Það er Þorláksmessa…

…sem þýðir bara eitt: jólin koma á morgun!

Þá er bara eitt til ráða að ljúka því sem þarf að klára, reyna umfram allt að muna að njóta og svo að taka á móti jólunum með gleði í hjarta 🙂

03-2013-12-22-230747

…ég varpaði þessari mynd inn á Facebook í gær með þessum skilaboðum til sjálfrar mín:

Ábending til mín:
Kæra ég, 

þú átt nóg af jólapappír – hættu að kaupa alltaf meira á hverju ári og reyndu að klára birgðirnar þínar!

Gleðileg jól…
ég 

01-2013-12-22-230707

…þetta uppskar heilan helling af “likes” og af því dreg ég þá ályktun að þetta sé algengt vandamál 🙂

Ég stakk upp á að kalla stuðningshópinn HPPK – eða HættaðKaupaPappírKona!

Það er ein leið…

02-2013-12-22-230710

…svo er það bara að dúlla sér við þetta, reyna að velja úr öllum þessum pappír 😉

04-2013-12-22-231843

…skella jafnvel skrautlímbandi utan um…

05-2013-12-22-232006

…og auðvitað slaufu…

06-2013-12-22-232433

…stundum jafnvel slaufum með hjörtum…

07-2013-12-22-232645

…eða bara stjörnum og snæri, alls konar útfærslur…

08-2013-12-22-234206

Við erum byrjuð að skreyta tréð, en það hefur gengið “erfiðleika” sökum þess hversu upptekin heimasætan hefur verið, og hún má auðvitað ekki missa af þessu.

Ég brá því á það ráð að skreyta gamla minn í staðinn, en honum fannst það ekki eins gaman, þannig að ég gafst upp…

09-2013-12-21-004101

…þarna er ég búin að setja seríur á tréð, og ég tek fram seríUR, sjáið þið dimma blettinn þarna við arininn – þar vantar enn sko!

En aldrei þessu vant setti ég ekki seríu inn í tréð – liggjandi ofan á greinunum, eins og ég er vön.  En ástæðan var nú bara sú að mér fannst þetta verða alveg nógu bjart svona og “kertin” á greinunum náðu að njóta sín betur.  Þið sjáið samt að gamli minn er enn að fylgjast með…

10-2013-12-21-010311

…frammi á gangi stendur þessi karfa, sem er kannski ekki í frásögur færandi…

11-2013-12-21-014958

…nema hvað, að þið sjáið flottu könglana þarna.  Þeir eru svona “sykraðir” og smá glitr í þeim og með bandi…

12-2013-12-21-015003

…mér fannst þeir æði og keypti þá alla þegar ég sá þá í ABC í Skútuvogi.  Alveg á spottprís og þetta eru SIA-könglar…

13-2013-12-21-015019

…og loks fékk ég þá köngla til þess að skreyta tréð – húrra!

14-2013-12-21-015728

…síðan var ég alls ekki að leita að nýjum kúlum á tréð, en sá þessar á 50% afslætti í Blómavali og bara stóðst þær ekki.  Með afslætti var pakkinn á um 599kr…

15-2013-12-21-015830

…og sama með toppinn…

16-2013-12-21-015833

…þær eru eitthvað svo ótrúlega gamaldags og vintage, svona eins og þær séu tærðar innan í – lofit!

17-2013-12-21-015857

…þannig að konan sem bíður eftir að dóttirin komu og skreyti tréð – er bara búin að hengja nýju kúlurnar og könglana á tréð – svona til þess að fá smá útrás.  Ég ber því við að ég hafi þurft að ganga frá kössunum undan kúlunum og þess vegna verið eins gott að setja þær bara beint á…

19-2013-12-21-023757

…þannig að grey tréð stendur bara hálfberrassað og býður þess að vera fært í hátíðarbúninginn…

18-2013-12-21-023738

…en ég get þó notið einfaldar fegurðar af dýrðlegum kúlum og könglum á meðan ég bíð…

20-2013-12-21-023810

..og það er ekki amalegt!

21-2013-12-21-031129

…en ég er ekki alveg eins slök í biðinni og þessi!

Óska ykkur góðs dags og farið varlega í umferðinni í dag, og munið umfram allt, að njóta þess að það er Þorláksmessa í dag  ♥

22-2013-12-21-031424

 ♥ knúsar  ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Það er Þorláksmessa…

  1. Margrét Helga
    23.12.2013 at 12:01

    Fallegt jólatré hjá þér…geggjaðar kúlur og könglar 🙂 Mitt tré kom með smá skreytingu, þar sem að við veljum okkur tré úti í skógi og þar á eru oft flottir könglar 🙂

    Aftur gleðileg jól!! 😀

  2. Gauja
    23.12.2013 at 13:39

    gleðileg jól og takk fyrir frábært bloggár 🙂

  3. 24.12.2013 at 10:11

    Gleðileg jól og takk fyrir frábært blogg og æðislegar hugmyndir sem við höfum fengið hjá þér. Vonandi heldur þú áfram á næsta ári. Jólakveðja

  4. 25.12.2013 at 06:47

    thurfti ad lesa 3 posta i rod vegna anna….ja herna her….alltaf jafn gaman ad kikja vid a Nesinu!
    Yndislegt eins og alltaf
    xo
    Brynja

  5. Anna Sigga
    28.12.2013 at 00:47

    Könglarnir eru æði 🙂

Leave a Reply to Kolbrún Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *