Stelpuherbergið – annar hluti…

…hver vorum við komin?

Jáááá, veggir málaðir og listar á veggjum.

079-2014-01-17-154343

…skápurinn sem var enn óverkaður að innan fékk yfirhalningu…

001-2014-01-10-001142

…og var málaður með grunninum góða frá Slippfélaginu

3-2014-01-19-203502

…og eftir það var sko allt annað að sjá gripinn, þetta varð allt mikið hreinlegra og fallegra…

029-2014-01-16-012751

…ég fékk þessi geymslubox í Ikea, ekki í barnadeildinni, heldur bara í skipulaginu,  Mér finnst þau vera pjúra snilld!

Brillijant að kaupa svona geymlubox sem að nýtast áfram,  stundum þegar ef maður kaupir bara Spiderman-box eða þannig, þá eru þau næstum bara einnota.  En þessi box (2stk af hvoru) geyma núna: Ponydót, búningar, Lego Friends og Monster High-dúkkur.  Þannig að það er auðvelt fyrir hana að ná í dótið og ganga frá því aftur.

Boxin heita GARNITYR og þið sjáið þau með því að smella hér

030-2014-01-16-012756

…ég málaði allar hliðarnar en á hillurnar sjálfar setti ég svona hillupappír sem ég fékk í Bauhaus.  Fannst það verða snyrtilegra og líka fallegra að þetta væri ekki allt svona hvítt hvítt hvítt…

031-2014-01-16-012803

…eruð þið ekki sammála mér með það?

032-2014-01-16-012808

…tala ekki um þegar að alls konar föt og dóterí er komið inn í skápinn og hillurnar.  Síðan tek ég það fram að þetta er ekki uppstillt mynd því eins og þið sjáið þá eru herðatrén úr ýmsum áttum 😉

070-2014-01-17-154150

093-2014-01-17-154920

…skúffurnar fengu síðan líka smá svona hillupappír til þess að þeim finndist þær ekki vera útundan, en núna eru allir í sátt og samlyndi…

092-2014-01-17-154857

...dóttir mín á víst meira en nóg af leikföngum og undir rúminu er ég með þessa snilldarskúffu á hjólum.  Ég veit reyndar ekki hvar hún fékkst – fékk þessa gefins frá vinkonu minni á Facebook.  En ég held að svipaðar fáist í Ikea og á fleiri stöðum.  Þetta er önnur pjúra snilld.  Tekur fullt, auðvelt að ganga frá og svo rennt úr augsýn – lofit!

En fronturinn á skúffunni var svartur…

033-2014-01-16-150047

…ég ákváð því að nota smá afgang hillulímpappír og setja bara framan, auðsótt mál…

034-2014-01-16-150623

…nú svo er búið að setja inn rúm og kommóðuna, en það vantaði eitthvað?

037-2014-01-16-155056

 

…júbbs, himnasængina!

 038-2014-01-16-214332

Það er bara einu sinni þannig með litlar stelpur að okkur langar til þess að lifa í okkar eigin ævintýraheimi, og það gerist svoldið þegar að maður sefur undir himnasæng…

042-2014-01-16-214454

…til þess að festa hana upp notaði ég áfram sama hengið og ég hafði áður.

110-2014-01-17-155256

Þetta er sem sé pottahengi úr Blómaval.  Svipað fæst síðan í Garðheimum og á fleiri stöðum…

039-2014-01-16-214427

..af því að hengið er svona flúrað og krullað, þá setti ég hringinn inn í bogann að neðan og þá helst þetta meira kyrrt…

040-2014-01-16-214437

…síðan festi ég bara sikkersnælu efst að innan, svona til þess að geta hengt dúskana í…

041-2014-01-16-214442

…og þannig kom það svo út…

065-2014-01-17-154044

 Grár og bleikur pompom er úr Ikea en sá sægræni er frá USA.  En ég sá eins í Söstrene núna fyrir helgi…

080-2014-01-17-154357

…og þannig lýkur öðru versi – þetta er að verða risalega langur póstur – svona þegar að allt er sett saman 🙂

Eruð þið nokkuð að deyja úr leiðindum?

Viljið þið sjá veggjauppstillingar og hvað er hvaðan?

078-2014-01-17-154308

 

 

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

24 comments for “Stelpuherbergið – annar hluti…

 1. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
  21.01.2014 at 08:21

  Þetta herbergi er gordjöss! Skápurinn er virkilega fallegur. En Hvaðan kemur gólf teppið? 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   21.01.2014 at 14:56

   Það er verið að vinna í þeim pósti 🙂

   En ef þú giskar á Ikea, þá hefðir þú rétt fyrir þér!!

 2. María
  21.01.2014 at 09:26

  Póstarnir eru sko ekkert of langir bara skemmtilegir. Endilega sýndu meira.

 3. Svandís J
  21.01.2014 at 09:26

  Finnst þetta hrikalega fallegt 🙂

 4. Erla
  21.01.2014 at 09:57

  ohh bjútifúl herbergi. ég öfunda alveg prinsessuna þína 🙂

 5. 21.01.2014 at 10:32

  Yndislegt! hlakka til að sjá meira!

 6. Margrét Helga
  21.01.2014 at 11:31

  Póstarnir eru sko aldrei of langir!!!! En herbergið er glæsilegt og það gefur hillunum sko mikinn svip að vera með svona viðarmunsturshillupappír…og framhliðinni á skúffunni undir rúminu.

  Hlakka til að sjá framhaldið! 😀

 7. Guðrún Konráðsdóttir
  21.01.2014 at 14:45

  Flott hjá þér og til lukku með þetta. Fylgist alltaf með þér og er búin að fá slatta af hugmyndum og ætla núna að taka anddyrið í gegn. Get því miður ekki gert eins og þú sökum mun minna andyris.
  Ein spurning sem ekki tengist þessu, heldur eldri pósti. Hvar fæ ég hjól undir svona trékassa eins og þú sýndir einu sinni?

  kv. Guðrún

  • Soffia - Skreytum Hús...
   21.01.2014 at 14:55

   Til dæmis til fullt af hjólum í Verkfæralagerinum á Smáratorgi, og svo bara í Byko eða Húsó. Passaðu bara að hafa bremsur/festingar á þeim ef þú vilt geta látið þau standa kyrr og ekki verið að renna til 🙂

   Gangi þér vel!

   Kær kveðja
   Soffia

 8. Karitas
  21.01.2014 at 15:40

  Hlakka til að sjá meira 🙂

 9. Systa
  21.01.2014 at 18:18

  Hreint út sagt dásemd, hlakka til að sjá meira… ég segi veggjauppstillingar fyrst og ljúka með hvað er hvaðan 🙂

 10. Inga Dögg
  21.01.2014 at 21:07

  Æðislega fallegt … snilld

 11. Sigga Rósa
  22.01.2014 at 00:48

  Virkilega fallegt stelpuherbergi 🙂 Væri alveg til í póst um vegguppstillingar og hvaðan hvað er, eins og td hvar fékkstu litlu rammagrúppuna? 😉

 12. 23.01.2014 at 00:14

  Flottur thessi hillupappir. Eg a eftir ad nyta mer thetta…

 13. Helena Margrét
  23.03.2014 at 00:31

  Hvernig seturðu svona lista á vegginn ?
  Mér finnst það ekkert smá fallegt 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   23.03.2014 at 20:54

   Sæl Helena Margrét og takk fyrir hrósið,
   listinn er trélisti sem er sagaður niður og einfaldlega negldur á vegginn.

 14. locost@simnet.is
  09.04.2014 at 09:25

  Glæsilegt herbergi, sú hlýtur að vera ánægð daman. Hvar fæst svona rammi með stöfunum sem þú ert með fyrir ofan kommóðuna?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   12.05.2014 at 23:03

   Ikea 🙂

 15. Ása Ingiþórsdóttir
  09.04.2014 at 09:28

  Sæl. Afsakið, ætlaði nú að skilja eftir nafn í fyrri færslu 😉 Glæsilegt herbergi, sú hlýtur að vera ánægð daman. Hvar fæst svona rammi með stöfunum sem þú ert með fyrir ofan kommóðuna?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.04.2014 at 12:06

   Sæl Ása, ramminn er úr Ikea (spreyjaður bleikur) og stafirnir eru frá Pottery Barn Kids 🙂

   • Ása Ingiþórsdóttir
    10.04.2014 at 02:46

    Takk kærlega fyrir þetta Soffía, þetta er algjört æði 😉

 16. Hanna Björg
  03.04.2015 at 12:10

  Sæl èg er að leita að nafninu og tegundinni að gráu málningunni sem þú ert með á veggjunum, finn það ekki. Hvað heitir málningin? Kær kveðja Hanna Björg

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2015 at 01:09

   Fyrirgefðu Hanna – tók ekki eftir spurningunni þinni.
   Liturinn er Dömugrár frá Slippfélaginu

Leave a Reply

Your email address will not be published.