Föstudagur – hitt og þetta…

…því að það er víst kominn föstudagur, enn á ný!

Vikan hefur að sjálfsögðu verið tileinkuð afmælinu hjá stóru stelpunni minni, þannig að póstarnir hafa verið litaðir af þeim.

Núna koma bara nokkrar myndir af hinu og þessu, svona til þess að setja tóninn fyrir helgina…

01-2014-02-18-104902

…það er svo fyndið að þegar að ég pakkaði niður jólunum, þá var ég alls ekki reddí að losa mig við allt dótið.  Hins vegar núna finn ég að daginn er tekið að lengja og birtan varir lengur við.  Þá langar mig að lýsa og koma með léttari hluti, og liti inn í húsið.

Ég fékk t.d. þessa indælisvírhettu í Litlu Garðbúðinni, og ég setti græn epli innan í – instant vor, ekki satt?

1-2014-02-14-113518

…og þess vegna ákváð ég líka að taka ljósaseríuna úr glerskápnum, sakna reyndar birtunnar en leysi það kannski á annan hátt síðar…

02-2014-02-18-104915

…þar að auki bætti ég við þriðju hillunni innan í, þær fylgdu þrjár með, en til að byrja með þá notaði ég bara tvær…

27-2014-02-14-113432

…og mér finnst endalaust gaman að raða þarna inn.  Sérstaklega finnst mér fallegt að vera bara leirtauið, eins og uppáhalds skálarnar og silfrið sem þarf að pússa (en elsku mamma, mér finnst það flott svona antík-legt)…

28-2014-02-14-113550

…síðan fékk ég ljónaskálarnar með lokinu í Evítu á Selfossi, á útsölu núna um daginn.  Eins fann ég sósukönnuna í þeim Góða um daginn…

29-2014-02-14-113605

…hvítt og silfur, og auðvitað myntu blágræni liturinn minn – þetta líkar mér…

30-2014-02-14-122809

…og ég verð að segja að mér finnst sósukannan alveg sérstaklega falleg…

2-2014-02-14-113529

…og liturinn “minn” er afar fallegur á gömlu hitakönnunni, safa-flaskan sæta fæst í Litlu Garðbúðinni, eða í það minnsta fékkst þar…

3-2014-02-14-113531

03-2014-02-18-104949

…það verður síðan bara að segjast að allt verður svolítið fallegra þegar að maður á blóm í vasa/könnu…

24-2014-02-15-131342

…og túlípanar eru í sérstöku uppáhaldi  ♥

15-2014-02-17-150241

…þessi dásemdarkríli eru eins og perl-vélar, og það spítast algjörlega frá þeim listaverkin…

20-2014-02-15-162135

…svo ótrúlega fallegt hjá þeim…

21-2014-02-15-162142

…þegar að þið kaupið túlipanabúnt þá er sko allt í lagi að skipta þeim aðeins upp.  Ég fékk þessar flöskur í vírgrind í Rúmfó um daginn, á 500kr, og þær eru alveg kjörnar til þess að taka við stökum blómum…

22-2014-02-15-183141

…þessi skvísa fékk ugluhúfu í afmælisgjöf, okkur fannst þetta fyndið 🙂

23-2014-02-15-110011

…skálarnar mínar fallegu standa hérna á hitaplatta sem ég keypti í Góða fyrir löööööööngu síðan…

25-2014-02-15-150632

…það er svo fyndið að mér fannst þetta bara svona ok, en núna – ég bara ♥ þennan platta, hann er alveg orðinn uppáhalds…32-2014-01-31-001825

…sést ekki alveg nógu vel, en hann er svona myntugrænn á litinn, með gylltu í flísunum…

33-2014-01-31-001819

…en þannig varð þessi smápóstur aðeins lengri en hann átti að vera…

31-2014-02-14-122931

…en eins og sést þá er komið svona dass af “vori” inn í eldhúsið okkar, í eplum og kökudiskum og auðvitað hitabrúsa.  Nú er bara að halda áfram á sömu braut…

26-2014-02-14-113359

…eruð þið farnar að “vora” til heima hjá ykkur?

Annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi og gerið eitthvað ótrúlega skemmtilegt  ♥

04-2014-02-18-105103

 ♥ knúsar  ♥

 

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Föstudagur – hitt og þetta…

 1. Margrét Helga
  21.02.2014 at 09:22

  Oh, hvað það er gott að þú ert farin að blogga aftur 🙂 Saknaði þín og þinna skemmtilegu pistla 🙂

  Og að venju, flottur póstur 🙂 Hef alveg litið túlípanabúntin hýru auga en ekkert gert í að fá mér svoleiðis…þarf að láta verða af því…

 2. Hjördís Inga
  21.02.2014 at 09:22

  Takk fyrir alla fallegu póstana þína. Eigðu ljúfa helgi með þínu fólki í fallega sköpunarverki þinu <3

 3. Vala Sig
  21.02.2014 at 09:41

  Dásamlega fallegt hjá þér, góða helgi elska

 4. Svandís
  21.02.2014 at 12:50

  Þarna komstu með það, á einmitt slatta af 1960 eldhúsmósaíkflísum sem vantar tilgang í lífinu!

 5. Vaka
  21.02.2014 at 15:18

  Flott eins og alltaf, kannski ég taki þig til fyrirmyndar og láti vora aðeins á heimilinu, en verð ég þá að fækka hreindýrunum? 🙂

 6. Birgitta Rós
  21.02.2014 at 17:15

  Ó mæ.. ég gjörsamlega ELSKA heimilið þitt! 🙂

 7. Fríða D
  23.02.2014 at 19:53

  ooh vá hvað það er fallegt heima hjá þér … alveg dásemd 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.