Stormur í vændum…

…eða svo gott sem.  Um daginn þá var ég með póst um elsku, gamla hundinn okkar, hann Raffa (sjá hér).

En við eigum tvo stráka og þetta er sagan um Storminn okkar!

2008-06-02-205204

Hann Stormur varð okkar fyrir 6 árum síðan, hann kom eins og – þið getið kannski giskað – stormsveipur inn í líf okkar…

2008-06-02-211907

…og þessir tveir urðu strax bestu vinir – sem var alveg yndislegt að sjá…

2008-06-03-005302

2008-06-05-214451

…við vorum alls ekki á leiðinni að fá okkur hund.  En ég sá mynd af honum í auglýsingu, ég held inni á Bland.  Sendi skilaboð til að forvitnast um hann og þá kom  í ljós að konan sem átti hann var að vinna með mér.  Seinna sama dag kom hún með hann í vinnuna – svona til að sýna mér hann og þá var ekki aftur snúið, ég meina sjáið hann bara…

2008-06-03-213710

…hann var algerlega ómótstæðilegur…

2008-06-08-133359

…en það fyndna er að hann hét Stormur þegar að við fengum hann, við héldum nafninu hans.  Nafnið hefði líka átt að segja okkur allt, hann er stormur, hann er ekki blær eða gustur eða hægur andvari, hann er STORMUR…

2008-06-06-225327

…en hann er líka dásamleg blíður…

2008-06-08-133206

…hann fær ekki nóg af því að liggja hjá okkur, hann vill fá endalausa snertingu.  Hann er sannfærður um að hann sé bara kjölturakki, sem er öllu erfiðara í dag þar sem að hann er 30 plús kíló…

2008-06-09-001823

…ef hann mætti ráða þá væri hann helst alltaf í fanginu á manni, eða á bakinu á manni…

The Storm

…en þetta voru ekki bara endalaus knús og krúttlegheit…

2008-06-22-2220361

…þetta voru þó nokkrir dagar af þessum móttökum þegar að við komum heim.
Ég meina, þið sjáið hvor er lúpulegri…

2008-06-27-124028 - Copy

…og sönnunargagn A í munninum á honum…

2008-06-27-124028

…síðan komum við líka heim að  þessu…

2008-08-18-150550

…þetta voru gerviepli sem að vinurinn át einn daginn og dreifði svona fallega um gólfið…

2008-09-01-150233

…einn daginn var hann búinn að éta skó af mér (uppáhaldsskó), veski, dró fram kjól, beit stórann bitann af Karlar sem hata konur og át tvær Parkódín.  Ég var ekki alveg viss um hvort að hann hefði ætlað í drag-i út á lífið eða hvort að hann hafði orðið svona þunglyndur af bókinni að hann þurfti verkjalyf – en eftir skóátið mikla – þá var það þessi svipur sem reddaði honum frá því að vera sendur í sveit…

2008-06-30-021620

…við tókum þá til þess ráð að setja hann í búr á daginn, og þá var heimkoman svona!
Gleði, gleði, gleði!

2009-09-18-125051

…en hann er alltaf góður við krakkana, hann geltir nánast aldrei, urrar aldrei  og er með hjarta úr gulli…

2008-06-28-203357

….lætur sig hafa alla hina klassísku meðferð barna á hundum…

2008-08-01-104357

…en við komumst síðan að því að hann getur flogið, eins og sést hér…

2008-09-02-183712

…og þegar við erum með hann úti, þá er hann sjaldnast kyrr – hann þýtur um eins og stormsveipurinn sem hann er…

The Storm1

…hér erum við í útilegu með vinum okkar, og takið eftir Raffanum að sníkja en Storminum á hraðleið í burtu…

2009-07-11-142111

…þessi mynd er tekin kannski sekúndu seinna og hann er búin að hlaupa í burtu og er að koma til baka…

2009-07-11-142125

…og oftar en ekki þá er hann búin að koma sér í þessa aðstöðu…

2009-07-11-144950

…þarf bara aðeins að þrífa sig…

2009-07-11-144952

…og við höfum ósjaldan þurft að stoppa á bílaþvottastöð eða við læk til þess að reyna að redda málunum…

2009-08-09-141013

…en hann er reffilegur kallinn okkar…

2009-07-11-151902

…og svo er hann svona – ég meina í alvöru, hafið þið séð eins klikkaðann hund?

2008-11-18-191228_(IMG_5137)

…sem að heldur að það sé ekkert mál að láta halda á sér…

2009-05-04-145719

…og hann elskar engann meira en þennan hérna…

2009-11-11-215220

…og hef hann mætti ráða þá myndi hann alltaf liggja í fanginu á honum 

2009-11-11-215423

…sumar myndir þarf reyndar að ritskoða, svona til þess að halda blogginu innan velsæmismarka…

2009-11-11-215434

…”knústu mig kall”…

2010-03-29-200238

…og þið virðið bara viljann fyrir verkið…

2011-08-08-020755

…þetta er svo fyndið dýr – t.d. uppgvötaðist það fyrir tilviljum að hann er af kengúrukyni – stekkur lengst í loft upp!
Hann elskar líka að leika sér í vatnsbununni í garðinum á sumrin…

The Storm2

…og snjóboltum á veturnar…

2009-05-01-155345_1

…og almennt bara að fá að hoppa og leika sér…

2009-08-02-130603

…hann virðist vera liðamótalaus, og sveigist og beygist í allar áttir….

The Storm3

…og er eini hundurinn sem ég veit um sem situr á rassinum og með beinar lappir, þetta var eina myndin sem ég fann sem sýnir það næstum…

2011-01-08-232001

…og þessir tveir eru svo miklir vinir 

The Storm4

…og þetta var “litli” pósturinn sem að sýnir ykkur Storminn okkar vonandi í réttu ljósi…

2009-01-31-152100

…hann er salt og pipar…

2009-03-15-140511

….hann er óþekkur og kreísi á svo margan hátt..

2009-05-03-155326

…en samt svo dásamlega ómótstæðilegur…

2009-05-04-144816

…hann myndast misvel, hann á það til að sleikja aftur eyrun svona – og þá er hann eins og slanga…

2010-07-25-201447

…en oftast er hann svona…

2009-07-11-212507

…aðeins oftar svona…

2009-08-02-142521

“bacon í matinn??”

2011-04-18-191742

“hahaha”

2011-07-08-141643

…þið afsakið lengdina á þessum pósti, en sjáið líka vonandi að það er ekki hægt að sýna Storminn bara í nokkrum myndum…

2009-08-22-191236

…ég meina, hann gengur á vatni – hversu mergjað er það 😉

2011-08-08-210624

…hann er orkusprengja…

2011-08-08-211714

…og hann er ást og blíða…

2013-06-15-151820

…eigið yndislega helgi elskurnar mínar!

2012-02-22-195634

…Stormurinn biður að heilsa 

bw 2008-06-30-022125

26 comments for “Stormur í vændum…

  1. Anna sigga
    21.03.2014 at 10:02

    Aawwwwwwwhhh…..

    Góða veður helgi 😉

  2. Gróa
    21.03.2014 at 10:03

    Yndislegur póstur og greinilega dásamlegur hundur 🙂

  3. Sigga Rósa
    21.03.2014 at 10:08

    Dásamlegar myndir af yndislegum hundum, takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂 Góða helgi sömuleiðis 😉

  4. Guðrún
    21.03.2014 at 10:13

    Þvílíkur gullmoli og þeir báðir.

  5. 21.03.2014 at 10:14

    hahahah hann er svo dásamlegur …í þessum pósti…að maður gleymir alveg hvað hann er mikill Stormur 😉 …man samt ekki eftir að hafa séð mynd af pissupolli eftir að einhver sérstakur hefur ávarpað hann.
    En hann er yndislegur <3
    luvS

  6. Hófí
    21.03.2014 at 10:16

    🙂

  7. Dóra
    21.03.2014 at 10:18

    Dásamlegt <3
    Við eigum einmitt tvær svartar labbastelpur, eina að verða 9 og svo bættist einmitt svona "óvart"við ein í vetur sem verður eins árs í næsta mánuði….
    Yndislegar myndir, á margar svona af gamla gula mínum sem kvaddi okkur sl haust…
    Eigið frábæra helgi 😉

  8. Ólafía Herborg
    21.03.2014 at 10:20

    Alveg dásamlegar myndir og umsögn um Storm. Á sjállf tvo hunda og skil umhyggu þessar a vina okkar.

  9. Edda Björk
    21.03.2014 at 10:51

    Hahahaha yndislegur póstur. Jú þessir hundar geta tekið á taugarnar en svo bæta þeir allt vesenið upp með kúri og knúsi. Ég er alveg ný í þessum hundageira og hélt að ég myndi aldrei tengjast dýri svona eins og honum Gutta mínum 🙂 Svo er þetta líka bara svo æðislegt fyrir krakkana. Hann Stormur er greinilega alveg með´etta 😉
    Knúz í þitt fallega skreytta hús … Edda

  10. Gauja
    21.03.2014 at 11:02

    haha ég hló upphátt…. hann er æðislegur

  11. Gulla
    21.03.2014 at 11:12

    Skemmtilegur póstur um greinilega skemmtilegan hund…. datt í hug bíómyndin um hann Marley 🙂

    Ég kannast einmitt sérstaklega við það að þurfa að stoppa á ferðalögum og spúla 🙂

    Þeir gefa lífinu lit þessar ferfættu elskur !

  12. Erla
    21.03.2014 at 12:25

    Ji krúttið! hann er greinilega svona high-energy hundur. bara til vandræða ef honum leiðist 😉 hehe snillingur. en vá hvað þeir eru báðir flottir og líður greinilega vel hjá ykkur

  13. Hjördís H Sæmundsdóttir
    21.03.2014 at 13:21

    Fallegur póstur hjá þér, og hundurinn alveg dásamlegur :O)

  14. 21.03.2014 at 13:43

    Ekki slaemt ad fara inn i helgina eftir thennan yndislega post. Frabaerar myndir! Takk

  15. Sigurborg
    21.03.2014 at 14:15

    Bwahahaha æðislegur póstur ! 😀

  16. Vaka
    21.03.2014 at 17:05

    Ómótstæðilegir hundar og rosalega flottar myndir, á einn svona skemmtilega ofvirkann 🙂

  17. Vala Sig
    21.03.2014 at 22:47

    He he he hversu dásamlegur er hægt að vera, frábær föstudags pósur.
    Góða helgi Dossu krútt

  18. Hildur
    21.03.2014 at 23:36

    Allamalla…hann er æði og stóri bróðir líka,elska þessa tegund <3 ég átti labba í 15.ár og hann sat alltaf á rassinum með beinar fætur fram hahaha 🙂 í dag á ég cavalier tík og Dobermann rakka….hún liggur mikið svona á maganum og með fætur sleiktar aftur…ótrúlega magnað 🙂 Frábærar myndir og gaman að fá að sjá þessi voffakrútt 😉

    Kv Hildur hundasjúklingur

  19. Íris
    21.03.2014 at 23:43

    Haha dásamlegur er allveg viss að ég eigi eineggja tvíburabróðir hans miðað við lýsingar 🙂 góða helgi 🙂

  20. Guðrún
    22.03.2014 at 00:08

    Algjör snilldar póstur hjá þér, takk fyrir að deila þessu með okkur og þvílíkir gleðigjafar sem þessi dýr geta verið. Góða helgi 🙂

  21. Elva
    23.03.2014 at 10:04

    Ekki annað hægt en að elska svona póst af dásamlegum hundi <3

  22. Fjóla M. Róberts
    31.03.2014 at 13:35

    Hann er dásamlegur, virkilega skemmtilegt að skoða þessar myndir, ég er hundasjúk <3

  23. bryndis
    01.04.2014 at 16:26

    Dásamlegur póstur…svona er Labbinn…guðdómleg skepna 🙂

  24. 15.09.2014 at 09:52

    Takk fyrir að segja okkur sögu Storms. Greinilega mjög hamingjusamur hundur.

  25. Svanhildur
    16.09.2014 at 08:34

    Hann er nú meiri dásemdin hann Stormur þinn, það eru forréttindi að fá að eiga svona snilling sem er greinilega hamingjusamasti hundur í heimi! 🙂 Ég á einmitt einn svona gulan Storm sem er kátastur allra og einmitt sannfærður um að hann sé kjölturakki eins og þinn Stormur 😉 Og svo situr hann oftar en ekki alveg nákvæmlega eins og Stormurinn þinn, á rassinum með lappirnar beinar út, svo aulalegur en svo dásamlega krúttlegur um leið 🙂 Þeir gætu eiginlega verið tvíburar miðað við lýsingarnar 😉

  26. Ásta María
    09.05.2017 at 15:06

    Ég elska alla þessa hundapósta þína Soffía, og myndirnar eru hreint dásamlegar 🙂

Leave a Reply to Gulla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *