Þróunarsaga stofu…

…eða svona næstum því!  Var búin að ákveða birta myndir úr stofunni en þá datt mér í hug að sýna ykkur í leiðinni nokkrar gamlar myndir.  Svona til þess að sjá hvernig stofan hefur breyst í gegnum tíðina.  Reyndar hefur hún breyst furðulítið í raun, er alltaf eins röðuð, svona að mestu.  En fylgihlutir eru að renna inn og út, og einstaka skápar og hillur sem að skipta um stað 🙂

26-2014-01-21-153115

…en í “gamla” daga, eða alla leið aftur árið 2007 þá leit stofan svona út þegar við komum inn í húsið…

01-2007-11-10-163256

…nokkrum dögum síðar var ástandið svona…

02-2007-11-25-122222

…og enn síðar svona…

03-2008-01-17-212003

…að lokum leit stofan svona út fyrsta morguninn okkar í húsinu.  Þetta er tekið daginn eftir að við fluttum inn og eins og sést á fóru hlutirnir strax á “sinn stað”…

04-2008-04-13-104103

14-2008-04-21-223452

…það breytti mjög miklu að við tókum ofnana sem stóðu fyrir gluggunum í burtu, og settum hita í gólfin..

15-2008-04-21-223442

…síðan bættust við gardínur og málverk, ásamt fleiri smáhlutum…

06-2010-11-28-021840

…og blessaður arininn flutti inn, sjúbbídú…

07-2012-01-08-223552

…en annað helst nokkurn veginn á sama stað…

08-IMG_8846

…og séð inn í stofu úr eldhúsinu…

10-2012-06-04-131753

…ég skipti reyndar ötullega um púða og svissa teppum alveg hægri vinstri…

17-2011-03-14-230405

11-2012-06-04-131808

…svo loks komu gardínur, en þær voru ekki skraut heldur alger nauðsyn þar sem að það verður svo heitt þarna inni á sumrin að það er snilld að geta dregið aðeins fyrir, ég sver að það er stundum bara tropical stemming þarna inni yfir sumarmánuðina…

12-2013-06-18-134947

…og þá erum við komin til dagsins í dag…

18-2014-01-21-112035

…og eins og þið sjáið þá nota ég stærri bækur, í stað þess að vera með bakka, til þess að afmarka litlar grúbbur á stofuborðinu…

20-2014-01-21-112054

…og málverkið okkar er í miklu uppáhaldi því að það gefur svo skemmtilega litatóna inn í stofuna, sem annars væri svo einsleit…

22-2014-01-21-112149

…ahhhhhh – og já, um jólin flutti líka inn þessi geggjaða karfa – sem er á hjólum og með svona skemmilegum spotta í.  Mér finnst hún æði fyrir auka púða og teppi, en ég sé hana líka fyrir mér fyrir tímarit eða bara í krakkaherbergjum…

23-2014-01-21-112159

…skápurinn sem hóf dvöl sína á ganginum dvelur enn í stofunni, hversu lengi veit nú enginn…

33-2014-01-21-153245

…og þarna sést líka glervasi sem er með tveimur orkídeum sem ég setti saman í pott fyrir lööööngu síðan…

34-2014-01-21-153304

…og þannig fór þessi stofugangur í dag.

Eruð þið ekki annars bara hress/ar? 🙂

28-2014-01-21-153133  

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Þróunarsaga stofu…

  1. Margrét Helga
    04.02.2014 at 10:21

    Skemmtilegt að sjá þróunina 🙂 Ótrúlega mikil breyting frá því á fyrir myndinni 🙂

  2. Hjördís Sæmunds
    04.02.2014 at 12:17

    Ossa fínt hjá þér 🙂

  3. eddabjork2000@yahoo.com
    04.02.2014 at 13:32

    Svo obbosslega fínt hjá þér elskan 🙂 jú ég er mjög hress enda ekki annað hægt þegar maður var að fjárfesta í nýju borði …..*gleðiandvarp*

  4. 04.02.2014 at 21:23

    Gaman að sjá stofuna “þroskast”… 🙂

  5. Halla Dröfn
    05.02.2014 at 10:19

    Gaman að þessu 🙂 og skemmtilegt að sjá svona smáatriði í nærmynd 🙂 ég hafði td aldrei tekið eftir því á myndunum þínum að það væri hurð út eins og sést á framkvæmdamyndunum – og svo skil ég ekkert í ykkur að hafa fjarlægt þetta líka fína skilrúm úr stofunni 😉
    Svo flott og nú sá ég amk 2 hluti sem mig vantar alveg nauðsynlega 🙂
    kv.
    Halla

  6. Auður
    06.02.2014 at 01:11

    Er nýbúin að uppgötva bloggið þitt og er ástfangin, kallinn verður bara að sætta sig við það að ég er komin með viðhald 😉
    Æðislega gaman að sjá hjá þér skreytingar og uppraðanir, dáist að því hversu dugleg þú ert að endurraða. Ég er því miður föst í viðjum vanans og á það til að þegar ég er orðin sátt með uppröðun að láta það halda sér lon og don.. ætla að fara að taka þig mér til fyrirmyndar og byrja að stokka upp BREYTA af og til 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.02.2014 at 08:00

      Æji en gaman að heyra Auður!! Takk fyrir og vertu velkomin 🙂

      kv.Soffia

  7. Kristín
    07.02.2014 at 11:44

    Mikil sköpunargleði og gott auga fyrir hlutunum . Gaman að skoða síðuna þína:)

Leave a Reply to Halla Dröfn Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *