Fermingarborð…

…er mál málanna í dag!

Sáuð þið sérblaðið um Fermingar með Fréttablaðinu í dag?

1-Fullscreen capture 13.3.2014 085435-001

…þannig að ég ákvað að deila með ykkur nokkrum myndum til viðbótar…

01-2014-02-24-120912

Hugsunin á bakvið borðið var að stíga aðeins frá þessu hefðbundna bleika og bláa þeman sem er svo oft ríkjandi í fermingarskreytingum….

02-2014-02-24-120938

Það er oft skemmtilegra að kaupa hluti sem að hægt er að nýta áfram, eins og í þessu tilfelli fallegi dúkurinn sem kemur frá Púkó og Smart, og kemur til með að vera notaður aftur og aftur.  Hann er fallegur með svona vintage script, og hlutlaus í lit, þannig að þú getur poppað hann upp með alls konar litum…

03-2014-02-24-120942

Samansafn af alls konar hvítu leirtaui er blandað saman, og sömuleiðis alls konar kertastjakar.

Þetta er spurning um að nýta það sem til er, safna saman alls konar kertastjökum frá ættingjum og vinum, safna saman ýmsum hvítu leirtaui – samansafn af ýmsu er skemmtilegt og spennandi saman á borði…

04-2014-02-24-120947

…krossinn á Maríustyttunni er skírnarkrossinn minn (af því að ég er sko fermingarbarnið)…

05-2014-02-24-120957

…upprúllaðar blaðsíður undir glerkúpli eru nú aldeilis “ódýrt” borðskraut…

06-2014-02-24-121012

…Nýja Testamentið er frá 1906, svo fallegar svona gamlar bækur…

07-2014-02-24-121020

 Í þessu tilfelli notaði ég pappírskúlur (sem fást líka í Púkó og Smart) í daufum bleikum litartóni, og fallegum dauðfum limegrænum…

08-2014-02-24-121022

Maríu-styttan sem stendur á borðinu er trúartákn og fallegt að nota svoleiðis á fermingarborð, sömuleiðis er talnaband sem að hangir á einum glerkúplinum….

09-2014-02-24-121031

…ef þið eigið glerkúpla þá er um að gera að máta þá á hvaða diska sem er.  Sem sé ef þú vilt vera með bláa diska þá bara máta kúplana sem þú átt við þá 🙂

10-2014-02-24-121033

…gamlir barnaskór…

11-2014-02-24-124004

Það er nauðsynlegt að ná ákveðinni hæð á hvaða matarborð sem er, í þessu tilfelli var notaður tveggja hæða diskur, en þú gætir líka notað gamlar bækur, gamlar ferðatöskur, eða kassa (málaða eða bara breytt yfir þá)…

12-2014-02-24-124027

…elska þennan dúk, og elska túlípanana…

13-2014-02-24-130129

Blóm gefa líka svo fallega liti á hvaða borð sem er…

15-2014-02-24-155708 16-2014-02-24-155712

Blöndum saman, nýtum gamalt og njótum þess að skreyta borðið með hlutum sem að tengjast fermingarbarninu og sögu þess.

17-2014-02-24-155718

…ef þið viljið skoða Fermingar-blaðið í heild sinni, þá smellið þið hér!

18-2014-02-24-155735

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Fermingarborð…

 1. Edda Björk
  13.03.2014 at 10:10

  ohh …þú ert svo sniðug .. og orðin “heimsfræg” á Íslandi 🙂 Knúz .. Edda

 2. Guðrún
  13.03.2014 at 10:33

  Svo fallegt eins og allt sem að þú gerir:)

 3. Margrét Helga
  13.03.2014 at 11:00

  Sá´ða!! Þ.e. viðtalið við þig í fréttablaðinu! Snillingur 😉

 4. Ásdís Erla
  14.03.2014 at 00:30

  Flott 🙂 …hvar fær maður svona pastellitaðar pappakúlur? 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   14.03.2014 at 00:37

   Í Púkó og smart, rétt eins og dúkurinn 🙂

 5. Dóra Hrund
  14.03.2014 at 07:20

  Þetta er rosalega flott. Hvar er hægt að fá tertudiskinn með glerlokinu, hann er æðislegur 🙂

 6. Kolbrún
  14.03.2014 at 08:54

  Glæsilegt eins og alltaf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.