Hitt og þetta á föstudegi…

…er “nýjung” sem er komin til að vera – held ég!  Kannski?  Sjáum til 😉

Ég hef gert þetta oft áður, þetta eru svona myndir héðan og þaðan heima hjá mér, svona stemmingsmyndir og örfá orð með.  Í gær spurði ég einmitt inn á Facebook hvort að þið vilduð sjá A eða B, og margar sögðu bæði.  Núna fáið þið það í raun og veru, og svo kannski ýtarlegar í næstu viku…

1-Starred Photos235

…ég hef stundum verið spurð um hvaða “jóladót” fái að vera uppi áfram hjá mér og ég er kominn með markvissa kenningu um þetta:

Allt sem er áfram úti í náttúrunni á veturna er fullkomlega leyfilegt inni hjá mér á veturnar!

Aha, sem sé grænar greinar…
Könglar…
Hreindýr og bambar…
Stjörnur…
Börkur og allt svona náttúrulegt!

Það sem getur skemmt þetta er ef viðkomandi hlutur er hlaðinn glimmeri, eða hreindýrin eru með rautt nef 🙂

Rúdólf = nó nó, sem er samt hálfgert hreindýraeinelti, en sorry vinur!

01-2014-01-21-110758

…ég elska að hafa blóm á borðum hjá okkur.  En því miður þá kostar slatta að kaupa afskorin blóm en þess vegna elska ég orkídeurnar mínar, þær blómstra aftur og aftur…

02-2014-01-21-110935

…núna standa tvær hérna á eldhúsborðinu og ég nýt þess að hafa þær í kringum mig…

11-2014-01-21-112454

…þar sem ég eyði ansi löngum tíma fyrir framan tölvuna mína, þá fannst mér fínt að prenta út smá svona áminningar fyrir sjálfa mig.

Lífið snýst ekki um það að bíða af sér storminn, heldur að dansa í rigningunni.

Elskaðu það sem þú gerir, gerðu það sem þú elskar ♥

03-2014-01-21-111346

…myndirnar af fólkinu mínu – það er það sem ég vil helst hafa fyrir augunum!

04-2014-01-21-111455

..kúplar með heiminum, heimunum?  Dugar ekki minna en þrír – og auðvitað orkídeur sem bíða þess að blómstra…

07-2014-01-21-112045

…svo er kertaljósið ómissandi…

09-2014-01-21-112054

…önnur dásemdar kærleikskveðja, þessi finnst mér æðisleg…

10-2014-01-21-112248

…dásemdar stjörnuljósið mitt sem er komið á ganginn…

14-2014-01-21-112609

…gerði lampann með svarta skerminum og kristöllunum heimilislausann, sem þýðir að hann flutti í þvottahúsið.  Hversu fansí er ég með “kristalslampa” í þvottahúsinu 😉

13-2014-01-21-112539

…var ég búin að minnast á hversu fallegar orkídeur eru ♥

16-2014-01-21-120203

…ég gat ekki annað en hlegið þegar ég tók eftir hundshausnum á þessari mynd…

19-2014-01-21-153337

…elska skuggana sem að þetta ljós gefur frá sér (MyConceptStore)…

24-2014-01-19-203414

…og ef einhver er að spá, þá fékkst hengið á vegginn í Litlu Garðbúðinni…

25-2014-01-19-203415

…þessi dásemdardama er ánægð með nýja herbergið…

28-2014-01-17-160257

…og þessi litli kall er alsæll i öllu dótinu sínu að lesa og leika…

29-2014-01-12-153605

…ekki það að mig vantaði skilti, en þegar ég rak augun í þetta í Rúmfó núna í vikunni (á aðeins 995kr) þá hló ég svo mikið að ég varð að eignast það…

30-2014-01-31-001737

…í sömu Rúmfóferð fluttu þessi hingað heim.  Er lengi búin að dáðst að þessu og nú var þetta á útsölu (kannan um 1300kr og diskurinn 1900kr) og ég stóðst ekki mátið.  Svo fallegt…

31-2014-01-31-001755

…enda er ég endalaust “svag” fyrir kökudiskum á fæti…

32-2014-01-31-001759

…eigum við að ræða hversu fallegar þessar eru?

35-2014-01-31-001843

…ég meina það sko!

36-2014-01-31-001904

…fékk mér þessar mini orkídeur í Garðheimum núna…

51-2014-01-30-225200

…tók þær úr pottunum (setti steina í botninn, því ræturnar mega ekki standa í vatni) og setti þær saman í stóra skál…

52-30.01

…og þær eru yndislegar!

39-2014-01-31-002419

…og nú er þessi póstur búin að vera alltof langur…

42-2014-01-31-002446

…allir komnir með meira en nóg 🙂

44-2014-01-31-002504

…engin þörf að verða dramatískur!

48-2014-01-31-002549

Snjórinn úti er yndislegur, nýr mánuður er að byrja og ég vil þakka ykkur öllum sem kíkjið við hérna (37,378 heimsóknir í þessum mánuði).  Þið eruð yndi og ég myndi ekki standa í þessu, ef ekki væri fyrir ykkur öll!  Eigið þið góða helgi elskurnar, og njótið þess að vera til!

 ♥ knúsar ♥

45-2014-01-31-002521

P.s. Hitt og þetta á föstudegi, komið til að vera? Spilun eða bilun?

21 comments for “Hitt og þetta á föstudegi…

  1. Íris
    31.01.2014 at 08:57

    Æðislegarmyndir, fallegt heimilið þitt.

  2. Anonymous
    31.01.2014 at 08:58

    “Yndislegt” í einu orði sagt og TAKK 🙂

  3. Margrét Helga
    31.01.2014 at 09:16

    Tótallý spilun…gott að fá svona notalegheit með sér inn í helgina 🙂

    Og Soffía mín…póstarnir frá þér eru aldrei of langir 🙂 Elska að skoða kósí stemmninguna heima hjá þér! Og hver veit…kannski ertu búin að koma af stað nýju trendi…kristalslampi í þvottahúsið…núna verðum við allar að fá okkur svoleiðis 😛

  4. Sigga Rósa
    31.01.2014 at 09:18

    Svona föstudagspóstar klárlega komnir til að vera 😉 Notalegt að skoða svona “kósý” myndir þegar vindurinn blæs mikinn úti. Veit að það er búið að spyrja oft að þessu, en hvar fékkstu þessa flottu hnetti? Góða helgi 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.01.2014 at 12:50

      Þessir eru orðnir 4 eða 5 ára, eða kannski eldri! Fengust í Crate and Barrel í USA-inu. Það fást náttúrulega hnettir núna í MyConceptStore 🙂

      Góða helgi!

  5. Halla
    31.01.2014 at 09:39

    Algjörlega dásamlegt

  6. Sigurborg
    31.01.2014 at 10:53

    Bara við það að skoða þessar myndir langar mig heim, kveikja á kertum og hafa það kósý 😉 slík eru áhrifin af póstunum þínum…
    Góða helgi.

  7. Evelyn Hermannsdóttir
    31.01.2014 at 10:55

    Spilun…ekki spurning, kemur mér í kósýhelgarfíling og svo græða kaupmenn, því maður fer beint að versla eitthvað bráðnauðsynlegt 😉
    Bestu kveðjur Evelyn.

  8. Gurrý
    31.01.2014 at 10:59

    Aaahhhh – þetta var svona “hlýr” póstur…..allt svo dásamlegt og mig dauðlangar í Orkideur 🙂

  9. Asa
    31.01.2014 at 11:50

    Spilun.. dásamlega fallegt!!

  10. Svandís J
    31.01.2014 at 12:19

    Takk fyrir þessar dásamlegu myndir úr fallega heimilinu þínu. Góða helgi 🙂

  11. Bryn
    31.01.2014 at 13:00

    Flottar orkídeur. Ákkúrat einu blómin sem ég er með ( drep allt annad ) þetta míni orkiídeu partý hjá þér er frábært…

  12. Anna Sigga
    31.01.2014 at 13:27

    Aahhh dásamlegt 🙂

    Góða helgi…..

  13. Gauja
    31.01.2014 at 13:36

    yndislegt 🙂
    Góða helgi

  14. Sæunn
    31.01.2014 at 14:40

    Svona hlýlegt og fallegt heimili. Gefur manni alltaf innblástur. Mér er lífsins ómögulegt að sjá vel um orkidíurnar mínar þannig að þær blómstri reglulega. Hvert er leyndarmálið?

  15. Kristjana Henný Axelsdóttir
    31.01.2014 at 18:35

    TAKK, og Góða helgi!

  16. Birgitta
    31.01.2014 at 19:25

    ….Takk,takk fyrir að sýna mér(okkur)…alla þessa dásemd……get endalaust skoðað síðuna þína.Njóttu helgarinnar…..Kv Birgittta…:)

  17. Kolbrún
    31.01.2014 at 19:51

    Hundurinn er eins og börnin allt í einu komin inn í myndina, bara flottur.
    Sammála með hvað blóm eru dýr eins og það er yndislegt að skella upp einum vendi eftir tiltekt á fimmtudegi og njóta alla helgina. Góða helgi

  18. 31.01.2014 at 20:20

    takk fyrir og góða helgi
    kv. Gunna

  19. Kolla
    01.02.2014 at 07:29

    Klárlega spilun,sýnist að ég þurfi að kíkja í RL og skoða þennan kökudisk eitthvað nánar 😉

Leave a Reply to Kolla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *