Svona gerum við…

…og núna ætla ég að gerast sérlega húsleg og gefa ykkur hreingerningaráðleggingar (*flisssssss*)…

Þar kom að því að ég Martha Steward-aði ykkur bara.  Ég á sem sé þessa hérna ljósakrónu.

Ég er mjög sátt við ljósið mitt, sérstaklega eftir að ég setti Coryllus-greinarnar í krónuna.

En það þarf að þrífa “kristallana”…

2013-11-27-195927

…því að þeir verða mattir og oggu lítið “loðnir” – ojjjjj…

2013-11-27-195932

…þetta er ekkert jóló sko!

En ég nenni ekki að þrífa hvern og einn kristal með tusku, og því síður að ég nenni að taka hvern og einn kristal af krónunni.

Hvað er þá til ráða?

2013-11-27-200005

Skál!

Svona gerum við er við þvoum okkar krónu, þvoum okkar krónu.

Tek bara hátt og gott glas, set í það uppþvottalög og heitt vatn…

2013-11-27-200131

…síðan set ég bara handklæði eða plastdúk, á borðið…

2013-11-27-200239

…og dunka hverjum kristall ofan í glasið…

2013-11-27-200141

…síðan lekur bara smá af þeim niður á handklæðið…

2013-11-27-2002342013-11-27-200501

…og oj bara svona fínt er þetta þegar búið er að taka alla kristallana í gegn (vá hvað ég er eitthvað berrössuð hérna á netinu í dag – að sýna svona skítuga ljósakrónu)…

2013-11-27-200456

…svo er bara að leyfa þessu að þorna í rólegheitum, og ég þerra stundum aðeins með klút…

2013-11-27-200706

…og þá er verkinu lokið, án mikilla vandræða…

2013-11-27-201145

…svo er bara að skreyta krónuna eftir kúnstarinnar reglum, og í ár notaði ég svona lafandi grenigreinar…

2013-12-04-164614

…og svona lítið skógardýraskraut, sem er frá House Doctor og fæst í Tekk…

2013-12-01-214034

…fugl, hreindýr og íkorni…

2013-12-01-214030

…síðan setti ég skreytinguna (sem gerð var hér) á borðið, nema að ég tók eitt kertið í burtu og leyfði mömmu hans Bamba að kúra þarna á…

2013-11-29-182154

 …og þetta eru sennilegast seinustu myndirnar sem að ég tók af gamla borðstofuborðinu okkar…

2013-11-29-182206

…en eins og þið sjáið þá er bara allt í key að kippa einu kerti í burtu og leika sér svoldið með skreytinguna…

2013-11-29-182222

 …þessi tvo stóru hreindýr eru frá RL-Vöruhúsi, og litla bambakrúttið, er eins og áður sagði frá Blómaval…

2013-11-29-182233

 …hreindýrið stóra er síðan bara brokkandi þarna í kringum skreytinguna, mismunandi stöðum eftir því hvernig er verið að nota borðið 🙂

2013-11-29-182257

 …núna á bakvið skreytinguna, en bíðið við…

2013-11-29-182358

 …nýtt borð og ný staðsetning á hreindýri!  Hér er sem sé stóra nýja borðið okkar.  Það er ekki nema 20 cm lengra og breiðara en gamla borðið, en það munar alveg svakalega um þessa 20 cm….

2013-12-01-213955

…ég ætla sem sé að mynda það betur í dagsbirtu síðar, en eins og þið sjáið þá er borðplatan stór og gróf.  Ég er sko að fíla þetta í tætlur, þetta er eins og ævagamalt borð sem ég fann í hlöðu einshversstaðar…

2013-12-01-214001

…það sem munar mest um á þessu borði er að fæturnir eru undir því miðju, þannig að hægt er að sitja allan hringinn, sem er bara snilld.  En það er ljóst að ég þarf að taka myndir í björtu svo að þið sjáið þetta almennilega…

2013-12-01-214412

 …borðið er það stórt, að það þarf ekki einu sinni að taka neitt af því þótt að sitið er við það og borðað – það er nóg pláss…

2013-12-01-214011

…og þannig fór þessi póstur…

2013-12-01-214110

…ég vona að þið séuð með kveikt á kertum, og með kósýteppi við hendina, eða í versta falli í góðu föðurlandi, því að kuldinn úti er alveg svakalegur…

2013-12-01-214123

…en þó er hægt að kætast við það að allt verður fallegra og bjartara, þegar að snjórinn kemur…

2013-12-01-214127

…en í það minnsta, kveikið á eins og einu kerti – það er bara betra 🙂

*Knúsar* til ykkar og góða helgi!

2013-12-01-214133

…ps.. hverjir voru það sem kláruðu alla dýradiskana/skálarnar í Rúmfó – játningar, takk!! 😉

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Svona gerum við…

 1. Kolla
  06.12.2013 at 09:40

  Ég á einmitt svona ljósakrónu sem var nú bara keypt í RL. Hún verður sko þrifin í dag

 2. Dóra
  06.12.2013 at 09:42

  Til lukku með nýja borðstofuborðið, lúkkar vel 🙂
  Sjálf nota ég spray frá kristalsbúllunni á Dalveginum,set dagblöð undir krónurnar og spreya svo eins og vitlaus væri,það rennur af og þornar svo….algjörlega geggjað 🙂

  Og svo þú vitir það Dossa, ég er algjörlega saklaus af dýraskála kaupum úr RL……ég átti eftir að fara ….fliss…

  Annars er ég að bíða eftir snjónum,kvöldið verður æði…….
  Góða helgi !!

 3. Ólöf Edda
  06.12.2013 at 10:03

  Svo mikið fallegt 🙂 eins og alltaf….

  ohhhh…langar að eignast svona falleg kerti 🙂 eru þessar myndir frá hr.gúggul ? nú held ég að ég bara fari að prufa að gera svona kerti…svo sjúklega sætt

  kv. Ólöf

 4. Margrét Helga
  06.12.2013 at 10:37

  Veistu…ég verð alltaf jafn fegin þegar ég sé að fullkomin heimili eins og þitt og fleiri eru ekki rykfrí og þú ert ekki með tuskuna á lofti 24/7. Þannig að þótt þú sýnir okkur smá pínu ryk af og til þá skiptir það sko ekki máli, enda var rykið bara í fyrri helmingi póstsins 😉

  Og nei…ég keypti heldur ekki skálar…hef ekkert farið í bæinn síðan pósturinn þinn kom (fer reyndar í dag og ætlaði að kíkja í RL-design en ég skoða þá bara eitthvað annað 😉 )

  • Margrét Helga
   06.12.2013 at 11:33

   Gleymdi! Borðstofuborðið er ofboðslega flott! Á einmitt svona víðáttumikið borð og það er æði, reyndar er það 150×150 cm og eini gallinn við það er að það er ómögulegt að finna dúka á það sem lafa niður allan hringinn…

 5. Guðný Ruth
  06.12.2013 at 10:44

  Sniðug hugmynd! Ég ætla að deila henni með mömmu, því hún á svipað ljós 🙂
  Annars finnst mér þetta voðalega fínt og flott (eins og alltaf). Flott að taka eitt kerti úr og leyfa dýrunum að njóta sín betur.
  Borðstofuborðið er æðislegt! Hlakka til að sjá fleiri myndir af því og hálf öfunda þig af stærðinni. Eins er ekkert smá sniðugt að fæturnir séu svona undir borðinu, það er einmitt til vandræða á okkar borði að fæturnir eru fyrir fólki þegar við erum mörg.

  Mig langar að spyrja þig hvar þú fékkst þetta hvíta sæta jólatré sem stendur þarna á borðinu? Það er kannski búið að koma fram, ég bara man það ekki…

  Er alveg saklaus af skálakaupum, fékk ekki eina einustu og græt það með söltum tárum!

  Góða helgi!

 6. 06.12.2013 at 11:19

  úbbs ok IT WAS MEEEEE 🙂 en ég var samt ekkert gráðug, keypti bara 1 skál og 1 disk en græt það enn að hafa ekki skellt mér á allar tegundir :/

 7. Margrét
  06.12.2013 at 11:38

  Geggjað flott borð 🙂

  Ein spurning hvar fær maður fallegar kertaluktir á góðu verði?
  Og hvar fær maður svona fallega bakka ?

  Kv. Margrét

 8. Elva T
  06.12.2013 at 12:44

  Það eru póstar sem þessi sem gera þetta að svo dásamlegu bloggi <3

  Öfund á borðið og af stærðinni, bölva einmitt fótunum á mínu borði reglulega.

  kv. ET

 9. Lilja
  06.12.2013 at 16:18

  til lukku með flotta borðið. Ég er saklaus af RL skála/diska æðinu. Fór ekki og á ekki neitt svona.

 10. Greta
  06.12.2013 at 21:30

  Ég er saklaus af bollunum, en mig langar að vita hver klárað jólatrén í Søstrene Grene?
  P.s. Til hamingju með borðið 😉

  • Greta
   06.12.2013 at 21:32

   Æ, ég meinti skálarnar.

 11. Svava
  08.12.2013 at 17:27

  gargandi snilld og geislandi gleði 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published.