Þrettándinn – pt.3…

…jessú minn – þetta er að verða eins og Lord of the Rings.

Spurning um að klára bara þriðja hlutann á næstu jólum?

35-2014-01-05-153132

…jæja hér er nú myrkrið aðeins minna og þið sjáið örlítið betur í “nýja” eldhúsborðið, eða hlöðuborðið eins og það er kallað hér á bæ,,,

36-2014-01-05-153924

….ég væri nokk viss um að víkingar hafi setið til borðs við þennan grip, etið, drukkið og verið glaðir – svona ef það væri ekki fyrir þá staðreyna að það var sennilegast verslað í Míru og þar voru ekki svo margir víkingar, jú sí!

Hins vegar beini ég sjónum ykkar að hurðinni þarna á hvíta veggnum, þar hengdi ég upp eina coryllusgrein og skellti svona lafandi lengju þar ofan á – allt voða einfalt…

37-2014-01-05-153956

…í þetta hengdi ég síðan stóra grófa köngla og kramarhús…

38-2014-01-05-154004

…og auðvitað smá Bambakrútt…

39-2014-01-05-154009

…inni í glerskápnum góða, í eldhúsinu, kúrir núna þessi snúður…

64-2014-01-05-155431

…og svo auðvitað eitt og annað…

68-2014-01-05-15545469-2014-01-05-155456

…og þar með er jólunum að ljúka í eldhúsinu, sem og annars staðar í húsinu!

44-2014-01-05-154153

…aðventukransinn búin að standa sína plikt…

47-2014-01-05-154253

…við hann bættust reyndar þessar bjöllur úr Pier, sömu og voru notaðar á suma pakkana…

53-2014-01-05-154509

…tvær mismunandi áferður á þeim, glansandi hvítar og svo hljúfar glimmer…

54-2014-01-05-154516

…þessir félagar stóðu vörð um piparkökuhús krakkanna…

51-2014-01-05-154351

…stóðu sig greinilega vel, því enn er það óétið 🙂

49-2014-01-05-154319

…ég get samt lofað ykkur að ég ætla ekki að pakka niður hreindýrapúðanum mínur frá Lagður strax, nei ó nei!

46-2014-01-05-154241

…en bless jól…

55-2014-01-05-154819

…sjáumst að ári!

56-2014-01-05-154822

…hlakka til að sjá ykkur aftur…

58-2014-01-05-154836

…bless tré…

43-2014-01-05-154106

…bless jólaarinn…

45-2014-01-05-154203

…stakk reyndar einni mynd úr myndatökunni okkar þarna á arininn…

42-2014-01-05-154054

…en skömmu síðar, púfffffff – allt bú!

71-2014-01-05-161135

…og eldhúsborðið orðið fullt af trjám, enda á ég erfitt með að standast fallegt jólatré…

70-2014-01-05-161132

…litla hliðarborðið, púffff – afjólað…

72-2014-01-05-161140

…hillur standa auðar – í bili…

73-2014-01-05-161146

…fjaðrahjörðin mín stendur keik á eldhúsborðinu, en sjáið þið?

Í ár voru trén mishá og sum með hvítar fætur en önnur með svartar…

60-2014-01-05-155035

…ásstæðan er þessi!

61-2014-01-05-155116

…jebbs, af því að trén eru svona hol að inann….

63-2014-01-05-155133

…þá stakk ég mismunandi kertastjökum innan í þau, til þess að ná þeim í mismunandi hæðir eftir þörfum – sneddí, ekki satt?

62-2014-01-05-155120

…smám saman tæmist þetta, og eftir standa litlar skreytivörður þar sem að húsmóðirin reitir af sér glingrið…

74-2014-01-05-161249

…stofa afjóluð, en enn tré á balla – það er erfitt að skilja við allt saman – alveg cold turkey…

75-2014-01-05-162127

…borðið fyrir, með jólum…

77-2014-01-05-154139

..og svo eftir afjólun, en fyrir eftirjólaskreytingu 🙂

Eruð þið búnar að afjóla?

Hafið þið prufað að hækka jólatré með kertastjökum?

Eru ekki allir í stuði?

76-2014-01-05-162135

..ps – vil aftur minna á like-takkann hérna á færslunum, svona af því flestir nenna ekki að kommenta og það er alveg óskeypis að smella á Like 😉

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Þrettándinn – pt.3…

 1. 07.01.2014 at 08:45

  Mikið er þetta lovely.. alveg innblásin núna til að fara heim og klára það sem þarf að gera í litlu íbúðinni minni. ♥
  takk takk
  btw þá þarf alltaf núna að skella http:// fyrir framan www í netslóðinni hér í “Reply”
  var það þannig? ekki að það sé mikið mál að gera copy/paste, vildi bara láta vita. 🙂

 2. Systa
  07.01.2014 at 09:22

  Þú ert svo sniðug og gaman að fylgjast með og fá innblástur 🙂 Ég er búin að afjól hjá mér en hef ekki prófað að hækka jólatré með kertastjökum, snilldar hugmynd 🙂

 3. María
  07.01.2014 at 09:36

  Ég er í stuði. Fínar jólamyndir og gaman að sjá hvað kemur í staðinn.

 4. Guðný Ruth
  07.01.2014 at 10:16

  Ég er í stuði. Þú gafst mér spark í rassinn með þessum þríleik og mig langar heim að taka niður jólaskraut! Gerði það ekki í gær sökum anna en hugsa að ég fari beint heim eftir vinnu og afjóli eins og hægt er.
  Ég hef ekki hækkað jólatré með kertastjökum. (Kannski af því að ég á sorglega lítið af jólatrjám og kertastjökum)
  Hlakka til að sjá hvað þú ætlar að gera á morgun!

  Kv. G.

 5. Margrét Helga
  07.01.2014 at 11:01

  Flottur póstur hjá þér 🙂 Er ekki búin að afjóla neitt og veit ekki hvort ég kemst í það í dag…hef heldur ekki pælt í því að hækka jólatré með kertastjökum…á barasta ENGIN jólatré sem gefa kost á því og mjög fáa kertastjaka, en það kemur hrikalega flott út 🙂 aldrei að vita hvað maður gerir síðar 🙂
  Kemur “part IV”? 😉 Hlakka til að sjá hvað þú átt eftir að bardúsa á nýju ári! 🙂

 6. eddabjork2000@yahoo.com
  07.01.2014 at 11:20

  þú veist að þú gætir selt inn í svona skreytisýningarferðir heim til þín ..gætir farið í samstarf við BSÍ til dæmis 🙂 Elska hugmyndina sem þú varst að gefa mér með krullugreinina í glugganum. Vá hvað ég mun stela þessari hugmynd fyrir næstu jól – best að púnkta þetta hjá sér svo ég gleymi því ekki ;-). Knúz my darling … Eddan

 7. Gugga
  07.01.2014 at 14:43

  Allt svo flott hjá þér. Ég er ekki búin að afjóla, slekk á einhverjum seríum í dag, svo kemur hitt smá saman svolítið mikið að gera þessa vikuna. Ég ætla samt að hafa kveikt ein einhverjum seríum í glugga lengur svo ekki verði eins dimmt. 🙂
  Hlakka svo til að sjá hvað verður í janúar póstunum frá þér.
  kv.
  Gugga

 8. Anna Sigga
  07.01.2014 at 16:24

  Hæ hvað voru/eru þessar flottu bjöllurkúlur stórar ? Finnst þær æði 🙂
  Hef ekki séð þær í pier á ak…kannski bara búnar þegar ég leitaði fyrir jólin…..

  Er að reyna að koma mér í “afjólunarstuð” hrikalega er erfitt að koma sér af stað 🙁 en er “aðeins” farin af stað samt hehehehe

  Takk fyrir að deila með oss 🙂 (ein voða formleg hahahaha)

  Kv AS

  • Soffia - Skreytum Hús...
   07.01.2014 at 23:00

   Hmmmm……bjöllurnar eru svona eins og mandarínur að stærð, um það bil 😉

   Vér þökkum þeim sem á hlýddu!

 9. Anna Sigga
  08.01.2014 at 07:45

  Já váá svo stórar, takk.

 10. Anna Làra
  08.01.2014 at 23:59

  Svakakega flott hjà þér, fylgist með 🙂

  Hvar færðu svona krullutré?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.01.2014 at 00:20

   Coryllusgreinar fást í Blómabúðum og svo í Ikea, sá svoleiðis þar í gær 🙂

 11. Kolla
  09.01.2014 at 12:37

  Ég datt aðeins inni Blómaval á jólaútsöluna og keypti einmitt svona tréstjörnur/bakkar
  Er þetta ekki bara svona allt árið skraut samt? Var ekki alveg viss hvort ég ætti að pakka þeim með jóladótinu eða hafa bara uppi við,þetta kemur vel út hjá þér.

  Alltaf jafn gaman að kíkja við 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.01.2014 at 14:02

   Özzzz – ég er alltaf með tréstjörnubakkana uppi við 🙂

   Heilsársskraut all the way!

Leave a Reply

Your email address will not be published.