Blúnduverk…

…póstur dagsins er ekki með neinni flugeldasýningu.

En hann er ágætur, vona ég 😉

2014-03-31-141045

…borðið í eldhúsinu, eitt með öllu – því eins og þið sjáið þá er samansafn af munum á því…

2014-03-31-141110

…en skildu glöggir taka eftir einhverju?

2014-03-31-141119

….nahhhhhh – varla, þetta er svo ósköp lítið…

2014-03-31-141124

…löberinn er frá Ikea, og er einn af mínum uppáhalds svona plain löberum…

2014-03-31-141137

…og á hann bætti ég þessari blúndu…

2014-03-31-141139

…ég hefði getað saumað á blúndu, en í þetta sinn – verandi Lalli lati – þá notaði ég blúnduborða úr Tiger sem er með lími aftan á, og bara skellti honum á…

2014-03-31-141154

…stóri vasinn úr Rúmfó, sem fékk lok hér og ferðast um húsið, stendur núna á borðinu og í honum eitt stórt kerti – dásamlega einfalt eitthvað…

2014-03-31-141203

…og blóm í könnu, því að það gleður…

2014-03-31-141219

…og löberinn verður svoldið meira krúttaður, svona með blúndu…

2014-03-31-141227

…enda er ég með miklar kenningar um að allt verði dulítið betra, með smá blúndu…

2014-03-31-141255

…páskaeggin, þessi sem ekki eru til átu, hanga á greinum.  Blanda úr öllum áttum…

2014-03-31-141308

…en þó öll í pastellitum og voða sæt…

2014-03-31-141404

…svo er bara að finna fegurðina í einföldu hlutunum sínum, eins og kertaljósi…

2014-03-31-141411

…eða kertastjökunum mínum, par sem ég fann í þeim Góða með hálfs árs millibili…

2014-03-31-141417

…og þannig var það þá..

2014-03-31-141443

…spurning hvort að ég ætti að segja ykkur frá plönum sem ég er að gera, bara svona í huganum til að byrja með, varðandi gluggana í borðstofu og stofu.

Er áhugi fyrir að heyra svoleiðis pælingar? 🙂
Annars finnst mér ég vera eins og Palli greyjið, sem var einn í heiminum, því hér er svo hljótt!!

2014-03-31-141550

Þú gætir einnig haft áhuga á:

16 comments for “Blúnduverk…

 1. Asa
  02.04.2014 at 08:44

  Allt er betra með blúndu, það tel ég líka en á hógværan hátt. löberinn er rosa flottur og eggin frábær. Mér þætti gaman að heyra um gluggapælingar, er heilmikið að pæla svoleiðis sjálf þessa daga….

 2. Halla
  02.04.2014 at 08:51

  Þetta er ægilega krúttlegt hjá þér:)

 3. Gurrý
  02.04.2014 at 08:56

  Spr um að skreppa í heimsókn til sænska vinar þíns og fá sér nýja löber – minn yndislegi (já alltaf með þann sama sem passar við allt) þurfti að fara í þvott um daginn og hann hljóp – ég er ennþá fúl!
  Ég vil fá að heyra gluggapælingar, svona þegar þú mátt vera að 🙂

 4. Margrét Helga
  02.04.2014 at 09:07

  Enginn smá munur á þessum löber þótt þetta sé bara smá breyting 🙂 Hvernig fer þetta blúndutape í þvotti? Eru einhverjar upplýsingar um það? (ég er nebblega svo mikil brussa að ég myndi pottþétt sulla einhverju á svona löber þannig að ég yrði að þvo hann…)
  Og já…alltaf til í gluggapælingar… 🙂 Bara gaman að því eins og öllum þínum pælingum 😀

 5. Svandís J
  02.04.2014 at 10:30

  Ég vil endilega lesa um plönin 🙂 Annars voða rómó IKEA löberinn, blúnda er málið…. maður verður bara svo happy með blúndur allt um kring 😉

 6. Arna Ósk Harðardóttir
  02.04.2014 at 11:34

  Endilega lofaðu okkur að heyra plönin 🙂

 7. Gulla S
  02.04.2014 at 12:36

  Uhh já sá það strax 🙂 snilld með blúnduborðann.. á einmitt svona löber. Er meira en lítið spennt fyrir stofugluggapælingum! Er sjálf í stofugluggapælingum svo bring it! prittí plís 🙂

 8. Guðrún H
  02.04.2014 at 14:15

  Þetta var sniðugt hjá þér, ég þarf einmitt að fara í Tiger og Söstrene Grene leiðangur á morgun, vona að það verði einhver blúnda eftir á löberana mína.

 9. Kolbrún
  02.04.2014 at 15:00

  E já er sko meira en til í að heyra plön.

 10. Vaka
  02.04.2014 at 16:17

  Allt svo krúttó hjá þér 🙂
  Og ofsalega spennó að heyra um gluggapælingar….

 11. Kristjana Axelsdóttir
  03.04.2014 at 17:07

  Kemur vel út. Stofuglugga pælingar hljóma vel…er einmitt í slíkum hugleiðingum….ætli þetta sé smitandi, kanski bara vorhugur í okkur 🙂

 12. Sunna Hlín
  06.04.2014 at 11:34

  Æðis! Þessi grein er svo mikil snilld!

 13. Guðrún
  11.04.2014 at 22:08

  Er þegar byrjuð – takk fyrir góðar hugmyndir .Gogga Jensen eggin komin upp, á gardínukappann, enda á ég afmæli í Apríl og á ættingja sem hafa gefið mér slík í nokkur ár.
  Var að föndra við einn bakka, sem ég breytti og lagaði og hlakka ekki smá til að nota hann á borðstofuborðinu með kertunum sem ég hef verið að föndra og kertasjökum sem ég hef spreyjað – kunnuglegt.
  Svo er ég búin að vinna í einum löber, bætti við blúndu a. la fyrir ofan 🙂 Takk Soffía Garðarsdóttir……

  Vantar bara “auð” egg til að skreyta, er með nokkrar hugmyundir
  :-/ hef ekki fundið neitt sem mér liíkar vel við og á viðráðanlegu verði.,
  Ekki með eins flotta ljósakórónu og þú en ætla mér að gera eitthvað í áttina…. en eggin…. vantar enn

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.04.2014 at 22:16

   Snilld og verði þér bara að góðu!

   Það voru einhver egg í Megastore sem hægt væri að mála bara, og sömuleiðis í Rúmfó – þá er hægt að mála ef þér líkar ekki við útlitið á eggjunum “beint úr búðinni” 😉

 14. Anna sigga
  11.04.2014 at 22:23

  Júju skreytti smá í dag og voða pennt keypti egglaga kerti og viðar egg sem búíð var að marmaramála í kauptúni á ak, fór svo í háaloftið og keypti litla kertahringi, nota það sem páska skraut þvi það eru litrik egg á þeim 🙂 kem þessu öllu á einn bakka 🙂 hehehe

  Kennslustundir með bakkaskreytingu hafa virkað 😉 takk takk.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.04.2014 at 23:05

   Snilldin ein! Svo bara deila mynd af bakka, takk takk 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.