Eitt lítið jólatré…

…nei tvö, neiiiiii þrjú!  Þá er ekki talinn með öldungurinn sem ég sýndi ykkur í gær.  Talandi um að taka jólatrésblætið í öfgar!

Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er, þá gerðist þetta alveg óvart og án alls ásetnings um að fjölga trjám hér innanhús.  Mamma og pabbi minn voru með langt og mjótt jólatré hjá sér, sem að þau ákváðu að nota ekki lengur – þá fékk mútta (þarf að tjútta) snilldarhugmynd og bauð dótturinni hvort að hún vildi nú ekki bara eiga tréð.  Sú stutta var snögg til svars og vildi jú, endilega fá tré – húrra!

Svo var það þegar að foreldrarnir mættu hingað með langintes, að pabbi/afinn kom hó hó hó-andi inn og tilkynnti litla manninum að þetta væri sko sjóræningjatré.  Þá var ekki aftur snúið, sá litli vildi tréð líka.

Úr varð að daman fékk langamjóatréð en litli gaur átti að fá öldunginn.  Þegar að hann sá það gamla kom á minn mann þvílíkur svipur, ehhh nei takk!  Þá stökk mamman upp á háaloft og dró niður gamalt gervitré sem til var frá því í den tid (90´s).

Nú er það því þannig að bæði börnin eru komin með jólatré inn til sín – hvað er þetta eiginlega Ammeríka?

En ég var ekki að fara að kaupa skraut á öll þessi tré og sér í lagi inni hjá litla kalli þá dugði ekki að vera með neitt brothætt.

Byrjum inni hjá dömunni:

08-2013-12-20-104710

…það sem ég gerði var að kaupa marglitla seríu, því að það var draumurinn sko!  Síðan fékk ég þessa króka í Rúmfó…

1-2013-12-18-182019

…og þar sem að dóttirin perla eins og vindurinn allan sólarhringinn (eða svo gott sem) þá smellti ég perlinu á krókana og það er barasta eins skrautið sem að skreytir tréð…

09-2013-12-20-104716

…mér finnst þetta reyndar svo skemmtilegt og henni finnst tréð sitt vera æði…

10-2013-12-20-104729

…þetta kannski sýnir að það þarf ekki mikið eða dýrt til þess að skreyta trén, og þetta er eitthvað sem að krakkarnir hafa svo gaman af…

11-2013-12-20-104737

…ég sá t.d. auglýsingu frá Múrbúðinni um gervitré á um 1000kr, þannig að það er nú ekki mikið…

12-2013-12-20-104743

…eruð þið með fullt af perli heima hjá ykkur sem á engan samastað?

13-2013-12-20-104747

…þessar dömur standa síðan á skrifborðinu og bíða jólanna, stilltar og prúðar…

14-2013-12-20-105203

…það er reyndar ekki búið um rúmið…

15-2013-12-20-105212

…en það afsakast þegar að rúmfötin eru svona falleg, ekki satt?

16-2013-12-20-105216

…bambar útum allt…

17-2013-12-20-105222

…jólastelpan komin upp á hillu…

18-2013-12-20-105229

…og sveinki á borðið…

19-2013-12-20-105234

…fjaðratrén leynast víða, líka í dömuherberginu…

20-2013-12-20-105253

…aðeins að kíkka á perlutréð…

21-2013-12-20-105258

…síðan er það húsið, maður minn, þetta hús!

22-2013-12-20-105318

…eins og þið sjáið þá breyta gluggarnir um lit og þetta er svo ævintýralega fallegt…

23-2013-12-20-105327

…þetta fæst í SPENNANDI (smellið hér) og ég er nokk viss um að þetta er fyrsta húsið af mörgun sem ég kaupi…

24-2013-12-20-105330

…smáatriðin eru svo mörg og þetta er svo yndislega retró…

25-2013-12-20-105335

…síðan stóðst ég ekki að kaupa þessi litlu hreindýr með…

26-2013-12-20-105337

…en þau fengust í Burkna í Hafnarfirði…

27-2013-12-20-105344

…dásemdar fallega hús…

28-2013-12-20-105349

…þá erum við að verða búin að skoða það helsta jóló í stelpuherberginu…

29-2013-12-20-105356

…en eruð þið ekki sammála um að það er skemmtilegt að nota perlið svona til skreytinga?

31-2013-12-20-105413

…það er líka svo gaman hversu stolt hún er af trénu sínu…

32-2013-12-20-105420

…þar sem að allt skrautið er eftir hana sjálfa…

33-2013-12-20-105422

…blómið er líka saumað af heimasætunni…

37-2013-12-20-105454

…síðan er hún að gera risastórann snjókarl sem að á að setja á toppinn, bíð spennt eftir því 🙂

38-2013-12-20-105459

En svo er það herbergi litla mannsins…

39-2013-12-20-105550

…en fékk sem sé gamla gervitréð, marglita seríu og síðan stakk ég einfaldlega nokkrum böngsum sem hann á inn á milli greinanna…

40-2013-12-20-105617

…einföld leið til þess að skreyta tréð og hann getur verið að leika sér með þetta allt saman…

43-2013-12-20-105702

…og ekkert brothætt…

44-2013-12-20-105708

…hreindýrajólasokkur hangir á náttborðinu…

41-2013-12-20-105653

…risastór jólasveinn er á hraðferð á mótórhjólinu hans, en þetta er líka frá ömmunni sem gefur jóladótið sitt…

45-2013-12-20-105732

…og þannig fór það!

Dytti ykkur einhvern tímann í hug að setja upp tré í krakkaherbergjunum, eða er það bara ég sem er klikk?? 🙂

46-2013-12-20-105751

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Eitt lítið jólatré…

  1. Kristbjörg
    20.12.2013 at 11:59

    Geðveikt, langar einmitt svo í tré inn hjá stelpunni en þAr sem herbergið er að drukkna í dóti þá er ekki pláss.

  2. Margrét Milla
    20.12.2013 at 12:08

    yndislegt, sárlega vantar svona mjótt jólatré!

  3. Margrét Helga
    20.12.2013 at 12:53

    Væri alveg til í að setja jólatré inni hjá börnunum ef það væri pláss 🙂 Verð a.m.k. með tvö tré á næsta ári, spurning hvort börnin fái líka 🙂

  4. Asa
    20.12.2013 at 13:11

    Flott… Nóg til af perli hér og myndi ábyggilega duga á svona eins og eitt tré (mætti vera í stærri kanntinum), spurning um að skella einhverju af því með á heimilistréið…

  5. 20.12.2013 at 13:39

    Dásamlega fallegt eins og alltaf 🙂
    Sá mjó og falleg jólatré í Garðheimum um daginn í mismunandi hæðum 🙂

    Á aðeins tvö hús eftir 🙂
    Englaknús
    Anna Sigga í Spennandi 🙂

  6. Anna Sigga
    20.12.2013 at 14:09

    Vá sniðugt 🙂 þetta með perlið…og þvengmjótt tré, Snilld!

    Sonur minn var með gervitréið okkar inni hjá sér í fyrra þá vorum við lika með lifandi tré inni í stofu en ekki í ár því að það er sparnaður í ár 🙂 gervitréið er með díóðuljos í greinunum og kemur vel út í myrkrinu, Skreytum það ekki að öðruleiti. Höfum skraut í gluggum, á veggjum og á hurðum 🙂

  7. María
    20.12.2013 at 14:23

    Mikið er sniðugt að nota perludjásnin og bangsana til að skreyta barnatréin.

  8. Anna
    20.12.2013 at 14:47

    Æðislegt eins og allt sem þú kemur nálægt. Verð að spyrja, hvaðan kemur bambasængurverið og æðislega hillan inni hjá dótturinni?

  9. Rannveig
    20.12.2013 at 18:49

    Glæsilega skreytt jólabarnaherbergi 😉

  10. 20.12.2013 at 22:03

    obbosslega jólalegt og flott…..og svoldið amerískt en það er bar flott 😉 Segi ég þar sem ég rölti mér í Múrbúðina í gær og keypti þetta fína 1.20 jólatré á 790 krónur sem stelpurnar fengu að setja upp í herberginu sínu í dag ! Marglita serían var einmitt fyrir valinu (þar sem ég er bara með hvítar perur hjá mér) og svo skreyttu þær það með allskyns gömlu jólaskrauti sem komst ekki fyrir lengur á okkar jólatré 🙂

    Sem sagt bara æði !!

  11. Kristjana Hafdís
    22.12.2013 at 23:56

    Flott eins og alltaf 🙂

  12. svanhvitarnar@gmail.com
    14.02.2014 at 11:56

    Æði…. hvar fékkstu rúmteppið þetta sægræna, langar svo í svoleiðis fyrir stelpuna mína 🙂

Leave a Reply to María Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *