hinir og þessir hlutir sem ég átt…

2014-04-15-171628

…ungarnir eru gamlir, en ég var alveg sjúk í að kaupa svona litla “flöffí” unga, hvar sem ég fann þá, fyrir nokkrum árum.  Reyndar finnst mér þeir ennþá alveg súperkjút í dag…

2014-04-15-203100

…og mér finnst þetta koma vel út saman…

2014-04-15-171720

…þetta silfurstaup á fæti fékk ég í Nytjamarkaðinum, gerði í það míní-hreiður og smá mosi með, og svo eitt love-egg úr Litlu Garðbúðinni (hljómar eitthvað rangt að tala um ástaregg úr Litlu Garðbúðinni, en það eru aðrar netverslanir sem sjá um svoleiðis – hohoho).  Eggið sem er í EGG-eggjabikarinum er líka frá Litlu Garðbúðinni góðu – og hvað er eru mörg egg í því?

2014-04-15-171728

…svo fannst mér þetta fölbleika egg með fuglum og greinum, algjörlega ómótstæðilegt.  Við hliðiná því liggur síðan annað *fliss* ástaregg…

2014-04-15-171735

…nei sko, sjáið þið unga litla!  Nýkomin úr egginu sínu.  Eggið og skurninn eru restar frá því ég var að útbúa eggjabrauð fyrir dótturina og vinkonu hérna í gær.  Var að fara að henda þessu þegar ég fékk svona líka sniðuga hugmynd, þvoði bara innan úr og la voila…

2014-04-15-171742

…allir ungarnir komnir í eggin sín, svona líka fín endurnýting hjá frúnni.  Fyrst er etið innan úr egginu, og svo er því stillt upp og unga troðið inn í það aftur…

2014-04-15-171802

…en mér finnst þetta bara eitthvað frekar krúttað ♥

2014-04-15-171918

…annað snilldar egg úr Litlu PáskaGarðbúðinni góðu…

2014-04-15-171930

…og svo má alltaf stinga litlum kertastjökum hér og þar – sér í lagi þeim sem líta út eins og eggjabikarar…

2014-04-15-171937

…ég skal LOFA ykkur, að ég pakka ekki niður þessum eggjum eftir páskana, nó sir!

2014-04-15-172029

…kertastjakarnir tveir silfruðu eru frá Ikea, en sá glæri er úr þeim Góða…

2014-04-15-172120

…fallegu spjöldin eru úr Litlu Garðbúðinni, reyndar gömul, en ég veit að þau eiga sömu eða svipuð…

2014-04-15-172128

…þetta spjald er nýtt, en ég bara varð að eignast það – svo fallegt.  Eftir páska verður því fundin staður í dömuherberginu…

2014-04-15-203118

…annað fallegt fölbleikt egg – og já – allt af sama staðnum…

2014-04-15-172135

…dásamlega dúllaður löber…

2014-04-15-172140

…mér finnst líka eitthvað fallegt að hafa þetta svona hvítt með fölum pastellitum og brúnum tónum með…

2014-04-15-172146

…þetta staup er reyndar silfur og kemur frá lille mor minni, en ekki segja henni að ég nennti ekki að pússa það…

2014-04-15-172203

…til þess að láta svo allt passa saman þá fékk ég mér þessar hérna servéttur með, fengust á sama stað og allt hitt…

2014-04-15-184627

…og þið sjáið bara hvað þær eru falleg með – ekki satt?

2014-04-15-184630

…og þannig varð páskaskreytingin á eldhús/borðstofuborðinu hjá mér í ár…

2014-04-15-171546

…sitt lítið af hverju, gamalt og nýtt í bland!

Heimsóknirnar yfir það sem af er liðið af apríl eru komnar yfir 20.300 – fyrir það er ég ykkur ofsalega þakklát ♥

2014-04-15-171552

* Frá Litlu Garðbúðinni: egg, eggjabikarar, servéttur, og lítil skreytispjöld
Smellið hér fyrir Litlu Garðbúðina…
Smellið hér fyrir Litlu Garðbúðina á Facebook

* Páskalöber frá Jónsdóttir & Co.
Smellið hér fyrir Jónsdóttir & Co

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Páskaskreyting…

 1. Kristín
  16.04.2014 at 08:34

  Dásamlega fallegt og páskalegt 🙂

 2. Anna Sigga
  16.04.2014 at 09:41

  almáttugur….. ég kemst ekki yfir það að þú hafir keypt þér öll fallegu eggin sem mig langaði í, sérstaklega fuglagreinaeggið 🙂 og já túlipanaeggið…
  jæja ég verð samt að láta mér nægja að hafa keypt eggja-kerti (ekkert dónalegt við það ?;) ) það fær að brenna um páskanna spurngin hvort maður tímir því 😀

  Gleðilega Páska Soffía Dögg og fjölskylda 🙂

 3. valborg
  16.04.2014 at 09:42

  Gleðilega páska!

 4. Margrét
  16.04.2014 at 10:19

  Gleðilega Páska

 5. Margrét Helga
  16.04.2014 at 10:52

  Hef einmitt horft girndaraugum (má það??) á þessi egg í litlu garðbúðinni 🙂 Finnst þau obbosslega flott! Þetta er æðisleg páskaskreyting hjá þér!

 6. Guðrún H
  16.04.2014 at 11:14

  Nú hætti ég að hafa silfrið mitt pakkað inn í plast í skápum og skúffum og stilli því upp, pússuðu eða ekki.

  Hvar fékkstu þessu krúttlegu fluffy unga?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   17.04.2014 at 00:49

   Ég ber fyrir mig hárri elli, því að ég get ómögulega munað það 🙂
   Reyndar eru komin rúm 8 ár síðan, en þetta var bara í einhverri blómabúð!

   En húrra, endilega nota silfrið heldur en að geyma það lokað inni í skáp!

 7. Magga
  16.04.2014 at 11:44

  Mikið er alltaf gaman að skoða síðuna þína, þú hefur svo yndislegt auga fyrir fallegri samsetningu….big like 😉

  Gleðilega páska!

 8. 16.04.2014 at 12:38

  Jemundur hvađ þetta er fallegt hjà þèr mìn kæra. Þađ verđur allt eitthvađ svo bjùtìfùl ì höndum þìnum. Meira ađ segja silfurpùss hljòmar sem hin mesta skemmtun! 😀

 9. Berglind
  16.04.2014 at 17:15

  algjört æði

 10. Guðrún
  16.04.2014 at 17:43

  Flott hjá þér – ætla einmitt að nota nýja bakkann minn sem var keyptur í þeim góða og fór svo í endurbætur og ér er enn montinn af honum. Eggin eru bara “to die for”…. komin með egg en langar sjúklega í þessi flottu egg úr Garðbúðinni, Búin að skreyta páskagreinar og nú skulu þær blómstra, gerðist eftir páska í fyrra og frúin ekki ánægt.
  Flott að fá svona hugmyndir Soffía…. skoða vefinn þinn yfirleitt daglega og stundum kíkji ég líka á eldra efni til að fá hugmyndir. Er með kertamaníu á háu stígi

 11. 16.04.2014 at 21:12

  Silfrid er alltaf svo dasamlega fallegt! Pussa mitt einmitt alltaf a paskunum og laet sidan falla a eftir thad. Falleg og natural skreyting….Luvs
  Deco…

 12. Sigurborg
  17.04.2014 at 12:00

  Páskalöberinn er æææði, var svo heppin að fá einn svona að gjöf frá góðu fólki 🙂
  Gleðilega páska !

Leave a Reply

Your email address will not be published.