Allir í bað…

…eða svona næstum því!

Það er kannski ekkert verið að finna upp hjólið í þessum pósti, því við höfum áður skoðað baðið – en það má líka alveg leika sér á gömlu hjóli 🙂

Eins og sést þá er einn veggurinn með parketi á, sama parketinu og er á öllum herbergjum og bara alls staðar nema í forstofu og baði.  Ég er enn mjög sátt við þessa lausn hjá okkur.  Hins vegar, ef ég væri að ráðleggja einhverjum með baðherbergi – þá myndi ég hiklaust mæla með því að mála þá veggi sem hægt er að mála inni á baði.  Það er enginn sem leikur sér að því að skipta út flísum, en með því að mála hluta af veggjunum þá er í það minnsta auðvelt fyrir breytingaglaðar konur eins og mig að breyta til.  Með því að mála veggina t.d. í sama lit og flísarnar (getur farið með flísina og látið litagreina hana og blanda lit í stíl) þá færðu svipuð áhrif og með því að flísa…

2014-04-09-095055

…við gerðum hillu yfir klósettkassann sem að nær alveg út að vegg, til þess eins að fá svona skemmtilega “skrauthillu” þar sem að hægt er að stilla upp á.

2014-04-09-094859

…það finnst mér vera æðislegt og ég mæli hiklaust með svona pjatti þar sem hægt er að koma því fyrir, ekki spurning 🙂

2014-04-09-094908

…og eins og þið sjáið þá nýti ég mér þetta pjattpláss til fullnustu, og raða kertum og krúsídúllum eins og ég sé á launum við þetta.  Glerkrukkan er úr Rúmfó (smella hér) – og er snilldarfín fyrir eyrnapinna, bómull og neðst eru sápur og skeljar.  Agalega fínt og notadrjúgt vasaskraut…

2014-04-09-094914

…handklæðin með tölustöfunum eru líka frá sænska kærastanum, hann er æði og handklæðin líka!  Ótrúlega skotin í þeim.  Karfan góða er fundur úr þeim Góða, og hún er alveg pörfekt.  Sérlega hentug til þess að draga að baðkarinu þannig að hægt sé að setja Ipad-darann á hana og horfa á eitthvað skemmtilegt á meðan maður liggur í froðubaði með kertaljós.  Jájá, ég er dekurdýr og skammast mín ekkert fyrir það…

2014-04-09-131112

…handklæðin eru líka það sem helst breytist hérna inni.  En eins og vanalega þá líður mér best í jarðtónunum og mjúku litunum…

2014-04-09-131222

…innréttingin er frá Ikea, eins og glöggar konur sjá, og aðalgeymslurýmið er að sjálfsögðu í háa glerskápnum.  Vaskaskápurinn geymir aðallega handklæði, hárblásara og sléttujárn…

2014-04-09-131129

…en sem sé, stóri skápurinn tekur ótrúlega vel.  Núna ætla ég að opinbera mig dulítið – og roðna og blána á víxl – og hleypa ykkur inn í skápinn minn…

2014-04-09-094853

…ástæðan fyrir því hversu mikið skápurinn tekur eru hirslurnar inni í honum.  Þetta er lína sem var til í Ikea, en því miður er hætt að framleiða þær núna (held ég).  En þið gætuð skoðað þessar hér og þessar hér

2014-03-21-141003

…ég er líka með lítil glös sem geyma teygjur og spennur…

2014-03-21-140631

…og eins og sést, þá er ótrúlega þægilegt að geyma snyrtivörurnar í þessum skúffum…

2014-03-21-140657

…og þar sem þetta er allt hólfað niður þá er einfalt að skipuleggja sig…

2014-03-21-140704

…síðan er líka snilldar hirslur fyrir skartið í þessu – sem er bráðnauðsynlegt fyrir svona krumma eins og mig…

2014-03-21-141011

…sem sanka að sér alls konar glingri og glysi…

2014-03-21-141017

…svo er nú það að litli skipulagsperrinn sem býr innan í mér tekur andköf af gleði þegar að hann nær að hafa allt á sínum stað.  Þá hleypur hann um og gefur sjálfum sér high five.  Svona er þetta bara 🙂

2014-03-21-144646

…eins og sést þarna vinstra meginn, þá er meira að segja svona sniðugur haldari fyrir bómullarskífurnar…

2014-03-21-145516

…sniðugur skápur ekki satt?
Ég er líka með nokkrar svona hirslur í hinum skápnum, sérstaklega fyrir hárskraut dömunnar.  Það er nefnilega svo þægilegt að vera með þetta hólfað niður – teygjur, spennur, og annað slíkt.

