Gamalt ár kvatt…

…og tekið á móti því nýja, 2014!

01-2013-11-29-194734 - Copy

Ég fyrir mitt leiti er afar þakklát að setja lokið á árið 2013 sem hefur reynst mér mjög erfitt og reynandi.  Það hafa verið skemmtilegir toppar á árinu, markmiðum náð og góðra stunda verið notið með fjölskyldu og vinum.  En þrátt fyrir það þá eru það sum ár sem maður er algerlega sáttur við að kveðja með þeirri fullvissu um að þau komi aldrei til baka aftur.

02-2013-11-21-095626 - Copy

Bloggið mitt litla, sem er einn af jákvæðu punktunum, hefur tekið stór stökk á árinu.  Fyrst og fremst var það sennilegast flutningurinn yfir á lénið www.skreytumhus.is frá blogspot.com – en það var í mars á þessu ári.  Þetta litla hliðarverkefni, sem ég startaði þegar að ég var í fæðingarorlofi með soninn 2010 verður sífellt tímafrekara og stærri partur af lífi mínu en ég ætlaði.  Mín ósk er að  geta á einhvern hátt gert þetta að lifibrauði mínu, því að þetta er mitt líf og yndi að sýsla í þessum breyti/skreytimálum, en ef það gengur ekki upp þá  geri ég ráð fyrir að draga eitthvað saman seglin í bloggmálum.  En vonandi gengur plan A upp því að þetta þykir mér svo skemmtilegt.

Þess vegna ætla ég núna að kasta svoldið boltanum yfir til ykkar, elsku lesendur, um að endilega hafa samband við mig ef þið eruð með skemmtilegar hugmyndir fyrir bloggið.  Hvort sem það eru breytingar, samstarf eða eitthvað annað.  Eitthvað sem að gæti hjálpað þessu litla netsamfélagi hérna til þess að halda velli og halda áfram að dafna.

03-2013-11-21-101627 - Copy

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með hvernig fjöldi þeirra sem að fylgjast með hefur vaxið núna undanfarna mánuði.  Allt frá því að vera um 2000 mismunandi IP-tölur sem voru að kíkja á síðuna í hverjum mánuði, yfir í það að vera í nóvember á þessu ári tæplega 8500 stakar IP-tölur sem mánaðarlega kíkja við.  Heimsóknir hafa farið úr 3700 á mánuði yfir í 39000 á mánuði (heimsóknir detta að vísu alltaf niður í júlí (sumarfrí) og í desember (blessuð jólin).   En þetta er alveg ótrúlegur vöxtur á einu litlu heimilisbloggi.

17-Fullscreen capture 30.12.2013 221315

Það sem að stendur upp úr er án efa allt fólkið, eða í raun get ég sagt konurnar, sem að ég hef “kynnst” hérna í gegnum bloggið.   Nokkrar ykkar þekki ég núna í “alvörunni, sumar þekki ég bara af Facebook-myndunum ykkar, og enn aðrar hafa kannski bara gefið sér tíma til þess að senda mér línu þar sem að mér hefur verið þakkað fyrir innblástur og almenna skemmtun.  Þetta þykir mér alveg dásamlegt og yndislegt að vita að það sem að ég er að gera er að snerta einhverjar þarna úti á jákvæðan máta.

04-2013-11-20-184656 - Copy

Ég væri ekki hér, að setja inn pósta 5 sinnum í viku, eyðandi ólteljandi klukkustundum á viku í þessa síðu ef það væri ekki fyrir þig, sem að þetta lest nú.  Því er ég þér einstaklega þakklát fyrir að gefa mér, og síðunni minni, tíma þinn í að lesa, kommenta og bara vera með.

07-2013-11-08-102216 - Copy

Elsku 2013 – takk fyrir að sparka ítrekað í rassinn á mér og kenna mér að meta betur það sem ég á, og að læra af þér óteljandi lexíur.

Kæra 2014 – ég er ekki að fara fram á silkihanska, en þú mátt fara aðeins betur að mér en forveri þinn.  Ég tek þér opnum örmum og hlakka til þess að sjá hvað þú hefur upp á að bjóða.

Elsku lesandi, takk fyrir árið allt saman.  Vona að þú hafir haft jafn gaman af því að dvelja með mér eins og ég hef haft af nærveru þinni.

Ég óska þér og þínum heillaríks árs, og að það færi ykkur gæfu, gæsku og góðar stundir!

 ♥ Áramótaknús frá mér til þín ♥

Soffia

21 comments for “Gamalt ár kvatt…

  1. ingunn
    31.12.2013 at 12:40

    Takk fyrir frábært blogg sem ég er búin að fylgjast með nánast frá upphafi. Það gleður mig alltaf að skoða bloggið þitt 🙂 gleðilegt 2014

  2. María
    31.12.2013 at 12:57

    Takk fyrir árið, það er búið að vera yndislegt að fylgjast með skemmtilegu hlutunum sem þú sýnir okkur og svo gaman að hafa svona ” alvöru heimilisblogg” á íslensku. Ég tengi betur við blogg sem er svona nálægt mér og það er möguleiki á að herma.
    Vonandi verður 2014 frábært hjá þér og áætlunin gengur upp.

  3. Guðrún Gylfa
    31.12.2013 at 12:59

    Takk fyrir frábært blogg… fæ endalaust af hugmyndum frá þér 🙂 þarf alveg nauðsynlega að eignast einn svona Paul 😉

    Vonandi verður árið 2014 þér og þínum gott 🙂

  4. Kristjana Hafdís
    31.12.2013 at 13:16

    Takk kærlega fyrir frábært blogg á liðnu ári. Ég hlakka til að fylgjast með þér á nýja árinu. Gleðilegt nýtt ár 🙂

  5. Fríða
    31.12.2013 at 13:19

    Takk fyrir yndislegt blogg. Vonandi verður arið 2014 þér og þînum farsælt

  6. Inga kr.
    31.12.2013 at 13:45

    Kæra Soffía ! Takk fyrir þessa frábæru síðu ! Alltaf yndislegt að heimsækja hana og fá að Kíkja inn á heimilið þitt, skoða og fá hugmyndir . Gleðilegt ár til þín og þinna og vonandi verður nýja árið þér og þínum gott og gæfuríkt ! Ég get rétt ímyndað mér hve miklum tíma þú verð í þetta allt saman ; skreyta/föndra, stilla upp og taka myndir og fyrir það er ég þér þakklát. Ég veit fátt skemmtilegra en skoða hjá þér myndirnar og annað sem þú bendir á og oftar en ekki “stel” ég hugmyndinni.
    Kæra Soffía , enn og aftur Gleðileg ár og ég hlakka til að fylgjast með á nýju ári.
    Takk fyrir mig.
    Kveðja Inga

  7. Anna Sigga
    31.12.2013 at 13:45

    Gleðilegt ár soffía min og fjölskylda 😉

    Takk fyrir skemmtilegt, frumlegt og jafnframt gefandi blogg….haltu bara að þróast 🙂

    Áramóta kveðjur
    Anna Sigga á Akureyri

  8. Sigga Dóra
    31.12.2013 at 14:30

    Kærar þakkir fyrir skemmtilegt blogg,alveg hreint elska það og fæ alveg fiðring af gleði þegar kemur ný færsla hjá þér og alveg sérstaklega í desember,þeir eru að missa af miklu sem ekki skoða bloggið þá og skoða allar geggjuðu jólaskreytingarnar þínar.
    Vildi innilega óska þess að þú gætir þénað vel á blogginu en hef ekki beinlínis neinar hugmyndir um það hvernig.Ég les rosalega mikið af sænskum og og norskum bloggum og mér sýnist að þær séu helst að þéna á sponsorum og auglýsingum ,svo eru margar norskar sem eru með verslanir og netverslanir.Svo er spurning um einhvers konar heimastílistaráðgjöf?Svo gætirðu skrifað bók ,er alveg viss um að hún myndi seljast,allavega myndi ég kaupa hana 🙂
    Mínar bestu óskir um gleðilegt ár til þín og fjölskyldunnar þinnar með þökkum fyrir það liðna 🙂

  9. Hjördís
    31.12.2013 at 15:02

    Gledilegt ár og megi 2014 vera ter gæfuríkt! Takk fyrir tad lidna

  10. 31.12.2013 at 15:09

    Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna! Hlakka til að kíkja við hjá þér, á árinu sem er alveg að koma 😉 ég er alltaf spennt að sjá hvað þú hefur verið að bardúsa!
    kveðja Gunna

