Lítil gjöf – DIY…

…í gær var ég á leiðinni í afmæli til frænku minnar sem var að verða 21 árs.  Á sama tíma rifjaðist það upp fyrir mér að við hjónin byrjuðum saman þegar að hún var tæplega 1 árs – það er því augljóst mál að tíminn líður hratt og samt eldist maður sjálfur ekki neitt *hóst*!  Gaman að því!

1-2012-01-14-024701

Pósturinn átti reyndar ekki að verða neitt svona “trip down memory lane” hjá mér, heldur var það þannig að ég var búin að ákveða fyrir lifandis löngu hvað mig langaði að gefa elsku frænkunni í afmælisgjöf.  Ég átti bara eftir að fara og sækja hlutinn.

En þá var það auðvitað þannig að þetta var búið, uppselt og ekkert til 🙁  búúúúúúúúú

Þá þarf maður að reyna að redda sér og þar sem ungfrúin hefur mikinn áhuga á læknisfræði og almennt anatomíu, þá ákvað ég að spila aðeins inn á það.  Því er eina ráðið að leita á náðir Google frænda, sem klikkar ekki á ögurstundu…

1-Fullscreen capture 14.1.2014 170015

…þar sem það fyrra var meira “busy” útlítandi, þá ákvað ég að hafa hitt kertið einfaldara…

2-Fullscreen capture 14.1.2014 170037

…svo er bara smá prent og sma límerí, smella hér fyrir nánari upplýsingar

3-2014-01-14-171904

…þetta leit út eins og blaðsíða úr gamalli alfræðiorðabók…

4-2014-01-14-171906

…þetta setti ég síðan á rustic stjörnubakka…

6-2014-01-14-190024

…og setti límmiðana, sem ég er að ofnota þessa dagana, á (sjá hér og hér)…

7-2014-01-14-190007

…og hér eru kertin aftan á, og eins og þið sjáið – þá brenndi ég aðeins brúnina á pappírinum á minna kertinu…

9-2014-01-14-190043

…síðan, í stað þess að setja kort, þá setti ég lítið krítarhjarta á klemmu sem ég skrifaði bara 21 á!

8-2014-01-14-190037

Annars verð ég að segja að það er alveg obbalega hljótt hérna inni þessa dagana!

Mín skoðun, það eru allir í kommenta/like-megrun eftir jólin, hafa bara “óverdósað” á mínu bloggerí-i!  Hvað haldið þið?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Lítil gjöf – DIY…

 1. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
  15.01.2014 at 08:07

  Ég er svo glöð að hafa uppgötvað hversu einfalt og gaman það er að setja á kerti, ef ansi oft náð að bjarga mér með gjafir 🙂 Svo er líka hægt að setja nánast hvað sem er á þetta finnst kertin hjá þér æði – ekkert overdóserí hjá mér 🙂

 2. Sigga Rósa
  15.01.2014 at 08:41

  Frábær hugmynd fyrir tækifærisgjafir. Bútóhópurinn minn hefur sko heldur betur nýtt sér hugmyndir frá þér, kærar þakkir frá þeim til þín 😉

 3. 15.01.2014 at 08:42

  Eru ekki bara allir að taka til að breyta 😉
  Finnst þetta mjög góð hugmynd hjá þér að gjöf.
  Það er alltaf jafn gaman að kíkja á bloggið þitt, engar efasemdir um það!

 4. Lilja
  15.01.2014 at 09:04

  Ég held að kommentaleysið og like-leisið sé kannski vegna þess að um jólin eru allir að jólast. Þeir kíkja á bloggið og fá hugmynd sem þeir geta framkvæmt pronto. Núna er fólk í öðrum gír. Það tekur niður jólin og hversdagsleikinn tekur við í allri sinni dýrð. Þá er fólk ekki að tileinka sé það sem þú ert að gera einn tveir og þrír og viðbrögðin verða því minni. Bloggið þitt er hinsvegar ennþá gordjöss, ekki halda að það sé eitthvað breytt.
  Ég er til að mynda að bögglast núna með uppröðun á hversdagshlutunum, hvað á að fara undir glerkúplana, er “in” að vera með styttur og hvernig er þá best að raða þeim? Mér finnst ég vera með of mikið af kertum og of lítið af öðrum munum en er að vesenast með hvað þetta “annað” á að vera. Hvar fást litlir sætir hlutir til að krútta upp kertastjaka? Æ jú nó, bara svona hversdagshlutir húsmæðra. Engin ofurframkvæmd hér með málingarkústinn á lofti. Ég bíð spennt samt að sjá útkomuna af því sem þú ert að laumupúkast með 😀 Knús á þig og eigðu góðan dag.

 5. Margrét Helga
  15.01.2014 at 09:18

  Ég er orðin það sjóuð í þessu að mér mun aldrei takast að óverdósa á blogginu þínu!! 😉 Held að Lilja hér að ofan hafi hins vegar hitt naglann á höfuðið af hverju fólk er svona þögult.
  En takk fyrir að deila öllum þessum frábæru hugmyndum með okkur hinum! Þú hefur enga hugmynd hvað þú gerir lífið skemmtilegra fyrir okkur hin…þú ert líka svo obbosslega góður penni 🙂

 6. Hólmfríður Kristjánsdóttir
  15.01.2014 at 10:14

  Ég er bara glöð að geta aftur lesið síðuna þína sem var búin að vera í “fokki” frá því þú öpdeitaðir útlitið 🙂

 7. María
  15.01.2014 at 10:28

  Mikið ef þetta fín gjöf sem þú vippaðir fram.

 8. Gugga
  15.01.2014 at 11:27

  Flott kerti og svo er bloggið þitt líka mjög gott. Les það alltaf en framkvæmi ekki nóg af því sem ég fæ hugmyndir af við lesturinn. Afjóla í vikunni og vonadi kemur þá framkv.gleði í kjölfarið 😉
  Frábærar breytingar á skrifst.herb. Þarf að ákveða myndavegg á ganginn þar sem er margra metra heill veggur.

 9. 15.01.2014 at 13:05

  Frabaer hugmynd…Flott!

 10. Ingibjörg
  15.01.2014 at 14:54

  Sæl og takk fyrir skemmtilegt blogg 😉

  Setur þú bara lím á kertið? Málið er að ég hef aðeins verið að prufa þetta, og sett lím á milli og svo á pappírinn þegar komið er á kertið. Mér finnst litirnir renna svo til og áferðin ekki flott. Hvað er ég að gera vitlaust?
  Kv. Ingibjörg

 11. Svandís J
  15.01.2014 at 16:05

  Heppin afmælisstelpa, snilldarhugmynd að gjöf 🙂

 12. Hjördís
  15.01.2014 at 17:59

  Flott kerti og heppin frænka! Annars er hér bara verið í geymslutiltekt, skápatiltekt, kaupa ný húsgögn og losa mig við önnur ásamt því að taka niður jólin. Ég kíkji þó á hverjum degi á bloggið en veit upp á mig sökina að vera ekki búin að vera dugleg að kvitta.

  Kveðja,
  Hjördís

 13. Svala
  18.01.2014 at 18:26

  Æðisleg hugmynd! Veit ekki hvort ég hefði tímt að gefa þetta 😉

 14. Brynja Sif Brynjarsd.
  18.01.2014 at 21:41

  Geggjað flott hjá þér. Þú ert snilli ezkan 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.