11 dagar til jóla…

…og örfáir jólasveinar farnir að læðast inn á heimilið!

2013-11-27-193728

Þeir eru ekki margir sem eru með landvistarleyfi hérna, en þessir hér fengu vegabréfsáritun og almenna blessun húsfreyjunnar…

2013-11-27-193738

…en þetta eru einmitt langintesarnir sem keyptir voru í sumarfríi famelíunnar hérna eitt árið – og hvaða fjölskylda er ekki í því að kaupa sér jóladót á miðju sumri (sjá hér)…

2013-11-27-193747

…annað sem ég hef gaman af er þessi glæri Ikea-lampi, sem ég er búin að eiga í mörg ár, og að leika mér með innihaldið í hans glæru vömb.  Í ár fékk hann nokkra köngla, smá börk og hvítar snjóstjörnur, ommmnommmnommm…

2013-11-27-193753

…svo er alltaf gaman að bæta við þessum svona náttúrulegri áferð, eins og þessum grófu viðarstjörnum…

2013-11-27-193759

…og auðvitað ljósaseríu…

2013-11-27-193804

…stjörnur og könglar, um það snýst málið…

2013-11-27-193808

…ok, og íkornakrúttin líka…

2013-11-27-193835

…því að þau eru bara nokkrum númerum of sæt, ennþá…

2013-11-27-193840

…og þannig raðaðist þetta í ár…

2013-11-27-193848

…annars vona ég bara að þið eigið góða helgi og knús í hausinn á ykkur!

Ég á svo mikið í handraðanum sem ég ætla að sýna ykkur að ég veit vart hvar ég á að byrja, en þetta kemur örugglega allt inn og vonandi sem fyrst 🙂

2013-11-27-193858

4 comments for “11 dagar til jóla…

  1. Margrét Helga
    13.12.2013 at 09:39

    Þvílík og önnur eins dásemd eins og alltaf hjá þér 🙂 Hrikalega flottir jólasveinarnir, og ég segi nú bara auðvitað kaupir maður sér jólaskraut á sumrin!! Bara þegar maður sér flott jólaskraut þá kaupir maður svoleiðis!! Það stendur bara skrifað í reglum um jólaskraut, nánar tiltekið í reglu 2: “Öllum er það skylt að kaupa sér jólaskraut sem þykir hæfa smekk heimilismanna (aðallega húsmóðurinnar) hvenær sem slíkt ber fyrir augu. Gildir engu hvaða tími árs er.” Og hananú!! 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.12.2013 at 09:40

      Amen sister 🙂

  2. Vala sig
    13.12.2013 at 10:26

    Dásamlegt,maður kaupir jólaskraut allt árið um kring 😉

  3. Halla Dröfn
    13.12.2013 at 10:52

    svo fallegt hjá þér en ég fékk alveg smá úff eru bara 11 dagar til jóla þegar ég las titilinn á blogginu en svo róaðist ég við að skoða þessar fallegu myndir (sem vonandi verða til þess að ég komist í gírinn og fari að nýta daginn í staðinn fyrir að sitja hér við tölvuna 😉
    kveðja úr óveðrinu á austurlandinu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *