Nostalgía…

…er víst eitthvað sem að tilheyrir jólunum hjá flestum.

Maður er hugsar til baka um jólin þegar að maður var sjálfur barn, og er í því að reyna að skapa fallegar minningar fyrir krílin sín.  En talandi um bernskunnar jól þá varð ég mjög spennt þegar að mér stóð til boða að fá jólatréð sem er frá bernsku móður minnar.

Það þýðir að tréð hafi komið í hús á árunum 1937-1942.

01-2013-12-18-170304

…það er ekki mikill íburður yfir því, og ekki margar greinar.  En mikið finnst mér það nú fallegt!

Ég veit að það sjá ekki allir fegurðina í þessu, ein dama sem ég þekki spurði mig hvort að ég hefði tekið kústskaftið með mér, en ég  verð að segja að mér finnst þetta eitthvað svo dásamlegt…

02-2013-12-18-170309

…á mörgum greinum eru þessar litlu festingar, sem ég veit ekki enn hvort að hafi haldið kertunum eða hvort að þetta séu bara festingar af einhverju öldruðu jólaskrauti sem er farið á brott…

03-2013-12-18-170314

…hafið þið einhverjar kenningar um það?

04-2013-12-18-170319

…fóturinn er heimasmíðaður og mjög fallegur að mínu mati…

05-2013-12-18-170324

…en ég gat ekki bara látið tréð standa eins og það var.  Mig langaði í skraut sem að gæti hæft þessu tré!

Þannig að ég fór í smá leiðangur og í Söstrene, fann ég þessa hérna yndislegu stjörnu (ca. 300kr).  Mér fannst hún skemmtilega gamaldags, hún er eitthvað svo plein, þó að hún sé smá glimmruð.

Þannig að ég var skotin…

06-2013-12-18-170428

…einnig í  fékk ég hjá systrunum góðu þessar kertaklemmur.  Sem á 499kr eru ódýrar og fallegar, og svoldið gammel, ekki satt?…

07-2013-12-18-170519

…litlu englakertin, sem að smellpassa í fékk ég síðan í Garðheimum…

14-2013-12-18-170530

…og saman…

18-2013-12-18-172539

…þá eru komin stjarna á toppinn og kertin á sinn stað, hvað svo?

15-2013-12-18-170755

…jólakúlur!

Ég fékk þessar litlu kúlur, eða kannski frekar eins og hnetur í Blómaval.

Þá varð útkoman þessi…

08-2013-12-18-172527

…ég hefði getað sett rafmagnsseríu á, en mér fannst ekki passa að sjá snúru-farganið þannig að ég valdi að fara í orginalinn.

Gömlu góðu kertin…

09-2013-12-18-172545

…hér sjáið þið betur litlu fallegu “hneturnar”…

10-2013-12-18-172551

…reyndar sá ég líka í Söstrene, gamaldags englahár, þessi yndislegu silfruðu en ég ákvað að hinkra aðeins með það.

Svo fannst mér þetta vera eitthvað of “berrassað” ennþá þannig að …

11-2013-12-18-172602

…þannig að ég klippi blaðsíður úr gamalli bók í einfalda renninga og heftaði saman, og útbjó svona “garland” á tréð – svona enn og aftur, nettur nostalgíufílingur í þessu…

12-2013-12-18-211217

…afskaplega einfalt, en ansi hreint krúttað…

22-2013-12-18-211212

 

 

 

24-2013-12-18-211227

…og þannig staðnæmdist ég, í bili!

26-2013-12-18-211242

 …setti þetta síðan á gráan bakka og smá snjó og tréstjörnur með.

20-2013-12-18-211138

Hvað segið þið?

Fáið þið nostalgíufegurðarkast?  eða er þetta skreytt kústskaft? 🙂

16-2013-12-18-211148

23 comments for “Nostalgía…

  1. Margrét Helga
    19.12.2013 at 11:11

    Pjúra nostalgía! Þetta er nákvæmlega eins og jólatréð sem systkini mín fengu í jólagjöf einhverntímann þegar þau voru lítil (líklega 1 og 2 ára). Vorum reyndar með rafmagnsseríu (ekki samt eins og er í dag, heldur með stærri perum), gamaldags kúlum og bjöllum (sem eru ennþá til hjá pabba) og einmitt englahári. Svo (af því að fóturinn á trénu var ekki eins fallegur og á þínu tré, samt svona kubbur) settum við bómull í kringum fótinn þannig að það varð alveg eins og snjór. Svo stóð tréð alltaf uppi á borði af því að það var svo lítið…held það hafi verið notað alveg til 1987 (ég var þá 14 ára), þá var stofan heima stækkuð og þá kom pláss fyrir ekta jólatré 🙂
    Langar eiginlega til að fara að grafa gamla tréð upp þegar ég sé þitt 😉

    • Margrét Helga
      19.12.2013 at 11:19

      Já og takk fyrir tvo pósta á einum degi!! 😀 Bara frábært 🙂

  2. Kristín
    19.12.2013 at 11:14

    Þetta er afskaplega fallegt 🙂 Mig langar einmitt í svona gamaldags tré með kertaklemmum og fíneríi 🙂

  3. 19.12.2013 at 11:21

    Þú ert alveg magnaður fagurkeri 🙂 Allt fallegt sem þú gerir.
    Elska að fylgjast með þér 🙂
    Man í fyrra að þá fór ég upp á Árbæjarsafn. Þar var búið að jólaskreyta af gömlum sið. Ætla að gefa mér tíma að fara aftur núna. Svo skemmtilegt 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.12.2013 at 22:01

      Ohhhh – hljómar vel! Maður ætti að fara með krílin þangað á sunnudaginn 🙂

      *knús til þín

  4. Hugrún
    19.12.2013 at 11:24

    langar í.. langar í ……

  5. Inga
    19.12.2013 at 11:27

    Þetta er yndislegt! Það var svipað tré á mínu heimili mín fyrstu ár, því miður er það ónytt, væri svo til i að eiga það í dag 🙂
    Allaf gaman að skoða hjá þér, fæ fullt af spennandi hugmyndum 🙂
    Jólakveðja

  6. Margrét Milla
    19.12.2013 at 11:28

    Dásamlegt, hef einmitt lengi verið að leita mér að svona gömlu jólatré, þetta er svo fallegt og kennir manni líka að stundum á við svo innilega “less is more” 😀

  7. Guðrún H
    19.12.2013 at 11:30

    Þetta tré er yndislegt. Mér finnst það meira að segja fallegra án garlandsins því það er svo einfalt og fallegt.
    Talandi um kústskaft, jóltréð á æskuheimili pabba míns var búið til úr hrífuskafti og grænu fóðri úr umslögum, ég hef stundum spáð í að búa svoleiðis til en umslög eru bara ekki fóðruð lengur.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.12.2013 at 22:00

      Þetta líkar mér, fólk bara reddar sér! 🙂

      Hrífuskaft+umslagafóður=töfratré!

  8. Kristín S
    19.12.2013 at 11:36

    Mjög fallegt en pappírslengjunni hefði ég sleppt, fannst það fallegra áður en að hún kom og njóta sín betur 🙂

    kveðja
    Kristín S

  9. Kristjana Hafdís
    19.12.2013 at 12:13

    Fallegt, falegt 🙂

  10. Systa
    19.12.2013 at 12:25

    Svo yndislega fallegt, gamaldags og rómó 🙂

  11. Berglind H
    19.12.2013 at 12:41

    Hef sagt það áður – þú ert töfrakona! Gætir breytt svörtum ruslapoka í einhverja gersemi.. hvað þá kústskafti 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.12.2013 at 21:59

      Ouwwww…..koddu bara með pokann, ég skal skreyt´ann í spað 🙂

  12. 19.12.2013 at 13:56

    mér finnst það algjörlega adorable 🙂

  13. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    19.12.2013 at 14:15

    Elska þetta tre a eins nema með rauðum fæti. Það er svo Dásamlegt að hafa þetta gamla tre með sál um jólin 😉

  14. Lilja
    19.12.2013 at 14:20

    Takk fyrir 2 pósta í dag. Æðislegt!

  15. Inga kr.
    19.12.2013 at 15:12

    Húrra ! Stórglæsilegt !! Ég er sjálf með gamalt tré-jólatré sem ég hef á stigapallinum, með kertum en engu skrauti

  16. Sigga Maja
    19.12.2013 at 20:46

    Ég veit ekki betur en að þessar klemmur séu fyrir kerti.
    Það er svo skemmtilegt að skreyta þessi tré með gömlu skrauti. Ég er með upprunnalega skrautið á mínu. Það eru t.d. gamlar glansmyndir.
    En vissir þú það að þetta eru litaðar gæsafjaðrir ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.12.2013 at 21:58

      Heyrðu já, komst að því bara í gær 🙂

      Vildi reyndar óska að gamla skrautið væri enn til!

  17. Vala sig
    19.12.2013 at 21:46

    Rosalega fallegt hjá þér elska,mikið væri ég til í svona gamalt tré

  18. Birgitta Guðjónsd
    19.12.2013 at 22:33

    …….Við bróðir minn eignuðumst svona tré í æsku og veit ekki annað en það sé til enn …og því fylgdi Bjöllu-rafmagnssería úr plasti frá Reykjalundi….og kassi með gler jólakúlum ( á nokkrar enn).seríuna á ég líka og kassann sem hún kom í… og notaði hana oft fyrir mín börn á árum áður…Þarf að skoða þetta með tréð….takk fyrir frábærar myndir datt nokkra áratugi aftur í tímann þegar ég kíkti á síðuna þína….Jólaknús í hús Birgitta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *