Forsmekkur…

…að herbergi elsku stelpunnar okkar!

Hún er víst að verða 8 ára núna í næsta mánuði og því ákváðum við að hendast í smá breytingar.  Ég ætla að fá að taka betri myndir í dagsbirtu, klára að setja upp gardínur sem ég þarf að kaupa og svo koma alls konar detail-ar. ef þið hafið hug á?

En þangað til – þetta…

01-2014-01-17-011225

…og þetta.  Ég verð að segja að þessi rammagrúbba er ein af mínum uppáhalds 🙂

02-2014-01-17-011414

…skápurinn góði sem henti öllum breytingunum af stað (fínt að kenna mállausum skápum um 😉 )…

03-2014-01-17-011422

…sumt breytist ekki mikið, en þó!

04-2014-01-17-011438

…við gerum það svo sannarlega ♥

05-2014-01-17-011523

…þessi varð nú ansi hreint fallegur, þó ég segi sjálf frá…

06-2014-01-17-011640

…önnur rammagrúbba sem tókst bara vel líka…

07-2014-01-17-011720

…annað sjónarhorn…

08-2014-01-17-011808

…ohhhh, þessir litir, þessi fegurð 🙂

09-2014-01-17-011816

Hvað finnst ykkur?

Langar ykkur að sjá meira?

Í dag?

Eða bara á mánudag?

Síðan kemur all svakalegur póstur með öllum smáatriðum.  Keypti nefnilega nokkra hluti sem eru snilld upp á skipulagið að gera, og hver vill ekki meira skipulag í barnaherberginu?

10-2014-01-17-011824

♥ knúsar ♥

34 comments for “Forsmekkur…

  1. Anna Sigga
    17.01.2014 at 08:06

    Bíð spennt eftir skipulaginu ….vantar slíkt….. Allt flottar breytingar…ekki eins stelpulegt en jú smá 🙂
    Kv AS

  2. Íris
    17.01.2014 at 08:08

    VÁ þetta er fallegt allan hringinn 🙂 Væri gaman að heyra díteilana í dag

  3. Jenný
    17.01.2014 at 08:12

    Ekkert smá fallegt 🙂

  4. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    17.01.2014 at 08:13

    váaaaa ég er orðlaus, rosalega er það fallegt. Og grúppurnar eru dásamlegar… hlakka til að sjá meira meira meira 🙂

  5. Arna Ósk
    17.01.2014 at 08:19

    Þetta er geggjað! Meira í dag 🙂

  6. Svandís J
    17.01.2014 at 08:37

    Hversu fagurt? Hrein dásemd!
    Er að fara að taka barnaherbergið hjá mínum krílum (fara saman í herbergi) í gegn um helgina svo þú mátt endilega koma með meira sem fyrst 😉
    Herbergið verður eflaust samsull af öllum hugmyndum sem þú hefur plantað inn hjá mér í gegnum tíðina 😉

  7. Systa
    17.01.2014 at 08:38

    Svo ótrúlega fallegt eins og alltaf 🙂 mig langar að sjá meira í dag 🙂

  8. Margrét Helga
    17.01.2014 at 09:15

    VAAAAAAÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Ég er barasta orðlaus! Ekkert smá flott! Hefur breyst úr krúttlegu barnaherbergi í “égverðunglingureftirmaxfimmár” herbergi! Æðislegt!! Ramminn með stöfunum hennar í er mitt uppáhald, listinn á herbergisveggnum gerir svo mikið fyrir herbergið (man ekki hvort hann var þar áður en ég tek a.m.k. eftir honum núna 😉 ) og margfaldi ramminn með “Við elskum þig til tunglsins og til baka” finnst mér æði líka! Hlakka til að sjá meira 🙂

    • Anna Sigga
      17.01.2014 at 20:01

      Akkúrat þetta sem ég meinti 🙂 herbergið er ekki eins barnalegt og það var enda stelpan að stækka…. 🙂

  9. Hjördís
    17.01.2014 at 09:26

    Vá ædislegt!

  10. Margrét
    17.01.2014 at 10:06

    Æðislegt! Bíð spennt eftir að sjá meira, er einmitt líka að fara að gera stelpuherbergi svo ekki er slæmt að fá hugmyndir 🙂

  11. Margrét Milla
    17.01.2014 at 10:13

    Bara dásamlegt, og fallegt að hafa þennan lista á veggnum og skipta þannig litnum á veggjunum <3

  12. Guðný Ruth
    17.01.2014 at 11:05

    Yndislegt! Ég bíð spennt eftir að sjá meira, finnst alveg dáldið langt þangað til það kemur mánudagur…. 😉 😉

  13. Guðrún
    17.01.2014 at 11:15

    Rosalega fallegt hernergi.
    Hvar fékkstu hringlótta rammann utan um stafina og gardínurnar? Og á hverju hangir himnasængin (vantar hugmyndir 🙂
    Kveðja Guðrún

  14. Anna Kristín
    17.01.2014 at 11:19

    Æðislegt, þú ert snillingur 🙂

  15. Kristjana Henný Axelsdóttir
    17.01.2014 at 13:12

    GORDJÖSS!!!
    vá hvað herbergið er fallegt…og var það nú fallegt fyrir….skil ekki hvernig þú ferð að þessu!!??
    Listarnir á veggjunum…eru þetta trélistar? Gera helling og sniðugt að hafa hvíta litinn fyrir neðan, yfirleitt er hann fyrir ofan.

    Alger snilld og mig langar að sjá restina í dag. ;o)

  16. Margrét
    17.01.2014 at 15:44

    Sæl
    Mig langar svo að vita hvort þú látir gardínurnar ná alveg niðrí gólf eða hvort þú styttir þær? 🙂

    Kv. Margrét.

  17. Gróa
    17.01.2014 at 17:00

    Vá… rosalega flott 😉

  18. Gauja
    17.01.2014 at 17:01

    alveg geggjað

    meira…. í dag 🙂

  19. Rannveig
    17.01.2014 at 18:50

    Vá, þetta er ótrúlega fallegt hjá ykkur, hlakka til að sjá meira!

  20. Sigurborg
    17.01.2014 at 19:55

    Ofsalega fallegar breytingar ! Hlakka til að sjá meira 🙂

  21. Bryndís
    17.01.2014 at 19:56

    svo rómantískt og fallegt

  22. Guðrún H
    17.01.2014 at 20:16

    Einstaklega fallegt herbergi sem heimasætan fær. Mér finnst myndin vinstra megin í efstu myndagrúppunni æði.

  23. Linda
    17.01.2014 at 21:35

    Þú ert snillingur!

  24. Karitas
    18.01.2014 at 09:41

    Vá Vá þetta er yndislega fallegt hjá þér og ég get ekki beðið eftir að sjá meira…vona að það komi meira í dag 😀 😀
    Er ekki dugleg að commenta hér en skoða síðuna þína næstum á hverjum degi, en nú ætla ég að vera duglegri að gera like/comment því þessi síða þín er svo yyyyndisleg 😀

  25. Kristjana Hafdís
    18.01.2014 at 20:35

    Mjög fallegt, hlakka til að sja meira 🙂

  26. Elísabet Helga
    19.01.2014 at 09:33

    Váááá… þetta er herbergi er of flott. Er svo að fara að nota barnaherbergin þín sem inspó 🙂

  27. Elísabet
    30.01.2014 at 23:09

    Sæl, ég hef afskaplega gaman af því að fylgjast með því sem þú ert að gera og ég verð að segja að mér finnst nýja lúkkið á stelpuherberginu súper smekklegt. Nú langar mig að spyrja þig að einu, ég er nefnilega svolítið svag fyrir gráum lit á herbergi dóttur minnar sem einnig er 8 ára. Hvernig fílar stelpan þín gráa litinn? Ég er ekki alveg viss um að ég næði að selja minni þessa hugmynd (hún er enn svo litrík) en mig langar svakalega að prófa 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.01.2014 at 23:54

      Hæhæ og takk fyrir 🙂

      Daman er bara mjög ánægð með þetta! Var ekki viss um að hún yrði sátt við gráan, en þegar ég sagði henni grátt að ofan og hvítt að neðan, og svo kæmu allir hinir litirnir með þá varð hún bara mjög kát. Hefur ekki heyrst nein kvörtun frá henni!

      Kær kveðja
      Soffia

Leave a Reply to Guðrún Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *