Tímavélin…

…eða svona næstum.  Mér líður eins og ég hafi dottið aftur í tímann, alla leið til 192ogeitthvað.

Ég er búin að vera að fara yfir kassa af skjölum og ljósmyndum frá henni móðursystur minni, og einnig frá ömmu og afa.  Það kemur sem sé í ljós að það er fólk, mitt fólk, sem að geymir allar kvittanir og allt það sem til fellur.  Þess vegna líður mér eins og ég hafi stigið aftur í tímann og þar er ég nú.

Ég ákvað að taka nokkrar myndir og deila með ykkur, bara svona að gamni…

02-2014-03-10-153249

…þessi hópmynd er brillijant – hún er tekin í kringum 1920 og á henni trónir hún amma mín, efst fyrir miðju og afi er annar frá hægri.  Það sem mér finnst merkilegast við þessa mynd er að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé mynd af henni ömmu að gera eitthvað annað en að hugsa um fjölskylduna.  Hún er sem sé í skemmtiferð, útreiðartúr og þetta er væntanlega þegar að hún og afi voru að draga sig saman…

03-2014-03-10-153259

…þessi mynd er tekin um miðja seinustu öld í Köben.  Þetta er hún móðursystir mín og nafna, og er svo dásamlega stylish og flott…

04-2014-03-10-153319

…hér sést hún síðan með honum afa, en hann er hægra megin við hana (ljós föt) og þetta hefur verið mikið ævintýri fyrir hana – að fá að fara með afa á æskuslóðirnar, en hann var danskur bakarameistari…

05-2014-03-10-153330

…hér sjást þrír félagar í veiði, dáist að tjaldinu og græjunum – einfaldari tímar, svo mikið er víst…

07-2014-03-10-153423

…systur hennar mömmu og vinkonur þeirra á skíðum.  Þetta dregur upp alls konar spurningar um hvort að konunum hafi ekki orðið kallt??  Elskan, er farin á skíði – ætla að bregða mér í skíðaskyrtuna mína, svona rétt á meðan…

08-2014-03-10-153439

…síðan voru alls konar gömul kort, eins og þetta…

09-2014-03-10-153508

..og þetta dásemdarjólakort…

10-2014-03-10-153517

…frá 1948…

11-2014-03-10-153532

…þetta fannst mér skemmtilegt…

12-2014-03-10-153547

…og þetta var algjörlega himneskt að mínu mati…

13-2014-03-10-153618

…þetta fannst mér lítið og krúttaralegt…

14-2014-03-10-153640

…og svo falleg rithönd sendandans…

15-2014-03-10-153647

…eða krúttaralegt kort fyrir tilkynningu um barn á leiðinni…

16-2014-03-10-153700

…eins og áður sagði var hann afi bakarameistari…

17-2014-03-10-153738

…frekar krúttlegt að fá svona kleinustimpil í hvert sinn sem iðgjöldin voru greidd 🙂

18-2014-03-10-153804

…þessa mynd þarf ég að skanna inn og deila með ykkur betur, en hin móðursystur mín er mikill íþróttafrömuður og hún var að kenna þessum ungu stúlkum dans, og þessi mynd er tekin á jólasýningunni.

Yndislega falleg mynd!

19-2014-03-10-153840

…þetta var jólabréf sem var send á milli landa um miðja öldina…

24-2014-03-10-154038

…og þegar að það var opnað þá varð það svona…

25-2014-03-10-154100

…sjáið þið bara!  Svo fallegt, Litla stúlkan með eldspýturnar…

26-2014-03-10-154104

…ung Soffia heldur út í heim og skrifar bréf um það sem fyrir augu ber!

Takið sérstaklega eftir: …búðirnar, Vá maður!!!! 🙂

Snemma beygist krókurinn sem verða vill, og lengi býr að fyrstu gerð…

27-2014-03-10-154140 28-2014-03-10-154145

…þetta er hins vegar töluvert eldra, en þetta er frá henni mömmu minni til systur sinnar – ca 1945…

29-2014-03-10-154208

…svo var það þessi gersemi frá ca 1960:

Meðan við bíðum, leiðarvísir fyrir barnshafandi konur…

31-2014-03-10-154518

…hér er leikfimi fyrir barnshafandi konur.  Hvers vegnar þær þurfa að vera naktar á meðan hún er stunduð kom mér aðeins á óvart…

32-2014-03-10-154807

…eða þessi dásemdarstelling fyrir konur sem þjást af legsigi eða gyllinæð!

Húrra fyrir breyttum tímum 🙂

33-2014-03-10-154839

…en þetta er aðeins toppurinn á þessum antík-ísjaka…

34-2014-03-10-154911

…viljið þið fá að sjá meira???

Eru fleiri sem hafa jafn gaman af svona og ég?

35-2014-03-10-154915 36-2014-03-10-154923

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Tímavélin…

  1. Sigga Rósa
    10.03.2014 at 20:46

    Vá þvílíkur fjársjóður sem þú hefur fundið, kortin eru bara dásemd og myndirnar þær búa yfir svo mikilli sögu, það væri yndislegt að fá að sjá meira 🙂

  2. Jóna Maja
    10.03.2014 at 20:54

    Yndislegt að sjá þessi gömlu kort. Þetta hefur allt svo mikla sögu. Og barnafötin þarna síðast…………………………………………..áekki til orð.

  3. Bryndís
    10.03.2014 at 20:57

    Þetta er algjört æði, gaman af þessu

  4. Greta
    10.03.2014 at 21:12

    Þetta er ómetanlegur fjársjóður sem þú ert með þarna. Myndirnar (elska að sjá fötin), kortin og bréfin, ja hérna.
    Ég elska svo gamalt dót og ég held svei mér þá að áhuginn hafi aukist með árunum 🙂

  5. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    10.03.2014 at 21:18

    Þetta gæti hafa komið upp úr gömlum konfektkassa frá móður minni! Svona geymdi hún allt vel 🙂
    Gaman að sjá svona gersemar.
    Kveðja, Þorbjörg.

  6. 10.03.2014 at 21:20

    Yndis, ég elska að grúska í svona gömlu dóti!

  7. 10.03.2014 at 21:37

    Dásamlegt! Ég er ægilega hrifinn af þessu gamla dóti og veit ekkert betra en að sökkva mér ofan í gömul myndaalbúm eða gömul bréf og póstkort 🙂

  8. Svandís J
    10.03.2014 at 21:49

    Get trúað að þú hafir týnt þér í þessum fjársjóði 🙂

  9. Anna sigga
    10.03.2014 at 21:53

    Herre gud….dásemd og gersemar, jolakortin eru æði og virkilega gaman að sjá fatatískuna á gömlu ljósmyndunum .

    Já takk gaman að fá sjá Meira 🙂

  10. Guðný Ruth
    11.03.2014 at 09:23

    Jemundur minn hvað það hlýtur að vera gaman að gramsa í svona gömlu og fallegu dóti. Ofboðslega er þetta allt saman vel með farið, skemmtilegt að fjölskyldan þín skyldi geyma svona hluti.
    Annars er ég í kasti yfir skíðaskyrtunum – dáldið erfitt að hlæja ekki hérna í vinnunni en ég held að það sé ekki ætlast til þess að ég stelist á bloggið þitt á vinnutíma (skil ekkert í því samt! Gerir mig örugglega að betri starfskrafti þar sem það bætir, hressir og kætir!)

    Takk fyrir mig og sovvvví hvað ég er löt að kommenta. Skoða samt alltaf. Ég lofa.

  11. Margrét Milla
    11.03.2014 at 10:24

    Gersemar
    Ég er svo heppin að hafa rambað á svona gersemar um daginn þegar við tæmdum íbúðina hennar mömmu, og þetta er ómetanlegt og gladdi mig mikið um leið og ég spanderaði nokkrum tárum yfir þessu líka þegar maður rakst á rithönd fólks sem er farið en stóð manni nærri.

  12. Anna Sigga
    11.03.2014 at 10:51

    Þetta er með skemmtilegri bloggun sem ég hef séð. Nauðsynlegt að halda í söguna 🙂

  13. Margrét Helga
    11.03.2014 at 11:33

    Frábærar myndir og kort. Man eftir mynd af öfum mínum fyrir framan svona tjald, einmitt í veiðiferð 🙂 Og gullfalleg jólakortin!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *