Sælir eru einfaldir…

…því þeir munu stuð finna 🙂

Það þarf nú stundum ekki mikið til að gleðja mig.  Ég fór í nýja Gutez um daginn (það er verið að breyta og bramla þar og þau eru flutt tímabundið hinumegin í húsinu).  Sá ekki margt en rak allt í einu augun í þetta hérna litla glerlok, ekkert meððí – bara lokið.  Fór svo á kassann og greiddi fyrir 100kr…

1-2014-01-21-110621

…heima fyrir beið svo þessi hérna litli, krúttaralegi glervasi, sem kom lóðbeint frá sænska kærastanum mínum fyrir þónokkrum árum, eða um 2002 🙂  Sænsk antík? segi bara svona…

2-2014-01-21-161048

…og ég ákvað að kynna þessa tvo:  Lok, þetta er Vasi.  Vasi, þetta er Lok!

Taaaadaaaaaaaaaa, og saman urðu þeir krukka…

3-2014-01-21-161055

…og þegar að rörin vorum komin í urðu þeir einstaklega, svakalega, hrikalega, dúllulega, krúttaralega, snúllulega sæt krukka, ekki satt?

4-2014-01-21-161124

…awwwwwww, svo hittu þeir búbbulínu fulla af seríósi, og allir urðu glaðir!

5-2014-01-21-161134

…talandi um litla sæta hluti sem gleðja, eigum við að ræða krúttaralegustu mini-þurrkur í heimi, þetta eru þessar sem eru svona veskistissjú, svona litlar!

En awwwwwwww, bambakrúttið! (Fæst í Litlu Garðbúðinni, kom alveg óvart með mér heim þegar ég var að gera stelouherbergið)…

6-2014-01-21-161144

…og þannig fór það!  Lítill og ómerkilegur póstur um 100 kr 🙂

7-2014-01-21-161226

En krúttaralegar eru þær saman!

Fjúffffffff…..ég er alveg þreytt, þetta var svo erfitt DIY 🙂

8-2014-01-21-110554

15 comments for “Sælir eru einfaldir…

  1. Ása
    23.01.2014 at 08:41

    Skemmtilegt….

  2. Gauja
    23.01.2014 at 08:44

    snild 🙂

  3. Hilda Karen
    23.01.2014 at 08:54

    Sniðugt hjá þér! Fór einmitt í Gutez í gær og keypti skauta á dótturina á 600 kr. Kannski búið að fara í þá 2x. Keypti líka svo fallega gamla fyrirdiska, með gatamynstri á brúnunum….. dásamlegir. Ætla að líma eitthvað sniðugt undir þá, svo þeir breytist í litla kökudiska á fæti. Gerðir þú það ekki einhvern tímann?

  4. Erla
    23.01.2014 at 09:12

    ohh flott… aldrey hefði mér dottið þetta í hug 🙁

  5. Margrét Helga
    23.01.2014 at 09:50

    Úff…get trúað því að þú sért upptekin!!! Mátt ekki ofreyna þig svona, þú verður að hafa orku í næstu pósta!! 😉 En krukkan nýja er flott og rörin fara vel í henni…þetta er svona næstum því eins og í stærðfræðinni…tveir mínusar gera plús, tvennt gamalt gerir eitt nýtt 😉

  6. Guðný
    23.01.2014 at 10:16

    Sæl góðir póstar hjá þér
    En fyrir okkur sem þekkjum ekki Gutez hvar er sú búð?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.01.2014 at 15:32

      Afsakið bullið í mér!

      Daz Gutez er bullnafnið sem ég gaf Góða Hirðinum, þannig að Gutez er bara Góði Hirðirinn 🙂

  7. Sigga Rósa
    23.01.2014 at 11:17

    Þér eruð snoillingur frú Dossa 🙂

  8. Berglind
    23.01.2014 at 13:33

    Þú ert nú meira krúttið 🙂 Myndi örugglega ekki tíma að snýta mér í þessa sætu bamba!

  9. þórdís
    23.01.2014 at 19:50

    hvar fær maður svona flott rör 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.01.2014 at 21:36

      Fást t.d. í Litlu Garðbúðinni, Hlöðunni, Tiger stundum og á fleiri stöðum 🙂

  10. Fríða D
    25.01.2014 at 20:15

    jiii hvað þetta er töff… og að detta þetta í hug 😉 …
    væri alveg til að vera stundum með auga fyrir svona smávægilegu 🙂

    Rosa flott 🙂

  11. Dúna
    02.05.2014 at 21:59

    Sæl, ég er alveg sjúk að skoða þetta blogg hjá þér eftir að ég horfði á Heimsókn á stðð2. Mig langar svo að spyrja þig hvað ég fæ svona stóra glerkrukku eins og cheriosið er í hjá þér?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.05.2014 at 22:59

      Sæl Dúna og velkomin í “heimsókn” hérna á netinu líka,

      Stóra krukkan fékkst í Húsasmiðjunni fyrir 4-5 árum, þannig að þú færð hana því miður ekki þar. En það eru til stórar krukkur í Borð fyrir tvo, og síðan fást líka í Púkó og Smart, Pier og á fleiri stöðum 😉
      Vona að þetta hjálpi þér eitthvað!

      Kær kveðja
      Soffia

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *