Grúbb-þerapía…

…er mál málanna í dag, þó ekki þerapía eins og í gær 🙂

Við vorum búnar að ræða fram og til baka blessað stelpuherbergið og þið sennilegast komin með ógeð á þessu öllu.  En að gamni þá langar mig að sýna ykkur aðeins betur grúbburnar á veggjunum…

01-2014-01-15-104652

 …alltaf þegar ég er að gera herbergi – þá er ég búin að viða að mér hinu og þessu sem mig langar að setja á veggina.  Til að mynda var það þessi mynd af dótturinni sem var mikill innblástur fyrir litina sem við notuðum, og gaf svona ævintýra tóninn.  Eins langaði mig að setja litla sæta bambamynd, nota eitthvað af Dimmalimm og þar frameftir götum…

016-2014-01-15-104652

…allt sem ég var komin með og búin að gera tilbúið var síðan raðað í gluggann svona til þess að maður gæti horft á myndirnar í sínu rétta umhverfi, borið þær við veggjalitinn og þess háttar…

017-2014-01-15-104657

…bambinn er einfaldlega skuggamynd sem ég fann á netinu og prentaði síðan ofan á gamalt nótnablað sem ég átti…

018-2014-01-15-104703

…þarna sést “Við elskum þig-ramminn” og góssið úr Litlu Garðbúinni…

019-2014-01-15-104713

…svo þegar það er komið að því að festa upp myndirnar þá finnst mér oft þægilegt að leggja þær á gólfið þar til ég finn rétta uppröðun.  Eins, ef þið eruð með margar myndir, þá er þægilegt að klippa úr dagblaðapappír í réttri stærð og raða þeim á vegginn, og jafnvel negla í gegn (sjá hér)

05-2014-01-17-001140

…ég tek líka stundum myndir af gólfgrúbbunum því að maður er ótrúlega fljótur að gleyma hvernig þessu var raðað…

06-2014-01-17-001148

…það var enginn efi um hvar stóri ramminn ætti að fara, og það er oft að svona stórir hlutir eru eins og akkeri, og þeir halda niður grúbbunni…

07-2014-01-17-011225

…síðan voru það þessi tveir minni og að lokum ramminn með ljósmyndinni…

08-2014-01-17-153820

…þessi grúbba breyttist þó nokkuð á leiðinni frá gólfi og upp á vegg…

09-2014-01-17-153835

…fallega myndin úr Litlu Garðbúðinni, fór fyrst upp og gaf tóninn…

10-2014-01-17-153844

…síðan var það uglumyndin sem daman saumaði og ein af Dimmalimm-myndunum…

11-2014-01-17-153846

…og fiðrldamyndirnar úr Ikea (fást hér)

12-2014-01-17-153849

…og Ung Drill ramminn (fæst hér)

13-2014-01-17-153859

…baminn góði – getur sótt hann hér: litlibambi

15-2014-01-17-153909

…draumur um sumar, það sem mér þykir vænt um þessa mynd…

16-2014-01-17-153918

…hjá hillunni er síðan litli uglusnaginn á vegginum…

21-2014-01-17-154808

…hann var áður svona.  Keyptur í þeim Góða og kostaði fáar krónur…

1-2013-01-30-233803

…eftir smá spreyþerapíu (af því að þessi póstur er allur um þerapíur)….

17-2014-01-17-153949

…fór svo með smá sandpappír á kantana og þar sem mér fannst passa…

19-2014-01-17-153958

…og hún fékk töluvert meiri karakter við það…

20-2014-01-17-154001

…og þannig fór það…

22-2014-01-17-155057

…og allt komið á sinn stað? Eða hvað…

23-2014-01-17-155317

…nei sko, sjáið þið hver bættist við!

24-2014-01-21-145515

…fékk þessa dásemdar “Sofðu unga ástin mín”-mynd í Litlu Garðbúðinni

25-2014-01-21-145521

…og mér fannst það vera alveg það sem “vantaði” með – svona smá texti með myndunum…

27-2014-01-21-145526

…ekki satt?

28-2014-01-21-145531

…og þannig er það, og ég held þá að hægt sé að setja lokið á þessa pósta um þessa blessaða herbergisbreytingu 🙂 Er enn einhverjum spurningum ósvarað?

Hjartans þakkir fyrir frábær viðbrögð við pósti gærdagsins, svo gaman að þetta skyldi hitta í mark hjá svona mörgun ♥

29-2014-01-21-145547

♥ knúsar ♥

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Grúbb-þerapía…

 1. Margrét Helga
  29.01.2014 at 09:27

  Takk fyrir þennan póst 🙂 Gott að fá ráðleggingar um hvernig best sé að skipuleggja svona myndagrúbbur (í staðinn fyrir að byrja bara að negla og enda með óteljandi göt í veggnum). Snillingur 🙂

 2. 29.01.2014 at 09:52

  Þetta er svo ofur fallegt hjá þér kona!
  Mikill innblástur að skoða hjá þér. Elsk it!
  … verst að breytingaþráðin er eiginlega svo mikil hjá mér að ég þrái að flytja og eignast meira pláss undir litlu fjölskylduna 😉 .. sjúdírallóreii… einn daginn!

 3. Anna
  29.01.2014 at 11:06

  Mjög fallegt og útpælt! Uglan kemur flott út. Ég er mjög hrifin af hillusamstæðunni, hvar fékkstu hana annars? Væri til í eina svoleiðis fyrir mina yngstu.

 4. Hófí
  29.01.2014 at 12:55

  Flott að vanda…
  Er að leita hugmynda fyrir herbergi sonanna (7,11 og 15 ára), sko, mismunandi herbergi 😉
  H

 5. Guðrún H
  29.01.2014 at 14:02

  Gott að fá svona hugmyndir, mér finnst myndin af dóttur þinni æði, það er svo mikil hreyfing og gleði í henni. Svo er Dimmalimm alltaf mikið uppáhald hjá mér 🙂

 6. Sigrún
  29.01.2014 at 15:33

  Mjög fallegt 🙂 .. en já ég kommentaði á barnaherbergis bloggið og spurði hvernig þú gerðir stafina í stóra ikea rammanum ? 🙂 .. og spyr því aftur hehe 🙂 væri mikið til í svona “hów tú dú it” blogg eins og með kertin haha 😀

  • Soffia - Skreytum Hús...
   29.01.2014 at 15:56

   Það var nú flókið með stafina! Fór inn á PotteryBarnKids.com og pantaði þá 🙂

   Annars er hægt að klæða bara stafi sem þú kaupir í Söstrene eða Tiger eins og hér:
   http://www.skreytumhus.is/?p=3187

   • Sigrún
    29.01.2014 at 19:13

    Haha nú jæja okei 🙂 en hitt með skrapp pappírnum nýtist mér takk 🙂

 7. Vala Sig
  29.01.2014 at 18:08

  Virkilega fallegt eins og allt sem þú gerir,þarf að fara að pæla í þessu hjá mér 😉

 8. Hulda
  04.02.2014 at 12:11

  Fæ ekki nóg af þessu herbergi, ofsalega fallegt.

 9. (",)
  05.02.2014 at 00:13

  ohh mig vantar svona þerapíu, og uglan….æðisleg (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published.