Líka eins og þið sjáið neðst, þá eru hárspangir í einu hólfinu og það er eins hjá dömunni…

2014-03-21-150400

…en færum okkur út úr skápnum, enda óþægilegt að vera að opinbera “draslið” sitt svona, og horfum bara á kerti og krúsídúllur…

2014-04-09-131137

…og hér eru allir vinir.  Hvítir og silfraðir stjakar, og meira að segja stjakalaus kerti…

2014-04-09-131141

…bara raða saman, og nýta og njóta!

2014-04-09-131153

Takk fyrir að koma á baðrúntinn með mér 🙂

*uppáhalds!*

2014-04-09-131201

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Allir í bað…

 1. Sveinrún Bjarnadóttir
  10.04.2014 at 09:06

  Takk fyrir bað rúntinn,rosalega kósý.Ég á svona skáp frá þeim sæta Sænska og þvílík snilld sem hann er.

 2. Margrét Helga
  10.04.2014 at 09:12

  Hrikalega kósí…má ég skoppa í bað hjá þér? 😉 Og þú þarft ekkert að skammast þín fyrir skápinn þinn…örugglega mest skipulagðasti snyrtivöruskartskápur sem ég hef séð…og þá eru skúffur meðtaldar. Væri svo til í að vera svona skipulögð eins og þú með allt á sínum stað! Gef þér auka high five 😉

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.04.2014 at 01:46

   Takk fyrir auka high-fæf-ið, kann að meta það 😉

 3. Berglind
  10.04.2014 at 09:15

  Vá hvað var gaman að fá rúntinn inn á bað, ekkert smá kósý og fallegt hjá þér, ég fékk sko hugmyndir á mitt bað , er að elska þetta skipulag í skápnum þínum, takk æðislega 🙂

 4. Vaka
  10.04.2014 at 10:53

  Svoooo flott, og skipulagið í skápunum kona…. Váááá 🙂

 5. Sigga Rósa
  10.04.2014 at 11:55

  Virkilega flott baðherbergi hjá þér og gefur margar góðar hugmyndir )

 6. Gurrý
  10.04.2014 at 12:54

  High five fyrir skápnum – algjör snilld!!
  Þetta var svona aha hjá auðvitað póstur!! Takk fyrir þetta 🙂

 7. Anna sigga
  10.04.2014 at 14:10

  🙂 já þetta er flott…..bara ég hefði svona skipulag í minum skáp…tók andköf….sjá alla dýrðina í skápnum vissi ekki að ég væri krummi 😀

  Mig langar samt mest í svona fallegar gínur fyrir halsfestar eða armbansúrin mín. Hvar fékkstu þá aftur?

  Kv AS #2

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.04.2014 at 01:46

   Stóra gínan er frá USA en sú litla úr Góða Hirðinum. Það kemur inn póstur á morgun með innliti frá Spennandi og þar eru til gínur. Síðan eru einhverjar í Rúmfó 🙂

 8. Edda Björk Friðriksdóttir
  10.04.2014 at 15:43

  já einmitt “drasl” .. þetta er skipulagðasti skápur sem ég hef séð !! Djíííí .. núna skammast ég mín ofan í tær .. eins gott að þú opnir ekki skápana hjá mér ! knúz Eddan

 9. Anonymous
  11.04.2014 at 21:15

  Mjög svo sammála öllu þvi sem er skrifað hér að ofan, æðislegt skipulagið, litirnir og alles (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published.