Twas the night before christmas…

…eða ef við tölum bara okkar ylhýru íslensku, þá var það þegar að jólin nálguðust.

Þá gerðist það!

Hvað gerðist?

Jólakraftaverk!

35-2013-12-10-094441

Ég lýg engu með það, svo sannarlega jólakraftaverk 🙂

Best að útskýra málið.

Við hjónin vorum inni í eldhúsi og bóndinn var með hausinn fastann inni í ipaddaranum þegar að hann leit allt í einu upp og sagði: “varstu búin að sjá þennan skenk?” og sýndi mér myndina…

20131124134056_7

…þetta er kannski ekki svo furðulegt nema ef þið þekktuð bóndann minn.  Hann er ekki breytingakall (bwaaaahahaha – hljómar fáránlega, miðað við hverri hann er giftur), en engu síður – honum leiðist svona vesen!

Ég var ekki einu sinni að leita mér skenk, en leist svona líka vel á gripinn og allt í einu vorum við á leiðinni að skoð´ann, svo kaup´ann og mál´ann.  Ég notaði bara grunninn minn góða, úr Litalandi, því að ég er að fíla áferðina sem kemur af þessari málningu…

1-11.121

Þá var´ann orðinn svona…

01-2013-12-09-141241

…svo var beitt gömlu góðu aðferðinni, farið úr sokkum-sett-handklæði-undir-lappir-og-ýtt-og-ýtt, til þess að koma nýja skenkinum á réttan stað í eldhúsinu og svo mátaði ég gamla litla skápinn ofan á…

02-2013-12-09-160731

…og setti á nýjar höldur, sem eru ÆÐI (keyptar hér)…

03-2013-12-09-160746

…en gamli skápurinn skyldi fara upp á vegg í þetta sinn.  Ég er búin að vera skíthrædd um að hann detti fram fyrir sig, standandi svona á borðinu.  Þá fór ég í Ikea, og fékk mér hillubera, sem ég var nokk viss um að myndu gefa þessu lookið sem að mig langaði í…

1-Fullscreen capture 2.1.2013 173559

..og þá gat bóndinn gert það sem honum finnst skemmtilegast, draga fram græjurnar – allir saman nú: úúúúúúúúúúúúú fínt strákadót!

07-2013-12-09-212816

…þetta er sem sé svona lazer-skjóti-dæmi sem gerir línu yfir allt herbergið, þannig að auðvelt er að finna út hvar á að bora.  Síðan er örugglega hægt að fara í einhverja Star Wars-leiki með svona….”Luke, I am your Father”…

08-2013-12-09-212831

…sko – sjáið bara hvað þetta er bráðnauðsynlegt!!

09-2013-12-09-213206

…svona getur hvaða eiginmanni sem er liðið eins og Tim, the Tool Man, Taylor

10-2013-12-09-213234

…og þannig var hann kominn upp á vegg.  Höldurnar eru þarna fyrir neðan skápinn, og svo eru líka lítil L-stykki inni í skápnum og föst við vegginn.  Hann ætti að haldast uppi blessaður!  Þegar að litli gaurinn minn kom svo fram morguninn eftir þá heyrðist bara; Vá, skápurinn er fljúgandi, hann ætti að vera með vængi! 🙂

11-2013-12-09-222319

…þá er komið að því sem að mér finnst skemmtilegast, ójá – raða!

Sjúbbbí….

36-2013-12-10-101253

…allt fullt af litum skemmtilegum hólfum og hillum sem hægt er að setja rétta hluti í, í okkar tilfelli- þá er reynt að gæta þess að hafa ekkert í rófuhæð sem gæti brotnað, því hvuttarnir okkar dilla skottum (þeir eru greinilega glöðustu hundar í heimi)…

37-2013-12-10-101303

…kerti eru því kjörin í þessa hæð, sérstaklega þar sem að ég spæni upp kertunum þessa dagana…

38-2013-12-10-101307

…skenkurinn er bara 40 cm djúpur, þannig að hann er ekki of fyrirferðamikill þarna á vegginum…

40-2013-12-10-101316

…og hann tekur ekki meira pláss á dýpt en borðið, en hann er hins vegar lengri…

41-2013-12-10-101332

…og veggskápurinn samsvarar sér mikið betur fyrir ofan skenkinn heldur en fyrir ofan borðið sem áður var…

42-2013-12-10-101348

…og það var meira að segja pláss fyrir spegilinn minn við hliðina, sem kætti mig…

43-2013-12-10-101353

…á skápinn hengdi einn af dásemdar Kærleikspúðunum hennar Dísu (sjá hér-smella)…

45-2013-12-10-101408

…mér finnst þeir svo fallegir og á núna þrjá mismunandi svona.  Frábærir til þess að hengja á jólapakkann…

44-2013-12-10-101400

…svo er bara að njóta þess að raða öllum litlu og fallegu hlutunum í kringum sig…

47-2013-12-10-101420

…þetta finnst mér vera dásamlega fallegt! Algerlega “ómerkilegar” jólakúlur – bara einhverjar sem til eru, og svo fallegar þegar þær eru komnar undir glerkúpulinn…

48-2013-12-10-101425

…og litla krukkuþorpið mitt er alveg sátt við að vera flutt á stærra landssvæði, þetta er svoldið svona eins og Álftanes og Garðabær.  Þær eru komnar á nýjan stað en eru enn á saman gamla staðnum 😉

49-2013-12-10-101434

…ég myndi segja að þessar dásemdarbækur og blöð eru svoldið innspýtingin í þessum breytingum, hvað finnst ykkur sem þetta skoðið?

50-2013-12-10-101441

…ljósið á bakvið krukkurnar gerir svo mikið…

51-2013-12-10-101450 52-2013-12-10-101516

…og flotta uglukertið frá henni Deco Chic er æðislegt þarna, og í svo flottum gráum lit.  Ef þið eruð ekki að fylgja ævintýrum Brynju í Ammeríkunni þá skuluð þið smella hér, og fylgja henni á Facebook – alveg möst…

54-2013-12-10-101538

…og þannig er það!  Er þetta ekki bara alveg að gera sig??

58-2013-12-10-101629

Er það bara ég sem er ástfangin? 

56-2013-12-10-101616

Ég tók “nokkrar” myndir til viðbótar sem ég ætla að setja í smá aukapóst í dag – þannig að fylgist með 🙂

facebook_like_button_big1

…og munið á LIKE-takkinn hér fyrir neðan er vinur ykkar! 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

49 comments for “Twas the night before christmas…

 1. Gulla
  11.12.2013 at 08:14

  Þetta er ÆÐI:)

 2. Gulla S
  11.12.2013 at 08:21

  Stórglæsilegt! Skil þú sért ástfangin 🙂

 3. 11.12.2013 at 08:26

  þetta er GORDJÖSS!!!
  Virkilega öfundast útí svona gott pláss 🙂
  Litla íbúðin mín er að springa! Sérstaklega eftir að ég tók upp eitthvað af jólaskrautinu.. nota bene ekki næstum því allt jólaskrautið, eiginlega bara aðventuskrautið.. 😉

 4. Sigrún E. Svavarsdóttir
  11.12.2013 at 08:31

  Fallegt!!! 😉

 5. Vallý Sævarsdóttir
  11.12.2013 at 08:38

  Það ert sko ekki bara þú sem ert ástfangin! Skenkurinn er æði og fljúgandi skápurinn líka. Snillingur! 🙂

 6. Ásdís Erla
  11.12.2013 at 08:40

  Þetta er algjört æði hjá þér !….skil þig alveg með eiginmanninn, á einn slíkan sem á breytingaróða konu…hehehe 🙂
  Knús

 7. Tinna
  11.12.2013 at 08:40

  VÁ hvað þetta er fallegt hjá þér! 🙂

 8. Bogga
  11.12.2013 at 08:41

  Big like á the new skenk :)Nei án gríns þetta kemur hrikalega vel út, eins og allt sem þú gerir ! Vá hvað kallinn minn skilur kallinn þinn, hann hoppar ekki alltaf hæð sína þegar þarf að draga fram borvélina 😉

 9. 11.12.2013 at 08:49

  Mikið vildi ég að ég hefði þennan drifkraft sem þú hefur og hugmyndaflugið 🙂 Þetta er rosalega flott og kemur mjög vel út saman.

 10. 11.12.2013 at 08:54

  Guð hvað þetta er fallegt hjá þér 🙂

 11. Hjördís Inga Arnarsdóttir
  11.12.2013 at 08:59

  Takk Soffía fyrir að opna ævintýraheiminn þinn fyrir okkur fullt af hugmyndum og endalaust fallegt

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2013 at 22:56

   Æji takk fyrir 🙂

 12. Sandra Sif Úlfarsdóttir
  11.12.2013 at 09:05

  eitt orð yfir þetta …. VÁ !! 🙂

 13. Anna Kristín
  11.12.2013 at 09:10

  Snillingar bæði tvö 🙂 ji þér hefur tekist að smita Valda 🙂 tíhí
  knús á þig
  Anna Kristín

 14. Hjordis
  11.12.2013 at 09:21

  Vá! Algjört æði eins og alltaf hjá þér:)

  Kv.Hjördís

 15. Bogga
  11.12.2013 at 09:22

  Fallegt 🙂

 16. Margrét Helga
  11.12.2013 at 09:23

  VÁ!! Ég er ástfangin líka!! Má ég flytja heim til þín? Eða í það minnsta fara á námskeið hjá þér í smekklegheitum!! 😀

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2013 at 22:56

   Jamm, ekki málið – smekklegunámskeiðin verða fljótlega eftir jól 😉

 17. Guðný Ruth
  11.12.2013 at 09:28

  Vá! Mér finnst þetta bilað flott og ef þú færð leið á þessum tveimur, þá skal ég alveg ættleiða þá *hóst*

  Takk takk, bíð spennt eftir næstu færslu 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2013 at 22:57

   Sett þig á lista 🙂

 18. Sigga Rósa
  11.12.2013 at 09:29

  Yndislegt og svona kósý fílingur yfir myndunum 😉

 19. Guðrún H
  11.12.2013 at 09:47

  Þetta er alveg frábært, ég get ekki beðið eftir að klára að mála minn skenk og skáp og gera huggulegt hjá mér.

 20. Edda
  11.12.2013 at 09:59

  Vááá þetta er æðislegt!!!!

 21. Margrét Milla
  11.12.2013 at 10:06

  Bara dásemd eins og þér einni er lagið 🙂

 22. Hilda Karen
  11.12.2013 at 10:39

  Virkilega fallegt, en það kemur nú ekki á óvart! Frábær breyting 😉

 23. 11.12.2013 at 10:47

  VÁ HVAÐ ÞETTA ER ÆÐI !!! veggskápurinn er náttúrulega to die for, elska þetta skraut á glerinu, kemur rosavel út þegar það er ljósið inní.

  skenkurinn er líka flottur, og auðvitað miklu flottari eftir Dossu meðferð. til lukku með þetta allt saman 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2013 at 22:58

   Takk takk takk og takk 🙂

 24. Hófí
  11.12.2013 at 10:49

  Dásamlegt 🙂 Ég vildi að ég ætti veggpláss heima hjá mér fyrir e-r svona dásemdir 🙂

 25. Gurrý
  11.12.2013 at 11:26

  Þetta er æðis…svo dásamlega fallegt. Verð að vera sammála þér með það að minn maður eeeeellsskkarr laserinn sinn – ekki mjög spenntur þegar frúin fær flugu í höfuðið en ef hann má nota laser til að hengja upp þá er hann til í allt 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2013 at 22:58

   Hohoho – boys and toys, its a thing 🙂

 26. Vala sig
  11.12.2013 at 12:08

  Þvīlíkt bjútí,kemur frábærlega vel út saman 🙂

 27. Valborg Birgisdóttir
  11.12.2013 at 12:33

  Takk enn og aftur fyrir þessi dásamlegu innlegg þín. Ég elska þessi smáatriði hjá þér… hvar allt fæst, hvað svo.. og þannig.

 28. Anna Sigga
  11.12.2013 at 13:24

  Váaah æði ! ! !

 29. Hjördís H Sæmundsdóttir
  11.12.2013 at 13:30

  Virkilega fallegt hjá þér, kemur mjög svo vel út allt saman 🙂
  kv. Hjördís

 30. 11.12.2013 at 15:18

  Sma spurning…er thetta langur spegill sem thu tyllir fyrir aftan eda hvilir hann a fallega skenknum?
  Kvedja fra Ammriku

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.12.2013 at 22:59

   Hann er bara að hvíla sig þarna á skenkinum, svona um stund!

   *knúsar til Ammmeríku

 31. Gunnhildur Eymarsdóttir
  11.12.2013 at 18:27

  Alveg yfir mig hrifin, þetta er æðislegt! eitt orð yfir það, æðislegt!

 32. Kristjana Hafdís
  11.12.2013 at 20:32

  Mjög flott 🙂

 33. Kolbrún
  11.12.2013 at 21:57

  Vá Vá þetta er glæsilegt

 34. Sigurborg
  12.12.2013 at 00:12

  Alveg geggjað !! 🙂

 35. Anonymous
  13.12.2013 at 17:37

  Geggjað og gordjöss mín kæra, og Valdinn mega duglegur – ég get alveg fundið fleiri verkefni handa ykkur hjónum nú fyrst hann er komin í gírinn með laserinn sinn (“,) frábært team

 36. Halldóra
  18.12.2013 at 22:06

  Æði….

  Hvar fær maður svona laser-byssu? Geggjuð gjöf fyrir eiginmanninn?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   18.12.2013 at 22:11

   Þetta er DeWalt þannig að það ætti að fást í Húsó eða þar sem DeWalt vörur fást 🙂

   Snilld!

 37. Halldóra
  18.12.2013 at 22:07

  Geggjað….
  Hvar fær maður svona laser-byssu? Frábær gjöf fyrir eiginmanninn 🙂

 38. Kristin Gunnarsdottir
  11.09.2014 at 19:26

  Þetta er bara geðveikt alt saman, ég er svo ástfangin af öllu þínu

 39. Dagbjört Emilsdóttir
  25.10.2014 at 18:49

  Ofboðslega fallegt allt saman hjá þér 🙂

  Langar að spyrja þig, þegar þú varst búin að grunna, hvaða málningu notaði þú þá?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   25.10.2014 at 18:53

   Enga, notaði bara grunninn – er óþolinmóðari er flestir 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.