Flaskan mín fríð…

…ég verð eiginlega að sýna ykkur svoldið krúttað…

2014-03-31-200408

…um daginn fékk ég mér þessar hérna litlu dásemdarflöskur í Litlu Garðbúðinni.  Ég verð að segja að ég ELSKA þær.  Þær eru úr plasti, en samt rosalega “glerlegar” og þær passa við stærðina á öllum þessum krúttaralegu rörum sem til eru…

2014-03-31-200422

…fékk mér síðan myntugræn rör með, og 8 stk af þessum flöskum – og trúið mér þetta verður notað í barnaafmælum og svo bara svona eins og í gær…

2014-03-31-200432

…við ákváðum bara að halda upp á mánudaginn, með því að fá okkur smá svona jarðaberjarjómasjeik, sérlega upplífgandi í byrjun viku…

2014-03-31-200626

…eins og þið sjáið – allir frekar kátir bara…

2014-03-31-200647

…og flöskurnar, um það bil fjórum númerum of sætar…

2014-03-31-200721

…alls ekkert komnir myndavélastælar í þennan, neinei 🙂

2014-03-31-200944

…en sjeikinn var góður – sér í lagi svona úr flösku…

2014-03-31-201022

…svo er annað sem er kjörið á mánudagskveldi, og það er að kveikja bara á kertum…

2014-03-31-202141

…nýta blómvendi sem þið eigið, með því að skipta þeim aðeins upp…

2014-03-31-202220

…og að njóta þess að horfa út um gluggan kl 20 að kveldi, og það er ennþá bjart úti!

Svo er auðvitað hvergi betra að vera, því heima er best 

2014-03-31-202207

…á morgun kíkjum við betur á smá breytingar á borðinu, bara lítið blúnduverk!

2014-03-31-141600

Annars vona ég bara að þið eigið yndælis dag!  Endilega verið óhrædd að smella á like, eða leyfa mér að heyra frá ykkur – mér finnst það sko ekkert leiðinlegt – ég lofa því 🙂

Mínum degi mun ég eyða að hluta til í upptöku hjá Miklagarði.

En ég var líka þar um daginn, og þið getið séð – ef vilji er fyrir hendi – upptökuna af því hér!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Flaskan mín fríð…

  1. Hófí
    01.04.2014 at 09:15

    Flottar flöskur 🙂 Hef verið að nota Froosh flöskur í svipuðum tilgangi 🙂

  2. Margrét Helga
    01.04.2014 at 09:20

    Já, þessar flöskur eru hrikalega krúttlegar…og börnin þín eru líka ofboðslega mikil krútt 😉

  3. Kolbrún
    01.04.2014 at 09:42

    Þetta eru Guðdómlegar flöskur og gaman að hressa aðeins upp á Mánudaginn með þeim og smá ís. Sá þáttinn á Miklagarði vissi nú ekki einu sinni af þessari stöð……
    Vonandi fáum við að sjá meira af þér þar það er svo gaman að sjá hvað þú ert hugmyndarík nú annars ertu hér.Takk fyrir það

  4. Asa
    01.04.2014 at 10:13

    Ofurkrútt börnin þín….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *