12 dagar til jóla…

…og það er alveg magnað hvað tíminn líður nú hratt í desember, sem og reyndar aðra daga…

03-2013-12-10-101242

…en það er undir okkur sjálfum komið hvernig við notum, og njótum, þessa daga fram til jóla.  Ég í það minnsta er ekki að sprengja mig í að verða, VERÐA, að ná að þrífa allt eða að baka allar sortirnar.  Jólin koma hvort eð er, og við gerum bara okkar besta.  Þrátt fyrir að þið sjáið allt skreytt hjá mér og “glansmynd” af heimilinu, þá er það bara af því að þetta er það sem gleður mig í desember.  Ég skreyti af því að ég nýt þess…

04-2013-12-10-101342

…reynum að gera það sem við njótum!

Allt verður fallegra í mjúku kertaljósi, eða ljósinu frá seríunni, og með réttu tónlistinni getur þú náð fram rétta andrúmsloftinu 🙂

05-2013-12-10-101348

…finnum gleðina í litlu hlutunum.  Tré í skál/vasa og smá namms í skál…

06-2013-12-10-101531

…gleðjumst yfir góðum vinum, sem gefa okkur fallegar gjafir sem þeir vita að hitta í mark…

07-2013-12-10-101538

…gleðjumst yfir snjónum úti sem að gerir þennan árstíma bjartari og hátíðlegri…

08-2013-12-10-101652

…föndrum okkur kerti (sjá DIY hér)…

09-2013-12-10-140503

…þessi eru í uppáhaldi hjá mér núna, svona einföld og hvít, og auðvitað dass af glimmeri…

15-2013-12-09-141222

…því glimmer gleður 🙂

16-2013-12-09-141224

…fallegi kransinn minn (úr Í Sveit og bæ) fékk að færa sig yfir í gluggann…

12-2013-12-10-140517

…og svo setti ég smá dash af snjó yfir standinn…

13-2013-12-10-094234

…og auðvitað hreindýrin sem fá að kúra þar…

14-2013-12-10-094240

…þegar að ég var að setja upp skenkinn, þá varð kransinn heimilislaus í smá stund, og ég lagði seríu sem ég var á borðinu yfir hann.  Síðan fannst mér þetta svo fallegt að ég varð að mynda þetta fyrir ykkur…

17-2013-12-09-195457

…því eins og áður sagði, það er stundum bara þetta litla sem þarf til að gleðja…

18-2013-12-09-195524

…home sweet home…

19-2013-12-09-195538

…ekki satt?

20-2013-12-09-195754

Annars vil ég bara þakka ykkur fyrir öll fallegu kommentin í gær, mikið var gaman að heyra frá ykkur svona mörgum ♥

14 comments for “12 dagar til jóla…

  1. Vallý Sævarsdóttir
    12.12.2013 at 10:58

    Mikið er ég sammála þér. Desember á að vera kósý í jólaundirbúningnum. Maður verður bara að ákveða njóta og taka ekki þátt í jólastressinu.
    Annars er ég að spá í að fá að stela þessari kertahugmynd. Þessar myndir eru æði og mega krúttó. Mætti ég spyrja hvar þú fannst þær? Var það bara gamli góði google?

  2. Friða D
    12.12.2013 at 11:03

    Rosalega flott 🙂 og kransinn er æði 🙂
    Kv. Friða

  3. Guðrún H
    12.12.2013 at 11:06

    Mikið er þetta fallegt hjá þér, það er svo yndislegt að kveikja á kertum og horfa út i snjóinn í skammdeginu.

  4. Steinunn
    12.12.2013 at 11:09

    Sæl,

    Ofsalega fallegt hjá þér.
    Mig langar að spurja hvar þú hafir fengið hlerana í eldhúsglugganum? 🙂

  5. Kristjana Henný Axelsdóttir
    12.12.2013 at 11:19

    Maður á einmitt bara að NJÓTA á þessum tíma ekki festast í hvað við VERÐUM að gera. Það er td viss hugar “therapy” að kíkja á síðuna þína á hverjum degi.

  6. Margrét Helga
    12.12.2013 at 12:32

    Er alveg inni á sömu línu…nenni sko ekki að stressa mig á einhverju sem að maður “Á” að vera búin að gera fyrir jólin. Þau koma hvort eð er. Ég baka þegar mig langar, er að fara að undirbúa piparkökuskreytidag með börnunum, hlusta á jólalög og bara dúllerí í desember 🙂 Og kransinn er hrikalega flottur svona með seríunni 🙂

  7. Berglind Ósk
    12.12.2013 at 12:48

    Rosalega flott og fínt!
    Hvar fékkstu hvíta þriggja arma ljósið?
    Kv. Berglind Ósk

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.12.2013 at 14:16

      Hæ Berglind,

      það er úr Garðheimum 🙂

  8. Asa
    12.12.2013 at 13:02

    Rosalega flott allt… Kvitt fyrir síðustu nokkra daga….
    Jólakveðja

  9. 12.12.2013 at 14:09

    Fallegt hjá þér Soffía!Hvaða myndavél ert þú með? … Æðislega flott teknar mynirnar þínar ♥

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.12.2013 at 14:16

      Takktakk, ég er með Canon 7D 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *