Verum vinir…

…er það ekki bara málið!  Litli kallinn minn er alveg með Dýrin í Hálsaskógi á heilanum, þau eru búið að vera í uppáhaldi í 2 ár hjá honum, sem er dágott hjá litlum manni sem er rétt rúmlega 3ja ára 🙂

Ég ákvað því að tala við hana Maggý í Fonts (sjá hér) og fékk hana til þess að gera skilti inn í herbergið hans…

02-2013-12-15-150020

…mér finnst svo æðislegt að hann eigi núna svona inni í herberginu sínu, því boðskapurinn er góður, skiltið er geggjað flott, og ég er alveg sátt við að þessi boðskapur fylgi honum inn í lífið 🙂

01-2013-12-15-150014

…mér finnst þetta vera líka svona skemmtilegur “minnisvarði” um þetta tímabil í lífi hans og þegar að hann verður of mikill töffari fyrir þetta – þá er ég alveg á því að þetta verður bara æðislegt í eldhúsinu eða á ganginu, ekki satt?

03-2013-12-15-150031

…hinum meginn í herberginu stendur kommóða litla gaurs og á henni er gamall jólakall,
en með honum er reyndar nýtt tré…

04-2013-12-15-150049

 …þetta er ekki alveg jólatré, en ferlega flott lítið tré sem að er með litlum ljósum.  Mér finnst þetta alveg gasalega töff og fékk það í Rúmfó á Korputorgi (sjá hér – fyrir ykkur sem að stundið kauphlaup 😉 )…

05-2013-12-15-150053

…það er líka eitthvað svo gaman að raða svona upp, búa til svona lítil ævintýri sem að börnin – og fullorðnir – geta notið…

07-2013-12-15-150102

…nú ef við vindum okkur svo inn í eldhús, á skenkinn minn góða, þá stendur þar núna blessunin hún María.  En ég bara stóðst hana ekki þegar að ég heimsótti hana Maggý í Fonts.  Ég hef tekið eftir þessu skilti á hverri einustu mynd sem að Fonts hefur deilt með henni, og núna þegar að ég er komin með skiltið heim þá varð ég sko ekki fyrir vonbrigðum…

08-2013-12-14-010749

…mér finnst eitthvað svo dásamleg ró og friður yfir henni, og það er aldeilis viðeigandi á þessum árstíma…

10-2013-12-14-010841

…fallegt, fallegt, fallegt…

11-2013-12-14-010819

…eigið yndislegan dag og reynið að láta ekki jólastressið ná tökum á ykkur!

Þetta reddast allt saman!

10-2013-12-14-010841

Síðan, af því að hún Maggý hjá Fonts er svoddan yndi, þá samþykkti hún að gefa ykkur sérstakt Skreytum Hús-verð á Maríunni.

Venjulegt verð 7.900 en special price for you my friend-verðið hjá Skreytum Hús er kr. 6.400

Stærðin á henni er:  30*40cm

02-2013-12-15-150020

Síðan er það fallega Öll dýrin í skóginum-skiltið og er það á kr. 5.900

Stærðin á skiltinu: 20*40cm

Ef þið hafið hug á að panta svona þá sendið þið bara tölvupóst á soffiadogg@yahoo.com eða sendið mér skilaboð á Facebook.

6 comments for “Verum vinir…

  1. Margrét Helga
    17.12.2013 at 09:47

    Þetta er ekkert smá krúttlegt skilti! 🙂 Og boðskapurinn er góður og klikkar aldrei.
    Maríuskiltið er líka flott…veit ekki alveg hvort ég er trúuð eða ekki (á eftir að taka þær rökræður við sjálfa mig) en ég fæ svona vellíðunar- og afslöppunartilfinningu þegar ég horfi á þetta skilti. Bara flott!

  2. Anna Sigga
    17.12.2013 at 13:43

    Verum öll vinir 🙂 krúttarlegt skilti hjá litla gaur 🙂
    Er ekki trúuð en maríu myndin er samt falleg 🙂

    Aðventu kveðjur AS

  3. Birna
    17.12.2013 at 14:02

    VÁ þetta er æðislegt… langar mikið í svona inní herbergið hjá gaurnum mínum 🙂

  4. Kristjana Hafdís
    17.12.2013 at 20:15

    Flott eins og alltaf hjá þér 🙂

  5. Vala sig
    17.12.2013 at 23:36

    Ohh falleg

  6. Anonymous
    18.12.2013 at 17:39

    Oh langar í bæði skiltin ..og RL-design tréð, ætli maður verði ekki að gera sér ferð á Korputorgið (“,)
    Glæsilegt hjá þér mín kæra..as always

Leave a Reply to Kristjana Hafdís Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *