Langí langí – Í sveit og bæ…

…er alveg obbalega krúttaraleg lítið vefverslun (sem er hægt að fara og skoða í ef maður vill).  Ég skundaði þangað núna fyrir jólin og fékk mér nokkra hluti.  Til dæmis hreindýrapúðinn minn fallegi (sjá hér), trjápúðinn góði (sjá hér) og svo auðvitað kransinn á fætinum sem stendur enn keikur í eldhúsinu (sjá hér).  Þar að auki keypti ég eitt og annað fyrir “leyniverkefni” sem ég er ekki enn búin að ná að ýta í framkvæmd (skamm Soffia, latigrís).

Síðan var ég núna að vafra um Facebook og sé að það er útsala hjá Í sveit og bæ, og það sem meira er – búðin lokar tímabundið núna á föstudaginn (nei, 20.jan)  og í nokkra mánuði 🙁

 Það er því seinasti séns að berja dýrðina augum og ég ákvað að taka mér það bessaleyfi að mæla með nokkrum hlutum sem að ég er sérstaklega skotin í…

Tilbúin? Af stað…

Þessir púðar eru dásamlega rómantískir!  Ég fékk mér þennan gráa og ætla að nota hann í verkefni mjög fljótlega…

150482_625291850820420_385612893_n

…þessar kertaluktir finnast mér alveg ómótstæðilegar á kr. 675, þær eru ekki bara flottar inni – heldur gæti verið geggjað að vera með nokkrar svona saman hangandi úti við á sumrin…

155708_739780766038194_1053952463_n

…svo eru það þessir púðar – ég held að þetta sé kjörið til þess að koma með smá vor inn í þennan dimma vetur…

317318_645722095444062_1464420319_n

…hellú!  Eigum við að taka smá stund í að dáðst að þessum felligardínum…

382975_641537529195852_1025812639_n

…held að þetta gæti komið ferlega flott út í módern eldhúsi – en svo fæ ég líka algert kast í hvað mig langar í sumarbústað og gera hann alla svona rómó…

1556467_802019309814339_133443237_o

…þeir sem lesa síðuna reglulega, þekkja ást mína á script-i, sjá að þessi púði hlýtur að hafa verið einn af þeim hlutum sem fékk að fylgja mér heim 🙂

Þessi er bara dásamlega fallegur…

406977_645722005444071_1355694877_n

…þetta er skandinavísk sveitarómantík eins og hún gerist best, ekki satt?

420138_518926528123620_113767523_n

…bara fallegt…

535016_641537239195881_1851012560_n

…meiri script-ar púðar, og póststimplar – svona til að æra óstöðuga…

541456_645722285444043_72643021_n

…þessir bastbakkar eru yndislegir!  Script, fiðrili og póststimplar – svo er bara eitthvað dásamlegt við bastið…

576644_764834010199536_1556856832_n

…eins og áður sagði – pjúra rómantík…

644576_643000482382890_1299109671_n

…að vísu er bara felligardínan sem er til núna – en það er líka bara bjútífúlt!

1077597_802019366481000_1876683759_o

 

…þessir hérna eru bara kúl, síðan væri dásamlegt að nota þá sem litla mini-vasa á sumrin, svona fyrir blómstrin sem börnin bera heim…

993399_739780862704851_862667821_n

…sko ég sé ekki lengur uglupúðann á síðunni, en fjaðrirnar eru æði og sebrapúðinn er geggjaður, t.d. í strákaherbergið.  Á um kr. 2500 þá er ég nokk viss um að þú færð ekki ódýrari dýrapúða…

1381695_743038492379088_1764002249_n

…töff, töff, töff…

1383773_802019409814329_453780406_n

…eins sé ég að fílapúðinn er enn til og hann er líka flottur, hvort sem er í stofuna eða krakkaherbergið.  Sérstaklega finnst mér svona púðar flottir í strákaherbergin, það er ekki svo auðvelt að finna “gauravæna” púða, en þessir eru það…

1469826_773035392712731_1138886463_n

…ég á´ann, ég elsk´ann, ég mæli með honum…

1560594_802019323147671_409685662_n

…hæ sæti!  Ertu upptekin í kvöld?

pi_197_1382481772_promotional_0

…svo er það þessi birki-hjartalengja, hún er bara sæt!

pi_224_1381927807_preview_0

Til þess að skoða heimilisvörurnar (smella hér)

Hér er síðan heimasíðan öll (smella hér)

Hér er hægt að skoða Facebook-síðuna…

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Langí langí – Í sveit og bæ…

  1. Gurrý
    16.01.2014 at 11:09

    Guð Soffía, ekki gera mér þetta – ég fæ svona æsingstilfinningu í magann og finnst ég verða að kaupa allt allt allt!!

  2. Margrét Helga
    16.01.2014 at 11:34

    Vá hvað mann langar í margt þarna!! Þetta er baaaaara krúttleg búð 🙂

Leave a Reply to Gurrý Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *