Besti vinurinn…

…er þessi hér!

05-2011-05-22-195543

Þetta er hann Raffi okkar, hann er að verða 15 ára í ár.  Hann er dásamlegur hundur og hefur verið okkar besti vinur síðan 1999.  Þannig að þetta er orðinn ansi hreint langur tími sem við höfum verið svo heppin að njóta hans.

07-2013-06-13-200530

…þessi hundur geltir aldrei, urrar aldrei og glefsar aldrei.  Þar sem að árin eru orðin allmörg þá er hann hinsvegar orðinn heyrnalaus, og er algerlega sannfærður um að hann megi nánast hvað sem er – og reyndar er það eiginlega þannig.  Við erum ekki að skamma þennan yndislega öldung, við erum bara að elska hann 

03-2009-12-18-190938

…hann Raffi fylgir mér nánast hvert fótmál hérna innanhúss, og þá komum við svoldið að efni póstsins. Ég var nefnilega að fara yfir myndir og mér fannst þetta svo dásamlegt eitthvað.

Skrifstofa mynduð…

10-2014-01-21-111308

…og þegar ég er búin að taka nokkrar myndir, þá er hann kominn.  Þarna liggur hann líka öll kvöld þegar að ég er að vinna í blogginu…

17-2014-01-21-111402

…forstofa mynduð, og já kommóðan er orðin svört…

11-2014-01-21-112556

…og skömmu síðar, þegar ég er að mynda forstofu úr þvottahúsi, þá er vinur minn kominn…

19-2014-01-21-112544

…stofan mynduð…

14-2014-01-21-153115

…elsku Raffinn minn mættur…

16-2014-01-21-161241

…þvottahús myndað…

15-2014-01-21-160835

…og nei sko, hver er kominn 🙂

18-2014-01-21-160946

…þetta er svo sem ekki merkilegur póstur – en þetta er föstudagspælingin mín.

Vináttan sem að hundurinn þinn veitir þér er algerlega skilyrðislaus.
Hann þráir ekkert heitar en að fá að vera nærri þér.
Hann tekur á móti knúsum, jafnt sem tárum og mætir því öllu af sama jafnaðargeðinu.

08-2013-09-07-190549

Þess vegna langaði mig bara að lýsa yfir ást minni á Raffanum okkar 

09-2013-07-27-144412

…og óska ykkur öllum góðrar, og yndislegrar helgar!
Njótið þess að vera til og takk fyrir að lesa 

12-2014-01-21-120148

16 comments for “Besti vinurinn…

  1. Brynja Vilhjálmsdóttir
    07.03.2014 at 08:09

    Mikið dásamlega er þetta falleg kveðja. Raffi er heppinn að hafa fengið jafn góða eigendur sem bera jafn mikla væntumþykju, virðingu og ást til hans líkt og þið gerið greinilega 🙂

    Kv.

  2. Sigga Rósa
    07.03.2014 at 08:25

    Yndislegur föstudagspóstur hjá þér 🙂

  3. Hjördís Inga
    07.03.2014 at 09:07

    …ég á tvær vinkonur…
    elska þær án skilyrða til baka

  4. Hjördís Inga
    07.03.2014 at 09:10

    …kalla þær heiðursvörðinn og lífvörðinn ein fylgir mér um allt en hinn fylgist með mannaferðum og gætir húss og ibúa…

  5. Fanný
    07.03.2014 at 09:12

    Fallegt 🙂

  6. Gulla
    07.03.2014 at 09:55

    Falleg orð til besta vinarins 🙂 Við erum með tvo sem eru líka bestu vinir hvors annars þó þeir séu eins og svart og hvítt (í bókstaflegri merkingu). Það er líka svo dýrmætt og gefandi fyrir börn að umgangast dýrin !

  7. Margrét Helga
    07.03.2014 at 10:02

    Yndislegur póstur hjá þér. Ég ólst einmitt upp með hunda á heimilinu. Fyrst íslenskur blendingur, alveg yndisleg…hét Snotra. Svo gul Labrador tík sem var aldrei kölluð annað en Labba. Hún var líka frábær og dýrkaði pabba algjörlega! Svo átti bróðir minn gulan Golden Retriever sem varð 17 ára og hann var líka yndislegur.

  8. Berglind
    07.03.2014 at 11:31

    Ji hvað þetta er fallegur póstur, ég fékk nánast tár. Raffi er ekkert smá heppin að eiga ykkur 😀

  9. Anna sigga
    07.03.2014 at 13:36

    Bjútíí 🙂

  10. Jenný
    07.03.2014 at 13:56

    Hvaðan er hann Raffi þinn? Við erum nefninlega með einn svona öldung í fjölskildunni sem er svo ofsalega líkur honum að mér datt í hug að þeir væru jafnvel bræður 🙂

  11. Vala Sig
    07.03.2014 at 14:33

    Dásamlegur hann Raffi ykkar. Og þið heppin að eiga hann og hann ykkur

  12. Margrét
    07.03.2014 at 22:18

    Yndislega fallegur hundur – ég fékk bara tár við að sjá myndirnar. Sérstaklega finnst mér mynd 2 falleg. Maður sér alveg hvað hann er dásamleg vera. Takk fyrir að deila þessu með okkur og mikið áttu fallegt heimili.

  13. Ragnhildur
    08.03.2014 at 07:10

    Yndislegur póstur, yndislegur hundur og greinilega yndisleg fjölskylda…..fallegt að lesa svona post þar sem maður finnur hvað væntumþykjan er mikil á báða boga. ❤❤bara fallegt

  14. Anonymous
    10.03.2014 at 22:34

    Awww yndislegur póstur..*snökt *

  15. (",)
    10.03.2014 at 22:36

    (“,)

  16. Sigurborg
    12.03.2014 at 16:00

    Ó hvað hann er yndislegur, maður sér bara hvað hann er gamall og vitur 🙂

Leave a Reply to Sigga Rósa Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *