Mjúka deildin…

…varð óvart að bloggpósti dagsins.  Afsakið það og velkomin aftur í barndóm 🙂

Póstinum í dag verjum við sem sé í herbergi litla mannsins…

18-2014-03-19-180154

….sagan af Rauðhettu er litla manninum mjög hugleikin, svo mikið að í árlegu Halógen-partý famelíunnar (Halógen=Halloween, sjá hér gömul partý) í fyrra, þá fórum við fjölskyldan sem Rauðhettu-ævintýrið.  Pabbinn var amman (auðvitað), mamman varð úlfurinn, stóra systir var Rauðhetta og litli maðurinn var veiðimaðurinn – haha…

1-2013-11-09-191948

…það varð því ekki hjá því komist að kaupa handa honum Rauðhettu tösku þegar að hún fékkst í Tiger (þó nokkuð síðan) og svo þennan bangsa í Ikea…

11-2014-03-19-180004

…þessi er snilld, þetta er sem sé úlfurinn og amman (fæst hér í Ikea)

02-2014-03-19-175831

…og það sem meira er, úlfurinn étur ömmuna…

03-2014-03-19-175842

…og svo er hægt að bjarga henni aftur út um magann á úlfinum – snilld!

04-2014-03-19-175904 05-2014-03-19-175909

…grey úlfurinn, kviðristur og kátur…

06-2014-03-19-175922

….en almennt þá halda þessi tvö bara friðinn, og eru voða sæt saman á rúminu 

07-2014-03-19-175933

…litli gaur bjó meira að segja til sinn eiginn úlf í leikskólanum, með svona líka falleg blá augu og loðinn feld…

13-2014-03-19-180031

…fyrst ég var að taka myndir, þá skaut ég í hina áttina – og þið fáið að sjá þetta bara svona “beint úr kúnni” – ekki stílíserað neitt.  Eins og þið sjáið þá eru bækurnar bara í belg og biðu, og bílar hér og þar.  Kassarnir eru síðan snilld til þess að hrúga hinu og þessu ofan í…

08-2014-03-19-175937

…og þetta er allt frekar einfalt bara – það tekur í aldrei lengri tíma að taka til þarna en 5-10mín, og það er ef allt er í rúst…

10-2014-03-19-175950

…litli maðurinn er líka rosalega duglegur að taka til inni hjá sér, sem er frábært.  Hann er reyndar búin að slá því saman að ganga frá og taka til, og hann er alltaf að ganga til – sem mér finnst dásamlegt…

09-2014-03-19-175942

…þessir eru í uppáhaldi…

16-2014-03-19-180107

…og þessi hérna.  Þetta er sem sé hurðastoppari úr RL-inu góða, sem við höfum átt í svoldinn tíma…

01-2014-03-19-175754

…karfan góða úr Söstrene geymir alls konar litla bíla…

26-2014-03-19-175805

…en sá ltili féll alveg fyrir honum, og finnst svo fyndið að eiga bangsa með svona þungann rass.  Svo er hann alveg í stíl við púðann sæta úr Söstrene

17-2014-03-19-180124

…síðan ef þið kíkið undir rúmið…

19-2014-03-19-180159

…þá erum við með þennan kassa fyrir alla kubbana, og eina bílabraut…

14-2014-03-19-180045

…og hjólakassa fyrir púslin.  Honum finnst æði að koma heim úr leikskólanum, planta sér á teppið og púsla, og púsla og púsla…

15-2014-03-19-180053

…allt óbreytt á kommóðunni…

20-2014-03-19-180217

…og á Sigurd-i

21-2014-03-19-180239

…og þannig var það…

24-2014-03-19-180316

…vona að þið eigið yndislegan dag 

25-2014-03-19-180321

 

 

 

4 comments for “Mjúka deildin…

  1. Halla Dröfn
    20.03.2014 at 10:04

    Svo fínt alltaf hjá ykkur 🙂 vildi óska að mínir drengir væru svona duglegir að ganga til 😉 en ég þarf klárlega að fá mér svona kassa undir púslin – finnst þau alltaf enda út um allt og passa illa í hillur 😉
    kveðja úr ruslakompunni á Seyðis 😉

  2. Margrét Helga
    20.03.2014 at 12:36

    Krúttlegt herbergið hans 🙂 Væri svo til í að mínir drengir væru duglegri við að ganga frá eftir sig en þeir eru algjörir legosjúklingar og eru alltaf “alveg að fara að nota” það sem er út um allt 😉 Næst á dagskrá er að kaupa skrúfuskáp undir allt legoið 😉

  3. Guðrún
    20.03.2014 at 18:52

    Æðislegir búningar hjá ykkur, amman sérstaklega skemmtileg. Og mér finnst líka úlfurinn sem étur ömmuna frábær.

  4. Vaka
    21.03.2014 at 16:54

    Ég hló upphátt, æðisleg fjölskylda 🙂
    Fallegt herbergið litla mannsins.

Leave a Reply to Halla Dröfn Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *