Hitt og þetta á miðvikudegi…

…jebbs, svona er ég villt stelpa!

Bara tek miðvikudaginn, sný hann niður og hendi inn á hann dagskrálið sem er venjulega á föstudegi, úje…

03-2014-03-12-183340

…loksins er uglumyndin eftir elsku Ellu-ofur-snillings-frænku komin í ramma inni í herbergi dömunnar.  Mér til varnar þá voru þessir rammar uppseldir í Ikea og nýkomnir aftur…

02-2014-03-12-183321

…en ég held að hugsanlega sé eitthvað rangt við það að elska mynd svona mikið 🙂

04-2014-03-12-183346

…talandi um uglur þá flögraði þessi fína frú hingað inn…

05-2014-03-12-183420

…sérlega yndisleg og vintage, gjöf frá elsku systur minni 

06-2014-03-12-183425

…algjörlega dásamleg!

07-2014-03-12-183453

…nú fyrst að ég er búin að sýna ykkur tvær uglur, þá er best að sýna líka tvær Maríur…

08-2014-03-12-183534

…sú stærri hefur sést áður en sú minni er ný…

09-2014-03-12-183539

…en þegar ég fékk hana í mínar hendur þá leit hún svona út og kostaði 200kr…

1-2014-02-15-140921

…annað pínu sniðugt á bakkanum er þetta hér…

10-2014-03-12-183545

…það er nefnilega snilld að vera með vítamín (eða liðamín fyrir gamla hundinn) ofan í svona litlum skrautkertaglösum, þá sjást þau ekki en eru alltaf við hendina…

11-2014-03-12-183559

…ein gleði dagsins, að vera búin með risa Bónus-ferðina, þið vitið þessa stóru leiðinlegu, og þá eru allar krukkur fullar…

15-2014-03-12-183651

…og reynið að sjá ekki þessa lengst til hægri, eða okey þá…

16-2014-03-12-183653

…jemin já, sukkkrukkan – svoleiðis þarf að vera til á hverju heimili 🙂

17-2014-03-12-183656

…þennan gamla veggplatta gaf mamma mér…

18-2014-03-12-183701

…ásamt tveimur öðrum, svo flottur og fínn…

19-2014-03-12-183709

…og þannig var svo þessi stuttpóstur dagsins…

20-2014-03-12-183739

…ósköp lítill og vænn – en svo á morgun – þá kemur til sögunnar gjafaleikur – ójá!!!! 

21-2014-03-12-183746

…ps. þessi er líka lítill og vænn, og ósköp sætur, en verður ALLS EKKI gefinn í gjafaleiknum.
Langaði bara að monta mig af honum aðeins 

23-2014-03-11-170525

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Hitt og þetta á miðvikudegi…

 1. Halla
  12.03.2014 at 21:45

  Krúttpóstur og myndin af litla manninum er nàttúrulega mesta krúttið 🙂
  kveðja frà stràkamömmu

 2. María
  12.03.2014 at 21:58

  Þessi litli og sæti er nú bara alls ekkert svo lítill lengur en sætur er hann.

  Maríu styttan er orðin rosa fín hjá þér og allt hitt í póstinum er líka fínt.

  Kveðja önnur strákamamma

 3. Inga
  12.03.2014 at 23:25

  Hæ.. Alltaf svoooo flott hjá þér, tær snillingur!

 4. Margrét
  12.03.2014 at 23:46

  Hvaðan eru stóru glerkrúsirnar sem þú notar undir morgunkornin, svo flottar? 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   13.03.2014 at 00:08

   Stóra Cheerios-krukkan, á skenkinum, er frá Húsasmiðjunni. Sömuleiðis ein af hinum krukkunum, en svo eru tvær frá Aff.is 🙂

   Þetta hljómar svo flókið!!

 5. Svandís J
  13.03.2014 at 08:21

  notalegt að lesa/skoða með kaffibollanum… og litli maðurinn, hvernig er ekki hægt að vera montin með svona flottan peyja 🙂

 6. Margrét Helga
  13.03.2014 at 08:22

  Bara snilld 🙂 Allt í lagi að taka svona sveigju og láta föstudagspóst koma á miðvikudegi….nema kannski fyrir þær sem að nota póstana þína sem dagatal og halda þar af leiðandi að það sé laugardagur í dag 😉

  Og bara sætastur litli maðurinn þinn 🙂

 7. Vaka
  13.03.2014 at 16:32

  Flottur póstur ! Ein spurning þó…. hvernig breyttir þú Maríunni?

  Svo langar mig að þakka fyrir alla hina skemmtilegu póstana 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   14.03.2014 at 00:38

   Sæl Vaka og takktakk,

   bara með sprey-i, mjög einfalt 🙂

 8. Vaka
  17.03.2014 at 16:48

  Verð að prufa það, þetta er alveg gordjöss 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.