Kökudiskur – DIY, again…

…því að stundum er ágætt að endurtaka sig, aftur og aftur 😉

2013-11-08-173813

Ég hef áður gert kökudisk á fæti, hér og síðan hér.

Hins vegar tel ég það næsta víst og alveg öruggt að ég er með einhversskonar blæti fyrir kökudisk á fæti – hey þetta hljómar eins og ljóð:

Ég kann mér ekki læti,

þetta er mitt blæti,

ef sé ég disk á fæti,

ég segi ávalt: hey sæti!

2012-07-31-133713

En annars………… ég fór í Daz Gutez og þar sá tvo gamla diska.

Annar var alveg dásamlegt “ömmulegur” með gammel rósum í smá bleiku og gráu, og svo fallegu höldum á…

2013-11-05-082743

…hinn var með einu blómi á, en svo afskaplega fallegum köntum…

2013-11-05-082746

…síðan fann ég þennan hér, sem er alveg fyrirtaks fótur fyrir diska.  Fyrir áhugasama sá ég að svipaðir kertastjakar eru til í Pier (sjá hér)

2013-11-05-082749

…er ´etta ekki gasalega lekkert blómamynstur hmmmmm?

2013-11-05-082801

…síðan reif ég upp gamla góða límið og hóf að gluða því á kertastjakann eins og enginn væri morgundagurinn…

2013-11-05-095941

 

…notaði síðan þessa margreyndu og pró aðferð að stafla bókum ofan á, til þess að hjálpa þessu að festast…

2013-11-05-082939

…nokkrum klukkustundum síðar þá prufaði ég að færa bækurnar og taka í stjakann og flúmm, hann fór beint af, reyndi aftur síðan, og það sama aftur.  Síðan lét ég þetta standa yfir nótt – búin að gefa það upp á bátinn að þetta myndi nokkurn tíma haldast saman.  En viti menn, daginn eftir þá var þetta pikkfast.

Þori ekki að fullyrða að þetta sé eilífðarlíming, og eflaust hef’ði verið betra að fara yfir með sandpappír eða eitthvað svoleiðis, en í bili – þá eru þau tekin saman diskurinn og stjakinn…

2013-11-05-082944

…litli diskurinn á enn engann fót, en gær að hvíla ofan á þessum á meðan.  Það þýðir líka að ég fæ svona skemmtilega diska að stafla saman og það finnst mér gaman…

Þetta finnst mér gaman, að stafla diskum saman – ég er svo ljóðræn í dag…

2013-11-08-173745

…og svona er þetta ör DIY í dag, lítið létt og löðurmannlegt…

2013-11-08-173749

…krúttaði gamli diskurinn stendur keikur í eldhúsglugganum…

2013-11-08-173752

…og eins og svo margir góðir menn áður (og konur), að sameinaðir stöndum við stoltir og keikir!

2013-11-08-173813

p.s. vissuð þið að fyrir utan 3 aðila, þá tóku rúmlega 1700manns þátt í þagnarbindindi hér inni í gær?? *flisss*

Ætli þetta sé landsmet? 🙂

11 comments for “Kökudiskur – DIY, again…

  1. Guðný Ruth
    12.11.2013 at 08:35

    Ef maður gerir like – er það ekki eins og eitt orð? 🙂

    Annars, bloggið í gær var fínasta fínt og meira að segja rúmlega það. Ég er klárlega að fara að byrja aftur á þessu kertaföndri, stundum er maður svo geldur og dettur ekkert í hug og þá er svo yndislegt að eiga þig (bloggið þitt) að!

    P.S. Kökudiskarnir eru algjör krútt, skemmtileg hugmynd að finna svona gamlar dúllur og breyta þeim.

  2. Hjördís Inga Arnarsdóttir
    12.11.2013 at 08:45

    Góðan dag flinka frú. Er líka veik fyrir diskum og skálum á fæti og þeir finnast nokkrir hér. En hefur þú nokkuð prófað að bora gegnum diska til að breyta þeim í 3ja hæða disk á sko svona skrúfdót en diskar brotnuðu þegar gamall kassi gaf sig. Kannski prófa ég bara að gúggla. Flottir diskar hjá þér og flott uppröðun fyrir myndatökuna.Alltaf gaman að skoða hjá þér 🙂
    Kv. HIA

  3. 12.11.2013 at 08:48

    hahaha þagnarbindindi 🙂
    Þú kannt að koma þessu í orð. En frábært DIY og ekkert smá krúttlegur þessi ömmudiskur.

  4. Kolbrún
    12.11.2013 at 08:51

    Þagnarbindindið búið las bloggið í gær og fannst það æði eins núna með diskana því maður á stundum svona einn og einn disk sem passar ekki inn í svo frábært að nýta i bakka á fæti.kemur ekki á óvart hvað margir fara á síðuna þína hún er dásamleg í alla staði,hlakka til að fara sjá jóla jóla.

  5. Guðrún
    12.11.2013 at 09:18

    Les bloggið þitt á hverjum degi og elska það 🙂
    Svo gaman að fá hugmyndir og sjá að það er hægt að gera mikið úr litlu.
    Kær kveðja Guðrún

  6. Svandís J
    12.11.2013 at 09:21

    Fallegar myndir og vel ort ljóð hjá minni í dag 😉
    Klikkaði alveg á pósti gærdagsins hjá þér en fer í það mál núna! 😉

    knúzz
    SJ 🙂

  7. 12.11.2013 at 10:18

    Wonderful my dearest! Og ég dáist að límþolinmæði þinni, – ef hún fer að bresta hjá þér þá get ég mælt með tveggja þátta lími í verkið, spyrja bara um það í byggingarvöruverslunum, kemur í tveimur litlum túpum með litlum bakka, dropi af hvoru í bakkann og hrært í með litlum sætum spaða sem fylgir, borið á flötinn – og hviss bamm búmm, allt fast saman á fimm mínútum… passa bara puttana ;)!!

    Takk fyrir þessa dásemdarfærslu eins og allar hinar Dossa mín, bara æði!

    Með hlýrri norðankveðju,
    Kikka

  8. Sæunn Stefánsdóttir
    12.11.2013 at 11:16

    Ein af þessum sem er í löngu þagnarbindindi en það segir ekkert til um að ég kunni ekki að meta færslurnar þínar.

  9. Margrét Helga
    12.11.2013 at 11:30

    Tjáði mig á fésinu í gær…telst það með?? 😉 En allt saman hrikalega flott hjá þér eins og alltaf 🙂
    Og eitt kommentið minnti mig á það að ég þarf að kaupa tveggja þátta lím 🙂 Takk fyrir það 🙂

  10. svava Þórey
    12.11.2013 at 16:58

    Æðislegt, ég er búin að gera nokkur kerti eftir þínum leiðbeiningum hér á blogginu, og er að spá í að lauma þeim í jólapakkana í ár.
    Nú getur maður orðið sjúkur í að spotta út fallega diska þegar maður fer í Rauðakrossinn næst.
    Dásamlegt blogg takk fyrir að vera til fyrir okkur.
    kv Svava

  11. 13.11.2013 at 16:54

    Hæ hæ og hó hó
    Kannast við þessa tertufatasýki veit samt ekki alveg hvernig þetta smitast veist þú það ? Glæsilegt að vanda hjá þér Dossa mín og höfðar algjörlega til blúndurnar i mér

Leave a Reply to Guðný Ruth Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *