Í morgunsárið…

…skein svo falleg birta inn um eldhúsgluggann hjmér.  Allt var svo hljótt því að eiginmaður og börn voru nýfarin í skólann/vinnu.  Loðnu strákarnir segja ekki boffs og liggja og sofa á gólfinu, og ég gekk um með myndavélina…

2014-03-27-075842

…tók upp á því að prufa að “skreyta” spegilinn í eldhúsinu…

2014-03-27-080227

…því eins og sést þá eru á honum rispur og hann er smá lemstraður og ég gerði bara krullerí yfir, með krítarpenna sem er hægt að þurrka síðan út.  Þannig getur líka hvaða spegill sem er orðið að krítartöflu…

2014-03-27-080234

…spurning um að fá sér morgunkorn, þó ekki með röri…

2014-03-27-080246

…í skápnum kúrir bambi litli og nýtur sólarinnar…

2014-03-27-080253

…færði aðeins til hillurnar í skápnum og finnst hann mikið betri svona…

2014-03-27-080310

…bara fyrir Eddu, sjáðu hvað við erum dugleg – næstum “att bú”…

2014-03-27-080353

…þetta gat ekki verið einfaldara, í bili…

2014-03-27-080433

…kúrir hjá vinnukonunni sem er komin til ára sinna, en þjónar alltaf jafn vel…

2014-03-27-080444

…sneri bara plötunni við og skrifaði með krítarpennanum góða…

2014-03-27-080448

…svo er það bara staðreynd að blóm gera allt betra…

2014-03-27-080458

…fékk þennan fallega blandaða vönd í Garðheimum….

2014-03-27-080503

…þegar þessi birta kemur inn um gluggann, þá finnst manni alveg eins og sumarið sé handan við hornið…


2014-03-27-080516

…það má í það minnsta láta sig dreyma 🙂

2014-03-27-080639

…retró bakkinn, skurðarbretti, uglukannan, sveppir og mæliskálar (úr Söstrene)…

2014-03-27-080650

…eigið yndislegan dag krúttin mín!

2014-03-27-080508

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Í morgunsárið…

 1. Ása
  27.03.2014 at 09:15

  Yndisleg byrtan núna á morgnana sem gleður hjartað.
  Ofsalega fallegt hjá þér!!

 2. Hófí
  27.03.2014 at 10:00

  Fallegt 🙂
  H

 3. brynja
  27.03.2014 at 11:55

  Allt svo fallegt hjá þér og krabbinn kemur stíft í gegn þarna og sýnir hvað þú hlúir vel að heimilinu og fjölskyldunni. Svo ertu svo flínk að festa mómentin á filmu að mér eiginlega finnst ég sitja í spjalli þarna á eyjunni og gæða mér á Lucky Charms… <3

 4. Rósa Gísla
  27.03.2014 at 20:02

  Þetta er svooo fallegt!

 5. Anonymous
  27.03.2014 at 22:03

  Frábært hugmynd með mynd á bakkanum á veggnum, ….Ohh blómin ….og kryddin. Jeminn eini *öfund* (“,)

 6. 29.03.2014 at 23:19

  efsta myndin með bakkanum sem segutöflu er ÆÐISLEG!

Leave a Reply

Your email address will not be published.