Fonts skiltanámskeið…

…er pjúra snilld sem ég brá mér á í fyrrakvöld!

16-2014-02-24-200039

Þið hafið örugglega allar séð skiltin hennar Maggý í Fonts, sem eru seld hjá Fonts (heimasíða og Facebook) og auðvitað víðar.

04-2014-02-24-184409

Haldið ekki bara að skvísan hafi ákveðið að halda námskeið þar sem að hún kennir skiltatöfrana sína og þar sem að ég þjáist af skiltablæti á háu stigi, þá stökk ég af stað.  Myndavélin var með í för og ég smellti af nokkrum myndum…

13-2014-02-24-200006

…þegar þú mætir þá færðu að velja úr nokkrum týpum, og það ættu allir að finna eitthvað sem heillar…

01-2014-02-24-183341

…þetta er alveg snilldar kvöld sem úr þessu verður…

02-2014-02-24-183348 03-2014-02-24-183353

…og Maggý er náttúrulega bara snilli í því sem hún gerir…

05-2014-02-24-184420

…skilti að fæðast 🙂

07-2014-02-24-185933

…svo er alltaf skemmtilegt að kynnast nýjum og skemmtilegum dömum, sem hafa gaman af því að skapa og búa til fallega hluti…

08-2014-02-24-185940

…ótrúlega flott hjá einni dömunni!

09-2014-02-24-195932

…sami texti og litur, en allt öðruvísi, sem sýnir bara hversu skemmtilegt það er að útbúa svona – og hvað þau verða ólík eftir því hver vinnur þau…

10-2014-02-24-195940

…hér sést t.d. hún Stína Sæm (frá Svo margt fallegt blogginu) og hún er sérlega einbeitt…

11-2014-02-24-195946

…svo falleg skilti sem urðu til þetta kvöldið…

12-2014-02-24-195954

…og af nógu er að taka, því að Maggý er frumkvöðull í skiltagerðinni á íslensku og hefur skapað endalaust af flottum útfærslum af textum…

14-2014-02-24-200008

…þar að auki sýndi hún okkur dásemdarskáp sem hún var að gera…

17-2014-02-24-203057

…sem verður að segjast að er einn af flottustu mublum sem ég hef séð!

18-2014-02-24-203127

…geggjaður!

19-2014-02-24-203131

…hér sjáið þið síðan Maggý og hina snillinga ásamt dýrgripunum sem þær útbjuggu sér  ♥

21-2014-02-24-214241

…ég mæli með því að þið kannið málið og kíkið á námskeiðin hjá henni Maggý…

* smella hér fyrir fullorðinsnámskeið *

 * smella hér fyrir krakkanámskeið *

…annars er líka hægt að senda henni póst á fonts@fonts.is

15-2014-02-24-200019

…og svo bara ein enn, því hann er svo flottur!

20-2014-02-24-203205

 

 

5 comments for “Fonts skiltanámskeið…

  1. Margrét Helga
    26.02.2014 at 11:08

    Vá…mig langar á svona skiltanámskeið!! 😀 Hvernig voru/var þín/þitt skilti?

  2. Halla
    26.02.2014 at 19:04

    Ótrúlega flott, mikið vildi ég að þetta væri í boði fyrir norðan

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.02.2014 at 20:16

      Halla,

      Þú ættir bara að hafa samband við hana Maggý, ef það næst í heilt námskeið þá fer hún örugglega til ykkar 😉

      Kær kveðja
      Soffia

  3. Hjördís Hrönn Hauksdóttir
    29.04.2014 at 13:22

    Sæl Maggý. Mig langar að vita hvenær þú ert með námskeið og hvað það kostar.
    Kveðja Hjördís

  4. Hafdís Björgvins
    07.10.2014 at 00:07

    Sæl Maggý
    Hvar ert þú með námskeið
    og ferð þú út á land?

    Mbk.Hafdís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *