Ber er hver á bakhlið…

…nema pappír eigi!

Er ekki annars máltækið þannig?

Eins og glöggir lesendur hafa kannski séð og komist að í gegnum tíðina þá hef ég gaman af því að breyta, og ég geri það oft og reglulega.  Þess vegna finnst mér alltaf jafn gaman að finna litlar, einfaldar og ódýrar lausnir til þess að breyta hjá mér.

Þessi póstur er um svoleiðis stöff!
Munið þið eftir þessum hérna skáp?
Jájá ég veit, allir komnir með nóg af þessu…

01-2014-02-26-182633

…því ákvað ég að prufa pappírinn sem ég fékk í Púkó og Smart, eins og ég notaði á kollinn hér

02-2014-02-26-183314

… mér fannst það eitthvað svo busy, þannig að ég prufaði þennan hér – jáááááááá…

03-2014-02-26-183609

…skar pappírinn í sundur í miðjunni og festi inn í skáp.  Teip á bakhlið (til að varna fitublettum – gamalt trix frá því maður veggfóðraði með Bravo-plagötunum hérna í denn) og svo bara kennaratyggjó, lítið og létt…

04-2014-02-26-195800

…og þannig var það nú!
Einfaldara verður það vart…

05-2014-02-26-200239

…svo er bara alls konar stöff í skápnum, en mikið af skálunum mínum – þarf kannske að grisja smá…

06-2014-03-11-160343

…en þetta gefur smá skemmtilegan kontrast í bakhliðina – sem er gott og gaman…

07-2014-03-11-160348

…kannski er líka hægt að segja að hann verði að eins meira svona vintage-y, eða hvað?

08-2014-03-11-160355

…í það minnsta er þetta sniðug breyting, sem er ódýr og einfalt að breyta aftur…

09-2014-03-11-160401

…svo mætti þess vegna setja einhvern kreisí pappír í bakið til þess að brjóta þetta hressilega upp…

10-2014-03-11-160403

…svo ein silly spurning:  Er það bara ég sem finnst silfrið vera fallegra þegar að það er aðeins farið að falla á það?
Mamma fær alltaf taugaáfall hérna heima og biður Guð að blessa sig þegar að hún sér silfrið mitt, en mér finnst það svo ósköp fallegt svona gammel-looking…

11-2014-03-11-160411

…skrautlímbönd eru til margs nýtileg…

12-2014-03-11-160423

…hérna sést hvernig listinn “sker” pappírinn…

13-2014-03-11-160429

…og svo er álíka breið hvít rönd sitt hvoru meginn, ekki af vilja – bara vegna þess að pappírinn var ekki nógu breiður – en mér fannst það koma vel út …

14-2014-03-11-160432

…og þetta er sagan af litlu bakhliðabreytingunni!

Einfalt ekki satt?

Like eður ei?.

15-2014-03-11-160449

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Ber er hver á bakhlið…

 1. 11.03.2014 at 19:45

  Svona sniðugar litlar breytingar gera svo mikið! Annars líkar mér vel við skemmtilega blöndu af sígildri og nýtísku íslenskunni “Like eður ei!”, haha 🙂

  • Berglind
   11.03.2014 at 21:05

   Þetta er æði !! Hvar fékkstu pappírinn? 🙂 Fékk einmitt prufu af fyrri pappírnum í Garðheimum um daginn og mátaði inní Ikea-diskahilluna sem við vorum að setja upp (svona er maður orðinn Dossaður) en sammála að hann er of ‘busy’. Hinn steinliggur 🙂

   • Soffia - Skreytum Hús...
    11.03.2014 at 22:37

    Þessi er úr Borð fyrir tvo, á Laugarveginum 🙂

    Haha…..dossaður! Oi loik it!

 2. Margrét Helga
  11.03.2014 at 21:14

  Pottþétt læk á þetta!! Hvítu rendurnar í hliðunum samsvara listanum í miðjunni algjörlega. Setur mjög flottan svip á skápinn þótt þessi breyting sé ekki greinileg.

 3. Brynja
  11.03.2014 at 21:17

  Brillíjant! Verð að prófa

 4. Fanný
  11.03.2014 at 21:34

  Ótrúlega skemmtilegt og flott. Elska þegar hægt er að gera svona smart breytingu á einfaldan og ódýran hátt 🙂

 5. Hófí
  12.03.2014 at 08:32

  Ekkert smá flott. hef einmitt verið að velta því fyrir mér að “létta” á brúnum skáp sem ég á með svipuðum aðgerðum…
  Finnst skápurinn minn of fallegur til að vilja mála hann (þó að ljóst passi betur inn hjá mér) en væri til í að reyna að hressa aðeins upp á hann…

Leave a Reply

Your email address will not be published.