8 ára afmælið #3 – DIY…

…eða í raun svona hvað er hvaðan og DIY.  Þetta leggst allt saman í eina hrúgu…

003-2014-02-15-131406

…þarna sést sitt hvað sem ég týndi saman, ekki var allt notað en sumt þó….

004-2014-02-15-131521

…upprunalega átti að gera tvær dúkkukökur, sem sé bæði Elsu og Önnu, en þar sem að Elsu-kakan var mig næstum ofurliði og ég var gjörsamlega búin á fondant-tauginni við að útbúa hana, þá ákveð ég bara að slaufa því að gera aðra köku – fjúúúúúúúúfffff…

006-2014-02-15-131530

…í Litlu Garðbúðinni fékk ég fallegu servétturnar sem að smellpössuðu við þemað og eru svooooooo fallegar á litinn…

4-2014-02-14-195309

…þaðan voru líka dúllu snúllufuglarnir…

035-2014-02-16-134413 - Copy

…sem og fánalengjan…

061-2014-02-16-144015

…svo fallegt ♥

057-2014-02-16-143952

…í Söstrene Greenes í Smáralind fékk ég m.a. þetta fallega kökuskraut, og svo auðvitað mini-sykurpúðana sem voru snilld sem snjór yfir borðið…

005-2014-02-15-131523

…auðvitað nýju uppáhaldsskálarnar mínar, sem fá sko ekki að vera inni í skáp, neineinei þær verða uppstilltar…

008-2014-02-15-131835

…þar að auki fékk ég líka æðislega límmiða…

3-2014-02-14-195301 6-2014-02-14-200103

…sem mér finnst snilld að nota á REKO-glösin frá Ikea, þau kosta bara 295kr fyrir 6 stk og eru svo mikið stöðugri en plastglös…

1-2014-02-15-221745

…og á þau festi ég límmiðana og úr verða snúlluleg glös með límmiðum sem passa við hvaða þema sem er 🙂

079-2014-02-16-145327 067-2014-02-16-144050 066-2014-02-16-144043

…kökuformin eru orðin nokkra ára gömul en fást enn í Ikea, sjá hér

011-2014-02-15-161444

…þessi snjókorn eru úr Megastore, og ég keypti þau fyrir jólin.  Kostuðu 5 saman 298kr…

009-2014-02-15-140626

…ég notaði spreyjin mín fínu frá Litalandi

2-2013-08-13-205458

…og úr urðu þessi snjókorn sem skreyttu ljósakrónuna…

058-2014-02-16-143957

…ég ætlaði fyrst að sækja fullt af hvítum snjókornunum sem eru venjulega á jólatrénu en varð bara sátt við að nota bara þessi, það varð líka ekki eins jóló…

059-2014-02-16-144002

….bara krúttuð finnst mér…

060-2014-02-16-144010

…kertastjakarnir voru gamlir og fengu að kenna á spreybrúsanum…

2-2014-02-09-223711

051-2014-02-16-143847 - Copy

…síðan átti ég þessar tvær skálar á fæti…

1-2014-01-28-180856

1-2014-02-09-223013

…og spreyjaði þær líka, yesyes the woman is spreycrazy!

096-2014-02-16-150015

…þar með held ég að þetta sé upptalið og flestum spurningum sé svarað!

Ef ég hef gleymt einhverju, þá bara spyrjið þið 🙂

♥ knúsar ♥

108-2014-02-16-160202

Þú gætir einnig haft áhuga á:

17 comments for “8 ára afmælið #3 – DIY…

 1. Margrét Helga
  20.02.2014 at 16:02

  Vá!! Flott hjá þér! Gott að fá svona flottar hugmyndir hvernig er hægt að gera margt fallegt og flott á einfaldan hátt 😀 Snilli 🙂

 2. halla
  20.02.2014 at 18:33

  Yndislega fallegt, ótrúlegt hugmyndaflugið hjà þèr

 3. Svandís J
  20.02.2014 at 19:04

  Æði…. allt með tölu! Nú fer ég að vera duglegri að splæsa í sæta límmiða sem er hægt að líma á glös.. svo einfalt en svooooo flott 🙂

 4. Guðbjörg Valdís
  20.02.2014 at 20:05

  Ótrúlega flott hjá þér! Og kakan er sjúúúklega flott 🙂

 5. Anonymous
  20.02.2014 at 20:07

  Allt rosalega flott hjà þér eins og alltaf. Frábært Blogg 🙂

 6. Sigurborg
  20.02.2014 at 20:08

  Æðisleg litasamsetning, þú veitir svo sannarlega innblástur fyrir komandi veisluhöld heimilisins 😉

 7. Lotta
  20.02.2014 at 20:11

  Æði eins og allt hjá þér

 8. Hjördís Arna
  20.02.2014 at 20:12

  Algjör snillingur! Snilld ad líma á glösin 🙂

  Kv.Hjördís

 9. Anna
  20.02.2014 at 20:41

  Ó jeminn hvað ég er að elska þennan bláa lit! Og míní sykurpúðana i my!

 10. gudkristur@gmail.com
  20.02.2014 at 20:42

  Alltaf svo gaman að skoða bloggið þitt, svo fallegt allt saman.

 11. Greta
  20.02.2014 at 21:08

  Bara æði!
  Já, og svo virkar þetta allt svo einfalt hjá þér 🙂

 12. Svala
  20.02.2014 at 22:42

  Æðislegt! Ég held að ég þurfi að horfa á Frozen 🙂

 13. Vilborg
  21.02.2014 at 00:32

  Rosalega flott hjá þér, fullt af innblæstri fyrir komandi veisluhöld 🙂
  Annars langar mig að vita hvar þú fékkst smjörkremstúpurnar og glimmerið”
  Kv. Vilborg

  • Soffia - Skreytum Hús...
   21.02.2014 at 01:34

   Takk fyrir Vilborg – ég keypti það í Allt í Köku 🙂

   Kær kveðja
   Soffia

 14. Sveinrún Bjarnadóttir
  21.02.2014 at 01:48

  Takk kærlega fyrir, að venju glæsilegar myndir,hefur greinilega verið ævintýralegt afmæli.Fæ aldrei nóg af að Skoða síðuna þína.Bara yndislegt;-)

 15. Anna Kristín
  21.02.2014 at 10:06

  Soffía, þú ert snillingur, ekkert smá flott!
  knús á þig

 16. Elva
  24.02.2014 at 13:31

  Sæl Soffía
  Þú ert nú alveg frábær.
  Getur þú sagt mér hvaða númer/nafn á litunum á spreyjunum þínum er/heita?Ætla að reyna að fá þau út send út á land til mín . Fékk brjálæðislegan páskafíling allt í einu – akkurat þannig litir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.