  11. Edda Fridriksdottir
    01.01.2014 at 02:48

    Yndislega thù♡♡ megi 2014 verda thitt àr, bædi ì einkalìfinu og skreyibreyti lìfinu thìnu sem thù svo rausnarlega deilir med okkur eftirhermunum;-) èg òska thèr alls hins bezta. Mjögfastfadmlagìgegnumnetid…..Edda

  12. 01.01.2014 at 13:31

    Elsku Soffía kærar þakkir fyrir þetta frábæra blogg sem þú er með og allar frábæru hugmyndirnar sem þú ert alltaf að deila með okkur og ég hlakka til að fylgjast með því sem þú ert að bralla á árinu 2014 😉 Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla 🙂
    Kær kveðja Ásta

  13. Sigurborg
    01.01.2014 at 23:01

    Takk fyrir alveg frábært blogg ! Ég hef lesið það eiginlega frá upphafi og það hefur verið mér mikill innblástur og gefið mér endalausar hugmyndir. Ég vona að þú haldir ótrauð áfram 😉
    Gleðilegt nýtt ár ! 🙂

  14. 02.01.2014 at 00:21

    Gleðilegt ár elsku Dossa mín það var yndislegt að fá að kynnast þér í raun og veru síðasta vor og ég vona svo að þið hinar heimasæturnar kíkið svo norður til okkar Kristínar svona þegar það fer að vora. Ég kíki reglulega inn á bloggið þitt en er ekki duglega að skilja eftir kveðju reyni að bæta það á nýju ári
    Risa áramóta knús á þig og þína kveðja Adda

  15. Guðrún
    02.01.2014 at 10:39

    Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna. Innilegustu þakkir fyrir elju þína við að gefa okkur hér “úti” ómælda gleði við að skoða bloggið þitt sem er hreinlega hægt að njóta endalaust og alla daga 🙂 Þú ert flottust! Gangi þér allt í haginn á árinu 2014 og ég bið og vona að þér takist að finna hvað sem til þarf að síðan þín leggist ekki af. Kær kveðja, G.

  16. Berglind Magnúsdóttir
    02.01.2014 at 11:43

    Elsku Soffía !!
    ég skal nú segja þér.. ég uppgötvaði bloggið þitt á þessu ágæta ári 2013 og breytingin á heimilinu mínu Ómæ … allt þér að þakka 😀 ég er svo óendanlega þakklát fyrir bloggið þitt, klárlega mitt uppáhalds, kíki inn nánast á hverjum degi, ég vona svo heitt og innilega að þú getir haldið áfram og þénað í gegnum þetta, innilegt knús á þig og hlakka til að fylgjast með þér áfram…
    bestu nýárskveðjur Berglind

  17. Ása
    02.01.2014 at 12:30

    Takk fyrir skemmtilegt blogg og megi árið 2014 vera þér allt sem þú óskar!!

  18. Halla
    02.01.2014 at 13:16

    Takk fyrir yndislega frábært blogg, eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að skoða bloggið þitt og eg er alltaf að spá í því hvernig ein manneskja getur verið svona hugmyndarík. Er buin að fá margar hugmyndir frà þér og lít öðrum augum á þessa ,,litlu” gömlu hluti sem öllu geta breyttt. Svo er eg líka alltaf að segja fólki frá blogginu þínu, þeim sem ég veit að hafa áhuga à þessum hlutum

  19. Margrét Helga
    02.01.2014 at 18:49

    Gleðilegt ár og takk fyrir öll bloggin og allar hugmyndirnar sem þú gefur mér/okkur! Vonandi verður árið skemmtilegt og gott fyrir okkur öll! 🙂

  20. Soffia - Skreytum Hús...
    03.01.2014 at 03:22

    Takk fyrir allar sem ein, þið eruð yndislegar <3

  21. Fríða D
    06.01.2014 at 22:18

    Gleðilegt árið 🙂
    alltaf gaman að geta kíkt hér inn og fylgjast með hvaða skemmtilega og fallega hluti þú ert að gera ;D .. sendi þér fljótlega myndir af herbeginu 😀 væri gaman að fá álit frá þér 🙂

    megji 2014 veita þér meiri innblástur 🙂

    kv. Fríða D

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *