Þrettándinn – pt.2…

…því að þegar maður er með 70plús myndir þá þarf að skipta þessu niður!

Hvar vorum við?

Já, alveg rétt – við vorum að kíkja yfir að stóra glerskápnum…

16-2014-01-05-145651

…þar upp á var líka samansafn af hinum og þessu.  Eini samnefnarinn á milli alla hlutanna var eiginlega sá að þeir voru flestir hvítir…

17-2014-01-05-145716

…eins og t.d. þessir hreindýravinir, koma líka úr Rúmfó (það er bara allt úr Rúmfó núna 😉 ) og vory keyptir ca 2008…18-2014-01-05-145718

…trén eru úr Ilva, fyrir langa löngu síðan, en samúvarinn fékk hann pabbi minn einhvern tímann í söngferð í Rússlandi.  Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér þessi munur…

19-2014-01-05-145728

…jól jól jól…

21-2014-01-05-14580522-2014-01-05-14581223-2014-01-05-145839

…fyrst að ég var komin upp á stól þá tók ég eina svona yfirlitsmynd yfir stofuna og tréð…

20-2014-01-05-145749

…enda einn síðasti sénsinn til þess, svona rétt áður en tréð verður rifið niður…

24-2014-01-05-150132
…það er nefnilega ósköp gott að staldra aðeins við, draga djúpt andann og njóta þess að horfa í kringum sig – svona áður en blessuð jólin hverfa ofan í kassann á ný…

13-2014-01-05-145607

…þessi mynd hér fyrir neðan sýnir það svo vel af hverju ég var svo ánægð með borðið mitt, eftir að ég málaði það svart að neðan (sjá hér).  Það var allt svo brúnt í stofunni og það er mjög fínt að “ground-a” þetta með svarta litinum.  Ég held meira að segja að ég sé að verða sátt við forstofu-kommóðuna mína þarna í horninu.

Hvað finnst ykkur, spilun eða bilun?
15-2014-01-05-145613

…bless fjaðratré, og kafloðnu jólasveinar…

25-2014-01-05-152611

…já ég sagði bless loðnu sveinar….

26-2014-01-05-152617

…uppi á skáp þar sem fallega Marían mín úr Húsi fiðrildana stendur, ásamt Sia-engli, er búin að kúra lítill sætur heimalagaður engill sem dóttirin útbjó fyrir einhverju síðan…

29-2014-01-05-152640

….litla krúttið 🙂

28-2014-01-05-152636

…ég elska þessi barkartré mín í ræmur, smá svona grófleika á móti glamúr…

30-2014-01-05-152655

…þarna sést í “póst” sem kemur á næstunni, frammi á gangi…

32-2014-01-05-152735

…og eins og glöggir sjá kannski, þá hefur myndagrúbban í stofunni vaxið örlítið, en ég stóðst ekki mátið að skella upp einni mynd af krökkunum – og svo koma fleiri síðar 🙂

33-2014-01-05-152752

…hvernig er hægt að standast þetta?

41-2014-01-05-154035

6 comments for “Þrettándinn – pt.2…

  1. Margrét Helga
    06.01.2014 at 19:45

    Tótallý spilun! Og loðnu sveinkarnir eru hrikalega flottir…keypti mér bræður þeirra í rauðum klæðum í Söstrene fyrir jólin, finnst svo krúttlegt að það sést bara í nefið, svo húfa og skegg 🙂
    Yndislegt þetta jólaföndur sem börnin gera í leikskólunum! Obbosslega krúttlegur þessi engill!
    Hlakka til að sjá forstofupóstinn 🙂

  2. Rannveig
    06.01.2014 at 20:10

    Sæl Soffía.Dóttir mín hefur verið að leita að “STIGA” eins og þú ert með við hliðina á brúna skápnum. Hvaðan er hann og er hann gamall eða nýr? Kveðja Rannveig

  3. Sigga Dóra
    06.01.2014 at 21:46

    Æðislega gaman að fá svona 2 pósta með fullt af myndum,er búin að skoða allar myndirnar oft :)Er búin að ákveða að á þessu ári ætla ég líka að eignast Maríustyttu 🙂
    Hrikalega flott hjá þér eins og alltaf ,myndi varla tíma að taka niður jólin ef það væri allt svona flott hjá mér

  4. Brynja Sif Brynjarsd.
    06.01.2014 at 21:51

    Æði. Gaman að sjá þetta allt. Kósý kósý.

    knús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *