Öll hjörðin er mætt…

…á svæðið 🙂

Eða svo gott sem, sjáið til að ég fór í Pier að skoða jólaskrautið – og þar voru til hreindýr.

Vissuð þið að  ég elska hreindýr?

Þetta voru ekki bara hreindýr, þetta voru loðin hreindýr!

Þetta voru ekki bara loðin hreindýr, þetta voru gráleit, andlitsfríð, loðin hreindýr!

Svo mikið elsk ♥

2013-11-13-222704

…í  fyrsta lagi þá fann ég þessar glæru blúndukúlur, sem mér finnast æðislegar…

2013-11-13-222714

…síðan voru það þessir glitrandi, snjóboltar – mikið flottir…

2013-11-13-222810

…og þar sem að margir hafa spurt um hvar er hægt að fá kristalla til þess að skreyta með, og þessir fást t.d. í Pier núna…

2013-11-13-224346

 

…og svo færum við okkur niður á borðið, en til að byrja með þá setti ég svo fallegt og mjúkt skinn á borðið…

2013-11-13-223134

…þar ofan á setti ég bakka og svo er bara að raða…

2013-11-13-223139

…t.d. fékk ég þessar æðislegur grenigreinar, þær eru þaktar snjó og litlum fjöðrum – ásamt glitri…

2013-11-13-223146

…og þetta net finnst mér æðislegt – alveg hreint ferlega flott sem borðskreyting og til þess að gefa svona smá breidd í skreytingar…

2013-11-13-224329

…og svo auðvitað hreindýrin, blessuð hreindýrin…

2013-11-13-2243252013-11-13-224333

…á bakkann setti ég síðan smá snjó, því að allt verður betra með smá snjó 😉

2013-11-13-224400

…tréstjörnurnar fannst mér líka snilld, sérstaklega til að fá svona náttúru elementið á móti blinginu…

2013-11-13-224411

…mér finnst þær æði!

2013-11-13-224422

…var ég búin að minnast á hreindýrin?

2013-11-13-224438

…eða á hreindýrin? 🙂

2013-11-13-224442

…þessi tré finnst mér líka trufluð.  Þau eru svona skemmtilega rustic, en samt svona skemmtilega slétt og felld – hljómar flókið – en ég er að fílaða…

2013-11-13-224447

…alls konar bland í poka…

2013-11-13-224502 2013-11-13-224515

…heyrðu já, og svo var það þessi hér!

Mússí mússí, ekki séns að það sé hægt að skilja hann eftir greyjið krúttið…

2013-11-13-224604

…ég meina hversu sætur er´ann?

2013-11-13-224606

…sjáið þið síðan kristallalengjuna, mér finnst hún líka dásemd…

2013-11-13-224612

…snjóboltarnir góðu…

2013-11-13-224700

…þessi er síðan vinur þessa sæta, hann horfir ekki beint fram eins og vinur sinn, heldur er hann að horfa yfir öxlina á sér – agalega góður með sig…

2013-11-13-224740

…sveigjur og beygjur í grindinni góðu…

2013-11-13-224745

…þessi er stærstur, 37cm á hæð…

2013-11-13-224757

…svona lýtur grindverkið út óútrúllað…

2013-11-13-231853

…kristallalengjurnar….

2013-11-13-231907

…og stjörnurnar voru í svona boxi, en ég svo gráðug að ég kláraði þær…

2013-11-13-231921

…ég var ekki að skrökva þegar að ég sagði að þeir væru andlitsfríðir…

2013-11-13-231937

…þessi er í miðið, 26 cm á hæð…

2013-11-13-231943 2013-11-13-231954

…og svo er það lillimann, 15cm – en þótt hann sé minnstur þá er séns á að hann stækki bara með tímanum 😉

2013-11-13-232001

…snjórinn sest líka á grindverkið mitt…

2013-11-13-232012

…og kristallalengjur eru fagrar á grindverki…

2013-11-13-232025

…þessir kertastjakar er líka ferlega flottir, svona nettur vintage fílingur í þeim…

2013-11-13-232046

…og nánast í stíl við trén…

2013-11-13-232100

…dásemdar blúndukúlur…

2013-11-13-232123

…kristallar eru allaf góðir, það er bara svoleiðis…

2013-11-13-232134

Síðan ákvað ég að dimma ljósin aðeins og láta stemminguna taka yfir…

2013-11-13-232249

…þið ættuð í það minnsta að geta nýtt ykkur einhverjar humyndir til borðskreytinga, ekki satt?

2013-11-13-2322402013-11-13-232305 2013-11-13-232311 2013-11-13-232319 2013-11-13-232333

…og maður má safna eins mörgun hreindýrum og maður vill, því að þetta eru hjarðdýr og vilja ferðast í hópum (held ég 🙂 )…

2013-11-13-232338 2013-11-13-232359 2013-11-13-232422 2013-11-13-232429

…sætir rassar!

2013-11-13-232445 2013-11-13-232457

…og svo bara svo þið vitið það – allt á borðinu er frá Pier (nema bakkinn, en það er til fullt af þeim í Pier).

Svo það sem meira er, það er Konukvöld í Pier á Smáratorgi í kvöld og 25% afsláttur af jóla- og smávöru, þannig að þetta er rétti tíminn til þess að láta eitthvað svona fallegt góss eftir sér!

2013-11-13-232624

Hvernig eruð þið að fíla svona jólastemmingu?

2013-11-13-232639

29 comments for “Öll hjörðin er mætt…

  1. 14.11.2013 at 09:51

    Það er alveg rosalegt hvað þetta er flott Dossa, jemundur minn!!!

    Með hjartans krúttkveðju að norðan,

    Kikka

  2. Kristín S
    14.11.2013 at 09:54

    Jahérna hér.
    Ég datt inn í Pier á Korputorgi í gær og sá nú bara nánast ekkert af þessu !!! Nokkuð ljóst að ég þarf að fara aftur í dag 🙂
    Geggjað flott borð, þú kannski rennir þvi bara til mín við fyrsta hentuga tækifæri hehehhe

    kveðja
    Kristín S

  3. 14.11.2013 at 09:57

    Mér finnst þetta alveg dásamleg borðskreyting! allt svo fallegt og vel samsett.

  4. 14.11.2013 at 10:06

    Ohh hvað þetta er kósý! 🙂

  5. Ágústa
    14.11.2013 at 10:09

    Yfir fannhvíta jörð leggur frið
    þegar fellur mjúk logndrífa á grund.
    Eins og heimurinn hinkri aðeins við,
    haldi niðri sér anda um stund…..

    Dásamlega fallegt og svo mikil friður og ró yfir þessu 🙂

  6. Margrét Helga
    14.11.2013 at 10:16

    Geggjað flott!! Bæði vetrar- og jólastemmning í þessu…

    En ég sá hvergi minnst á hreindýrin!!!….Djók 😉

  7. Erla
    14.11.2013 at 10:36

    geggjað flott, ég ætla að næla mér í jólatré og blúndukúlu og og…. hehe

  8. Sigga Rósa
    14.11.2013 at 11:20

    Yndislegt 🙂

  9. Svandís J
    14.11.2013 at 12:00

    Langar nú bara að kúra með eitt svona sætt hreindýr á koddanum 🙂

  10. María
    14.11.2013 at 12:36

    Þetta er æðislegt og mig langar í þetta allt.

    Má spyrja hvort þetta sé styrktur póstur?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.11.2013 at 12:45

      Hæ María,

      Þetta er lánspóstur 🙂

      Það var svo margt sem að mér fannst fallegt og mig langaði að sýna ykkur, en maður hefur ekki endalaust ráð á að kaupa sér – þannig að ég fékk lánað til þess að stilla upp.

      Sjálf á ég minnstu hreindýrin, og séns að einhver fleiri fái varanlega addressu. En því miður fer megnið til baka!

      Mér finnst svo leiðinlegt að vera alltaf að stilla upp mínu dóti, og fæ endalausar spuringar um hvar sé hægt að kaupa hitt og þetta – en get ekki bent ykkur á staði til þess að kaupa hlutina, því þeir fást ekki lengur. Þá er gaman að geta stillt svona upp og sagt bara, allt fæst í Pier – eins og í þessum pósti 🙂

      Eins og þið sjáið líka sem þekkið mig í gegnum bloggið, þá er þetta allt saman valið af mér og eftir minni sannfæringu. Þetta eru allt hlutir sem mér finnast svo fallegir og myndi gjarna vilja eiga sjálf <3

      Kær kveðja
      Soffia

      • María
        14.11.2013 at 14:37

        Mikið er ég glöð að heyra að þú þurfir ekki alltaf að punga út fyrir öllu sem þú sýnir okkur. Ég var hrædd um að eiginmaðurinn myndi bráðum fara að segja hingað og ekki lengra.

        Haltu endilega áfram á þessari braut.

  11. Vala Sig
    14.11.2013 at 13:21

    Þvílík fegurð trúi því að það verði ekki auðvelt að fara með þetta aftur heim í Pier, eins gott að maður hlaupi í dag og nái sér í hreindýr áður en þau skunda öll á ný heimili
    Kveðja
    Vala Sig

  12. Hrönn Guðm.
    14.11.2013 at 13:38

    Dásemdin ein.

  13. Kolbrún
    14.11.2013 at 15:17

    Ekkert smá kósý þegar búið er að dempa ljósin.Skil þig vel að falla fyrir öllum þessum dásmlegu dýrum.

  14. Anna
    14.11.2013 at 17:11

    Rosalega jólalegt hjá þér! Svo flott! Ég elska líka svona loðin hreindýr, vantar samt lítinn loðinn bamba án horna, ætli það sé til einhvers staðar?

  15. Jóhanna
    14.11.2013 at 23:21

    Dásamlegt allt saman. En eru þetta samt ekki dádýr ?

  16. 14.11.2013 at 23:21

    Mjög fallegt í Pier. Ég var þar fyrir stuttu og sá þessi fallegu hreindýr … mjög fallegt hjá þér og gaman að skoða bloggið þitt 🙂

  17. Fríða
    14.11.2013 at 23:23

    Dásamlegt konfekt fyrir augun, manni verður bara hlýtt í hjartanu að rína með nefið uppvið skjáinn að skoða dýrðina. Takk æðislega fyrir þetta 🙂

  18. Kristjana Hafdís
    14.11.2013 at 23:53

    Mikið er þetta allt fallegt hjá þér 🙂

  19. Dóra Dís
    15.11.2013 at 00:04

    Hvaða hreindýr ? Djóóók. Vona að þú nú a.m.k eitt dýr eða svo fyrir þessa frábæru auglýsingu sem Píer er að fá. Og ég meina það !

  20. 15.11.2013 at 08:29

    Geðveikt flott 🙂
    Nú verð ég bara að fara og finna aðvenntukassann minn og byrja að jólaskreyta bara pínu litið.. 😉

  21. Dóra
    15.11.2013 at 09:59

    Algjörlega dásamlegt, ég elska líka jólahesta(hreindýr) er algjör sökker fyrir þeim frá því að það kom skinn á heimilið þega ég var lítil………já ég verð að fara að jólast eitthvað 🙂

    Þú ert alveg með’a Dossa !

  22. Margrét J.
    15.11.2013 at 11:34

    Mér finnst að Pier ætti að styrkja þig um þetta alltsaman fyrir auglýsinguna <3

  23. Tobba
    16.11.2013 at 23:43

    Rosalega fallegt hjá þér … og allt bara á þessari síðu. Fór í Pier og fékk mér lítið hreindýr og lítið tré og í Garðheima og fékk mér snjó og glimmer (verður að vera glimmer) smá köngla og bjó svo til eitt stykki kerti (Takk fyrir frábærar leiðbeiningar) – skellti þessu á lítinn trébakka og þetta er svo kósý og sætt (hefði ALDREI getað gert svona flott nema fá frá þér hugmyndir 🙂 – Þarf samt eiginlega að fara aftur í Pier og fá mér svona tréstjörnur – úps! En takk fyrir að leyfa öðrum að njóta hugmyndanna þinna!

    Sammála ofangreindu kommenti – Pier á að styrkja þig (gefa þér stóru hreindýrin t.d. 🙂

  24. Dröfn
    17.11.2013 at 01:04

    Gaman að sjá svona láns-bloggfærslu, sniðugt hjá þér! Ég er ein af þeim sem fer í búðir og sé alls ekki fyrir mér hvernig á að stilla upp hlutunum eða hvað á að nota saman og svona póstar gefa manni hugmyndir. Ég er með eina ósk. Gætir þú gert blogginnlegg þar sem þú skreytir svona disk með glerkúpli í nokkrum útfærslum fyrir jólin? Ég á svona glerdisk á fæti með glerkúpli og langar að gera eitthvað fínt inn í hann fyrir jólin en er hugmyndalaus. 🙂 Takk fyrir flott blogg!

  25. Bryndís
    17.11.2013 at 01:10

    Hvernig gerirðu svona fallega “gamaldags” kanta á myndirnar þínar? Í hvaða forriti…?

  26. Selma
    21.11.2013 at 03:03

    En hvað þetta er flott hjá þér 🙂

  27. Þuríður
    09.10.2014 at 15:17

    Þetta er virkilega fallegt hjá þér eins og allt sem ég hef séð og jú þetta gefur manni hugmyndir fyrir jólin, ég skreiti nefnilega mikið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *