Föst…

…udagur?  Aftur?  Getur þetta staðist?

Hér á bæ er ýmislegt sem er verið að stússast í, málningarvinna – bæði á mublur og veggi, niðurrif jóla, hlutum fundnir nýjir staðar.  Ýmiskonar verkefni sem að týnast til 🙂

Fyrst ætla ég að sýna ykkur þessa gasalega fallegu og listrænu mynd sem var tekin þegar jólin voru í niðurpökkun.  Night of the living dead christmas trees.  Svona er nú fínt hjá mér á meðan þessu stendur…

05-2014-01-08-131100

…eitt sem ég geri, þegar ég geng frá þessu, er að nýta t.d. poka undan koddum sem við fengum okkur í sumar – alveg kjörið fyrir alls konar.  Síðan tek ég dótið alltaf sem fer upp á háaloft og merki það “Jól 2014” sem auðveldar bóndanum að finna til dótið um næstu jól, sneddí?

13-2014-01-07-182504

..satt best að segja þá neyddist ég til þess að kaupa einn auka kassa fyrir dót, og mér sýnist þetta vera mest hreindýr.  Skil ekkert í´essu!  Ég ætlaði að hafa hreindýrin áfram en svo var ég bara reddí að pakka þeim niður þannig að þetta var bara: “So long Bambi og co”…

14-2014-01-07-184223

…föndrið frá krílinum mínum er alltaf sett í alveg sér kassa, fínt að halda betur utan um það…

15-2014-01-07-185138

…hér sést síðan það sem týndist til af jólatrénu – sem var smá slatti í poka.

Ég sem setti ekki einu sinni allt skrautið á tréð í ár!

16-2014-01-07-210652

…awwww – íkornar og hjörtu – I will miss ya…

17-2014-01-07-210706

…þessi mynd finnst mér falleg, veit ekki af hverju en hún talar til mín…

18-2014-01-07-210719

…þegar ég var næstum búin að rífa tréð alveg niður, þá fattaði ég að mynda til að sýna ykkur.

Ég tek alltaf millistykkið, sem seríurnar eru í,  og festi það á neðstu greinarnar á trénu.  Þá sést ekkert í ljótt millistykki undir trénu…

19-2014-01-07-211732

…ég rúlla síðan saman snúrunum og festi þær með greinunum á trénu sjálfu – einfalt og felur “ljótu” hlutina…

20-2014-01-07-211736

…svo er gaman að finna hlutunum nýjan stað þegar jólunum hefur verið pakkað niður.  En þó að gæta þess að halda eftir nokkrum munum, í það minnsta yfr vetrarmánuðina…

06-2014-01-08-131112

…House Doctor hreindýrin fengu að vera áfram, smá gæra og lítið “jólatré”…

07-2014-01-08-131120

..ég hélt t.d. eftir einni seríu og stakk innan í glerboxið mitt, og setti síðan mynd fyrir framan…

08-2014-01-08-131125

…enda er bara kósý birtan sem ein og ein sería gefur…

09-2014-01-08-131128

…á næstunni verður unnið í þessu…

01-2014-01-10-001146

…þetta stendur til…

02-2014-01-10-164637

…meira af þessu…

03-2014-01-09-215859

…og auðvitað svona…

04-2014-01-09-224321

…annars segi ég bara góða helgi krúttin mín, og hafið það gott ♥

10-2014-01-08-144300

♥ knúsar og læk ♥

ps…þætti ekki leiðinlegt að fá að heyra frá ykkur, nýtast t.d. svona smá ráðleggingar?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Föst…

 1. Fríða D
  10.01.2014 at 19:54

  Svo kósy hjá þér.. 🙂 hjörtun sem þú notar á tréið eru einstaklega flott 🙂
  hvar fást svoleiðis?? 🙂

  Annars vildi ég bara segja 🙂 haltu áfram að gera það sem þú ert að gera því það er allt svo flott 😉

  Góða helgi 😉

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.01.2014 at 00:21

   Hmmmm….þau voru keypt í Köben í fyrra!
   Hef ekki séð þau hérna heima í búðum.

   Takk fyrir hrósið og góða helgi sömuleiðis 🙂

 2. Margrét Helga
  10.01.2014 at 19:59

  Held að það hafi farið 8 kassar upp á loft af jólaskrauti hér á þessu heimili. Börnin eiga öll sér kassa fyrir sitt jólaskraut sem þau hafa gert eða fengið þannig að það eru 3…þarf samt líklega að kaupa stærri kassa undir jólatrésskrautið þar sem að seríurnar komust allt í einu ekki fyrir! Úpps 😉
  En ég get ekki annað en viðurkennt að helgin verður óbærilega lengi að líða með öll þessi sýnishorn sem þú gafst okkur af því sem þú ert að vinna í!!!!
  Góða helgi mín kæra 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.01.2014 at 00:19

   Takk og sömuleiðis 😉

 3. Kolla
  10.01.2014 at 21:05

  Svona ráð nýtast vel,ég hata að sjá snúrur út um allt

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.01.2014 at 00:21

   Snúrur geta verið frámunalega ljótar 😉

 4. Harpa Lilja
  10.01.2014 at 23:59

  Elska þetta fallega glerbox. Hvaðan er það ? 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.01.2014 at 00:18

   Ég var að selja nokkur svona box en þau eru því öll búin. Kannski fást þau á einhverjum öðrum stöðum en ég veit það því miður ekki fyrir víst 🙂

 5. Anna sigga
  11.01.2014 at 15:46

  Já góða helgi megi hún vera góð, góð, góð og góð 🙂

 6. Berglind
  11.01.2014 at 21:02

  Þú ert svo skipulögð! Hér eru ennþá 50% jól.. Búið að taka eitthvað niður en fékk sérlegt leyfi til að hafa jólaóróana mína á nornakvistinum út janúar 😉

  Sá glerbox hér http://myconceptstore.is/is/glerbox-og-rammar?categoryId=56

Leave a Reply

Your email address will not be published.