En hvernig??

…og hvað??  Af hverju finnur þú alltaf eitthvað í Góða Hirðinum?

2013-11-19-154027

Þetta er ein af algengustu spurningunum sem að ég fæ 🙂  Svarið við þessu er einfalt, held ég, eða kannski ekki!

Ég held að þetta snúist allt um að skoða nógu mikið af myndum, bloggum og blöðum til þess að vera með óljósa mynd í hausnum af hinu og þessu sem að þig langar að gera/eignast.

T.d. sá ég um helgina auglýsingu um Bílskúrssölu á Bland.

 Þar rak ég augun í hestinn sem þið sjáið þarna hægra megin….

20131115212441_2

  Hvers vegna?  

Mig hefur lengi langað að gera mér hest svipaðann og hún er með á Dear Lillie-blogginu…

dJuly_3824

…nú er ég búin að finna “hrossið” í verkið 🙂  Hann er að sjálfsögðu ekki eins, en nokkurn veginn rétta hæðin og ágætis tilraunadýr.

Svo þegar að ég var komin á staðinn þá skoðaði ég meira, að sjálfsögðu, og ég rak augun í skápinn þarna á gólfinu.  Þennan með glerhurðunum…

20131115212440_0

Ég var ekki að leita mér að veggskáp, en hann heillaði mig upp úr skónum –
sérstaklega hurðarnar og hvernig þær eru svona “vintage-looking”.

2013-11-18-004821

Ég var líka búin að vera að leita mér að hillum til þess að setja á vegginn,
og datt í hug að skápurinn gæti komið svona svoldið í staðinn…

2013-11-18-010100

…eins og sést þá var skápurinn töluvert tjónaður, hafi lent í vatnsgufum.  En það voru einmitt þær sem hafa gert hurðarnar svona eins og þær eru…

2013-11-18-010108

…svona gráhvítar, ekta gammel að því er mér finnst…

2013-11-18-010114

…þannig að hann var svona, og ég vatt mér bara í að grunna hann með hvítri málningu úr Litalandi, og þremur umferðum síðar…

2013-11-18-010125

…en varð svona…

2013-11-19-102641

…með tímanum verður hann festur á vegginn, annað hvort fyrir ofan borðið eða hjá innréttingunni, á bara eftir að máta…

2013-11-19-102632

…en þangað til ætla ég bara að njóta þess að raða í hann, og eiginlega bara horfa á hann.  Það er nefnilega eitthvað við þennan efriskáp sem að heillar mig svo mikið…

2013-11-19-102701

…ég held að eins og áður sagði, að galdurinn felist í hurðunum…

2013-11-19-102711

 

…en við þessar breytingar varð Paul greyjið tímabundið heimilislaus, þannig að hann fluttist af litla borðinu yfir á meginlandið, eða sem sé á innréttinguna…

2013-11-19-105607

…og mér finnst hann sko alveg vera að njóta sín þar, hvað segið þið?

Hef gaman af því að hafa hann svona með stóra glugganum og ljós á bakvið báða…

2013-11-19-102605

…jáááá, gleymi næstum – ég fékk líka þennan gamla kaffibrúsa. Í mínum lit, á bílskúrssölunni – og hann bara varð að koma með heim!

2013-11-19-102650

…en svona lýtur þetta út núna.

Í bili, svona þar til að skápurinn verður veggfestur.

2013-11-19-110401

 

 

Síðan verð ég að sýna ykkur hvað liturinn á veggnum er breytilegur.

Myndirnar hér fyrir ofan eru teknar í morgunbirtunni, en þessar hérna í eftirmiðdaginn, svoldill munur ekki satt?

2013-11-19-105639

…þetta var póstur dagsins, en síðan ætla ég að deila fallegum kvöldmyndum sem ég tók með ykkur aðeins síðar!2013-11-19-154016

35 comments for “En hvernig??

  1. Kristín S
    20.11.2013 at 08:37

    þú veist að það er skrilljóna “óðar” konur tilbúnar til að taka Paul að sér ef þú finnur honum ekki stað heheheh 🙂

    mjög flott og frábært hvað þú hefur gott auga fyrir öllu svona og sérð fyrir þér hvernig hlutirnir verða “eftir” meira en hvernig þeir líta út “fyrir”

    kveðja
    Kristín S

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:48

      Haha….Paul er vinsælasti “piparsveinn” landsins 🙂

      Takktakk <3

      • Kristín S
        20.11.2013 at 21:07

        það er sko satt og rétt hjá þér 🙂
        enda er hann skrambi flottur eftir “einkaþjálfun” frá þér 🙂

        kv. Kristín S

  2. Jóna Björg
    20.11.2013 at 09:10

    Vá skápurinn er æðislegur! Yndislegt að byrja daginn á að skoða svona fallegt 🙂

  3. María
    20.11.2013 at 09:10

    Þú ert bara snillingur.

  4. Gauja
    20.11.2013 at 09:13

    vá æðislegur skápur

  5. 20.11.2013 at 09:14

    guðdómlegur 😀 mig dreymir um svona opið eldhús!

  6. Margrét Helga
    20.11.2013 at 09:25

    VÁ! Ekkert smá fallegur skápur hjá þér 🙂 Og hesturinn verður það líka!

    Hlakka til að sjá hann! 🙂

  7. Kristín Sig.
    20.11.2013 at 09:40

    Fallegt. Fallegt. Fallegt.

  8. Berglind Magnúsdóttir
    20.11.2013 at 09:56

    Hann er geggjaður!!

    Endalaust sniðug… 🙂

  9. Anna
    20.11.2013 at 10:00

    Frábærlega fallegt. En hvað heitir blessaður veggliturinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:49

      Hæ Anna 🙂

      S4005-Y50R, og er í Lady málningu.
      Litauppskrift fyrir Lady Vegg 10 NT og þetta var í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. En ef þú ferð með kódann þá ættiru að geta fengið hann blandaðann í Litalandi, Byko eða hvar sem er.

      Liturinn er grábrúnn, fer svoldið eftir því hvað er sett með honum og hvernig birtan er.

      • Ásta Særún
        27.05.2014 at 21:25

        Dásamlegur litur, var að horfa á innlitið þitt og var alveg heilluð af fallega heimilinu þínu, bunaði í Góða og ætlaði aldeilis að kaupa tonn af kerta stjökum en endaði með engann en tvo dásamlega stóla sem fá make over. Einmitt lenti í því að heillast af því sem ég var ekkert að leita með að. En farið verður í húsasmiðjuna á morgunn og þessi litur verður keyptur. Hann er dásamlegur og einmitt liturinn sem ég er búin að vera að leita af 🙂 Takk fyrir frábært blogg og frábærar hugmyndir 🙂

  10. Svandís J
    20.11.2013 at 10:35

    Wunderschön!!! Enn eitt sem mig langar núna í 😉

  11. Anonymous
    20.11.2013 at 10:59

    Sæl
    Hvernig málningu/grunn notar þú í verkið? Hvað heitir hún? Er með nokkra hluti í skúrnum sem bíða en er aldrei viss hvaða málningu skal nota, hef reyndar ekki Litaland hér 🙁
    Ert þú að pússa hlutina mjög vel niður fyrir málningu?
    Takk fyrir frábæra síðu og hugyndir 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:50

      Hellú,

      skal birta nánari myndir af þessu.
      Ég er letihaugur og pússaði ekki neitt – fór bara þrjár umferðir með grunn 🙂

  12. Guðbjörg Valdís
    20.11.2013 at 11:21

    Ekkert smá flottur skápurinn hjá þér!
    Og þvílík öfund hérna megin útaf hestinum… er sjálf alltaf með augun opin fyrir svona fallegum hesti eins og er hjá henni í Dear Lillie 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:51

      Skal hóa í þig ef hann eignast folald 😉

  13. Edda Björk
    20.11.2013 at 11:46

    Soffía Dögg … þú drepur mig kona!!!! þessi skápur er GJÖÐVEIKUR… alli malli og allir hinir. Andvarp og öfund – eins og venjulega 🙂 Þú samt drepur mig ekkert … ég er bara að drepast úr langí langí þegar ég sé allt fína dótið þitt.
    Var ég búin að segja að mér finnst skápurinn GJÖÐVEIKUR ? Alla vega þá veistu það núna … hann er GJÖÐVEIIIIIKKKKUUUUURRRRR .. elsk´ann..ást við fyrstu sýn.

    okey bæ

    Edda

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:51

      Ekki ofanda elskan mín!

      *knús

  14. Sigríður Ingunn
    20.11.2013 at 14:07

    Væri til í að eiga heima í eldhúsinu þínu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:52

      Komdu bara!

      Ertu ekki annars góð að elda, mér leiðist það svo mikið 😉

      • Sigríður Ingunn
        21.11.2013 at 15:09

        Haha. Jú, er alveg ágæt í því.

  15. Unnur Ben
    20.11.2013 at 15:47

    Þetta er allt svo geðveikt flott hjá þér kona :)þú ert snillingur

  16. Dóra
    20.11.2013 at 16:52

    Já gluggarnir á skápnum eru geggjaðir,skápurinn kemur mjög flott út… og já ef þú finnur Paul greyinu ekki stað þá máttu senda hann til mín, ég myndi þó gefa honum nafnið “paulo” er svo hrifin af öllu þarna suðurfrá :)……fer svo í að mála 🙂

    p.s. labbatíkin mín ætlaði að éta mig þegar ég kom heim 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:52

      Haha, það er ekki skrítið að hún hafi ætlað að éta þig, þú varst alveg tekin í nefið hérna 🙂

      Gaman að hitta þig!

  17. Anna Sigga
    20.11.2013 at 17:45

    Heyrðu Dossa mín viltu skipta um eldhús??? 🙂 hihihi það er svo flott…ekkert drasl eins og hjá mér 🙂

    Nei jæja mátti reyna 🙂

    Kv AS

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.11.2013 at 19:53

      Ekki málið – hvenær eigum við að skipta?? 🙂

  18. 20.11.2013 at 19:11

    Bjútý!

    kv. Gunna

  19. Guðrún Björg
    20.11.2013 at 22:05

    Ótrúleg er orð sem lýsir þér vel 🙂

  20. Margrét J.
    21.11.2013 at 01:10

    Alveg svakalega flott útkoma! Ég er einmitt smá að skólast í að finna þessa “potential” hluti á nytjamörkuðum 🙂 Skoða svo mikið af allskonar bloggum og síðum og blöðum að ég er einmitt komin með góða hugmynd um hvernig hluti ég vil hafa í kringum mig. Líka bara svo ótrúlega gaman að finna einhverja mublu á nokkrar krónur og breyta henni í kostagrip fyrir nokkrar í viðbót… Annað en að eyða aleigunni í húsgögn sem eru ekki einu sinni jafnflott 🙂 🙂 Og maður getur verið viss um að þessi hlutur er ekki fjöldaframleiddur!

  21. Vala Sig
    21.11.2013 at 09:12

    Ja hérna hér,maður hélt nú eftir Paul að þú myndir ekki ná að toppa það strax. Bingó auðvita kemur þú með meistaraverk strax. Þú ert ótrúleg,þvílíkur snillingur
    Knús
    Vala

  22. Hrefna Björg Tryggvadóttir
    21.11.2013 at 11:31

    Þú ættir að fá gullmedalíu í DIY verkefnum! Beautiful 🙂

  23. 28.11.2013 at 18:17

    Jemundur hvað þetta er fallegt – þú ert nú meiri snillingurinn! 😀

  24. 03.11.2022 at 11:52

    Einkar glæsileg útkoma Soffía.

Leave a Reply to Kristín Sig. Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *