Vasafyllir…

…eða krukkufyllir, eða hvað sem þið viljið kalla það 🙂

07-2014-02-17-145702

Ég er hrifin af glerkrukkum, sláandi og sjokkerandi fréttir fyrir ykkur sem lesið bloggið að staðaldri.  Hins vegar er erfiðara að finna hluti til þess að setja í krukkurnar svona þegar að vetri lýkur.  Ég hef notað mikið gerviepli, upprúllaðar blaðsíður og alls konar snæri og þess háttar.  En núna um daginn gerði ég smá uppgvötun.  Þannig er mál með vexti að mér finnast afsakaplega fallegir gamlir nytjahlutir, eins og gamli brúsinn í hillunni þarna.  

3-2014-02-14-113531

Eða eins og gamlar saumavélar, myndavélar og þess vegna straujárn.  Ég var síðan að bardúsa ofan í skúffu hjá okkur og fann poka sem var fullur af eldgömlum smákökuformum frá ömmu/mömmu.  Þetta var í raun orðið of sjúskað til þess að nota, aðeins komið ryð og svona vesen, en af einhverri ástæðu þá tímdi ég aldrei að henda þessu frá mér.  

08-2014-02-17-145731

…það lá því beinast við að sturta þessu öllu ofan í krukkuna sem stóð einmanna og leið og fylla hana af kökuformum…

09-2014-02-17-150146

…setti reyndar eitt lítið blúndukefli með, svona til þess að mýkja þetta aðeins…

10-2014-02-17-150150

…og í snæri utan á krukkuna setti ég líka gamlan lykil…

11-2014-02-17-150156

…þarna sjáið þið aðeins hversu skemmtilega ryðgað þetta er orðið, en þetta er líka alveg stórskemmtilegt til að hafa svona í krukku, ekta vintage fílingur…

12-2014-02-17-150201

…hvað haldið þið, eigið þið gömul ryðguð kökuskraut sem vantar nýtt heimili?

14-2014-02-17-150224

…eða er ég ein um að fíl´etta? 🙂

13-2014-02-17-150207

6 comments for “Vasafyllir…

  1. Anna sigga
    24.02.2014 at 14:09

    Nei þú ert ekki ein um að finnast þetta flott 😉

  2. Margrét Milla
    24.02.2014 at 15:10

    Nei þú ert sko ekki ein um að fíledda, ég á eldgömul bökunnarform sem taka pláss í skápunum hjá mér en eru einmitt ryðguð og krúttileg, var að spá í að gera loftljós úr þeim í eldhúsið en held þau séu ekki nógu djúp til að verða flott í það, en ekki vil ég henda þessum gersemum og þær komast ekki í krukku …….. hjálp?

  3. Margrét Helga
    24.02.2014 at 15:10

    Nehei, þú ert sko ekki sú eina sem fílar þetta…ekkert smá góð hugmynd!!

  4. Kolbrún
    24.02.2014 at 15:32

    Flott frábært hugmyndaflug.

  5. María
    24.02.2014 at 17:30

    Þetta kemur mjög vel út hjá þér og alveg stórsniðugt.

  6. Guðrún H
    24.02.2014 at 20:11

    Þetta er flott, nú þarf ég að rannsaka skápana hjá mömmu, ég er nokkuð viss um að eitthvað svona góðgæti leynist þar.

Leave a Reply to Guðrún H Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *