8. ára afmælið #2…

…eigum við að færa okkur yfir í smá veitingar? 🙂

092-2014-02-16-145944

…á krakkaborðinu var:

*Afmæliskakan
*Cake pops
* Rice crispies kökur (með lakkrís snilld)
*Gulrótarmöffins
*Sykurpúðar og popp
Sleikjóar
*Ávaxtabakki og ávextir

040-2014-02-16-143322 - Copy

…en burtu frá krakkaborðinu og yfir á eyjuna góðu! Þvílíka snilldin að vera með svona eyju og ég man varla hvernig maður hélt veislur áður en maður eignaðist svona eyju.  Ný regla, allir verða að eignast eina eyju!!  Karabíska eða eldhúseyju, ok?

094-2014-02-16-145952

…ég endurnýtti dúkin síðan  í 6ára afmæli dömunnar, sjá hér.  Þetta er plastdúkur sem að var keyptur í Rúmfó á sínum tíma…
112-2014-02-16-161040

…þið megið endilega dáðst að nýju ljónshausaskálinni minni sem sést hérna, en það er sko lok með þessari og ég fékk hana í Evitu á Selfossi, húrra!!

113-2014-02-16-161051

…boðið var upp á:

* Rjómatertu
* Pönnsur
* Skyrtertu
* Heitan rétt
* Rice Cripies kökur
* Cake pops
* Brauð og pestó
* Ostasalat
* Gulrótarkökumöffins 

114-2014-02-16-161052

…ohhh hvað mér leiðist þegar að osturinn bráðnar svona, búúúúú…

115-2014-02-16-161054

…já og smá ostar og kex…

123-2014-02-16-161514

…og drasl á eldhúsbekknum því að það er verið að moka öllu á borðið, því úlfarnir voru svangir og farnir að ýlfra, gelta og glefsa…

120-2014-02-16-161507

…í fyrsta sinn keypti ég smjörkrem í túpu, í réttum lit.  Mjög þægilegt og handhægt.  Síðan keypti ég bláa glitter stöffið, sem þið sjáið í vinstra horninu, og notaði það í Elsu-kökuna, ásamt hvítu/glæru glimmeri.  Svo keypti í matarlit í réttum lit, í stað þess að reyna að “útbúa” rétta bláa tóninn…

006-2014-02-15-131530

…í  Söstrene Grenes í Smáralind fékk ég mér síðan þessar dásemdarskálar, þurfti þær ekki nauðsynlega fyrir þennan bakstur – nema þá helst svona andlega og stundum er það bara mikilvægara!  Þær eru alveg dásamlega fallegar, þó ég segi sjálf frá…

008-2014-02-15-131835

…í nokkur ár hef ég notað þessi kökuform úr Ikea þegar að ég er að baka fyrir svona barnaafmæli og þau eru alger snilld! Þetta eru sem sé þessi tvö stærri sem eru saman i pakka, og svo keypti ég svona nokkur möffinsform saman, og nota eitt þeirra í efsta.  Þið getið kíkt á þetta með því að smella hérna

011-2014-02-15-161444

…ég set venjulega bara smá olíu í eldhúsbréf og strýk innan í formin og það er mjög þægilegt að nota þau, og góð stærðin á þeim…

012-2014-02-15-161456

…úkoman varð síðan þessi, alls ekki pörfekt kökur og standa þannig að verið er að prufa að snúa sumum “rétt” og öðrum á “haus” bara til að kanna hvernig þetta raðaðist best.  Einnig sést frú Elsa standa þarna á brókinni.  En hún var síðan vafinn inn í vitawrap að neðan og plastpoka yfir eftir búk á meðan kakan var skreytt.  Þið verðið bara að sjá smá svona Dexter-atriði fyrir ykkur í þessu 🙂
Ég ætlaði sko að mynda alveg fram og baka á meðan ég var að gera kökuna, en eins og þið vitið kannski sem hafið prufað að gera fondant, þá varð ég að velja um að eiga myndavélina heila áfram eða taka myndirnar.  Ástandið hefði víst ekki verið gott ef ég hefði reynt þetta…

019-2014-02-15-183225

…það sem ég gerði var hins vegar að skera af neðstu kökunni og það sem ég skar af, notaði ég til þess að fylla upp í “pilsið”.  Síðan flatti ég út fondant og setti yfir kökuna, sem ég var búin að stinga dúkkunni ofan í (efsta möffinskakan var skorin í tvennt og settur minni hluti að framan og stærri að aftan) og fondantinn var settur eins og svunta framan á dúkkuna.  Það þýddi náttúrulega skil að aftar sem mér tókst ekki að gera falleg.  Þannig að ég tók dúkkuna úr, flatti út meiri fondandi og skar hann svona óreglulega á borði með bylgjum (sjáið fyrir ykkur ský) og svo lagði ég það yfir kökuna.  Þá komu svona eins og fellingar á kjól og kanturinn varð fallegur.  Síðan var dúkkunni stungið ofan í og la voila…

078-2014-02-16-145318

…það er því “ljóti” fondantinn sem sést eins og undirpils undan aðalpilsinu…

052-2014-02-16-143900 - Copy

…ég komst síðan að því að svona glittrandi blátt skraut, og glimmer-ið er allra meina bók og felur allar synir sem geta sést í svona fondant.  Ég er með pensil sem ég pensla bara vatni yfir og strái svona glimmer.  Síðan er bara að nota alls konar stjörnu útskorningar, blóm og annað og skreyta með því…

070-2014-02-16-144109

….ég setti síðan smá krem á pilsfaldinn alla leiðina, og notaði kremið til þess að dekka mittið þar sem að dúkkan fór ofan í…

053-2014-02-16-143903 - Copy

…síðan var 8 kertum stungið í pislið…

117-2014-02-16-161346

…litli bróðir stjórnaði fjöldasöngnum…

118-2014-02-16-161450

…og svo var blásið á kertin 🙂

119-2014-02-16-161459

...við vorum með bláa “frost”mjólk, lituð með matarlit.  Það er svo fyndið að lituð mjólk er alltaf vinsælust í krakkaafmælunum, frekar en gos eða djús…

126-2014-02-16-161925

…og þessi litli kall var alsæll með kökusleikjó 🙂

125-2014-02-16-161539

…einn smá póstur eftir með DIY-verkefnunum og svo eruð þið lausar!

095-2014-02-16-150003

 

5 comments for “8. ára afmælið #2…

  1. Sigurborg
    20.02.2014 at 12:41

    Kakan er alveg æðisleg !! Og allar veitingarnar, maður minn, ég sit bara hér slefandi.

  2. Ása
    20.02.2014 at 12:45

    Væri nú bara til í að ráða þig til að halda fyrir mig barna-afmælin!!
    Þvílík snild….

  3. 20.02.2014 at 12:57

    Æðisleg kakan hjá þér.. Fondantinn getur verið misskemmtilegur en útkoman var rosalega flott hjá þér og ef ég hefði ekki vitað söguna bak við kökuna eða skreytinguna þá hefði mig ekki grunað þetta:)

  4. Anna Sigga
    20.02.2014 at 14:15

    Segi bara eins og sigurborg ég er bara slefandi yfir öllum veitingunum
    😀

  5. Vaka
    20.02.2014 at 18:24

    Glæsileg veisla 🙂

Leave a Reply to Sigurborg Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *