Aðventukransar…

…eru mál málanna í dag.

Eða í það minnsta þessir tveir sem að ég útbjó fyrir Garðheima-kvöldið á fimmtudaginn 🙂

2013-10-31-214615

…en áður en við skoðum þá nánar, þá kíkjum við á efnið sem notað er – sem og efni sem að ég komst hreinlega ekki til þess að nýta!

Fyrst skal rætt um aaaaaammmerískan jólasnjó, því eins og ég sagði við dömu í Garðheimum, að ég nota hann svo mikið í nóv-feb að það er eins og öll famelían þjáist af heiftarlegri flösu 😉  og verið ekki hræddar við stærðina á pokanum, þetta er bara frá ammeríkunni og það er allt stærra þar.  Þetta geymist líka á milli ára og þið getið látið snjóa hjá ykkur um ókomna tíð…

2013-10-30-201536

…kertin fallegu sýndi ég ykkur í seinasta pósti, en þau voru til í einhverjum stærðum og með mismunandi myndum, dásamlega falleg!

2013-10-30-201718

…glimmer. Glimmer!  ójá, GLIMMER 😀
…maður bara verður að eiga nóg af glimmer, það er bara þannig….

2013-10-30-201816

…þessar lengjur voru svo afsakaplega glitrandi og gullfallegar að ég fékk pínu í hnén þegar að ég sá þær.  Enda voru þær aðeins klipptar niður og notaðar í kransana…

2013-10-30-201827

Svo eru það auðvitað kransarnir.  Ég elska svona kransa, svona grófa, rustic kransa sem að beinlínis æpa á mig þegar að ég sé þá.

Ha?  Er enginn annar sem heyrir ópin í krönsunum, er það bara ég? Oh weeeeeelll…

2013-10-30-202443

…síðan er til endalaust úrval af fallegum seríum…

2013-10-30-202447

…sem eru alveg skraut út af fyrir sig…

2013-10-30-202610

…og bara með því að segja hana á kransinn, ertu komin með eitthvað ansi hreint spes, fallegt og spennandi…

2013-10-30-202921

…fallegar litlar kúlur í gylltu og silfri…

2013-10-30-202932

…síðan voru þessir gammel kertahaldarar að heilla mig upp úr hælaskónum…

2013-10-30-204230

…dash af mosa, smá af lengjunum sem ég sýndi áðan og nokkrar stjörnur….

2013-10-30-204511

…og útkoman er þessi!

2013-10-31-201928

…þessir kertastjakar eru til í nokkrum litlum og stærðum, svo svakalega fallegir – svona vintage fílingur í þeim…

2013-10-30-202124

…síðan eru til þessar líka krúttuðu uglur sem að er svo gaman að skreyta með…

2013-10-30-202206

…enda alveg einstaklega fallegar!

2013-10-30-202225

…og svo eru þeir svo flottir svona margir saman, í mörgum litum, á fallegum bakka, ásamt könglum og hreindýrum…

2013-10-31-214459

…og auðvitað snjó, ekta amerískum gervisnjó…

2013-10-31-214513

…litlir kertastjakar geta líka verið fyrirtaks könglahaldarar…

2013-10-31-214515

…en yfir í annan krans, þessi hérna fannst mér einstaklega flottur.  Hann er ekki eins “úfinn” og þessi með ljósaseríunni hér fyrir ofann og með grófari greinum…

2013-10-30-204817

…alls konar mismunandi kertahöldur, því að það er ekkert sem segir að við þurfum endilega að nota bara eina týpu í hvern krans – þannig getið þið líka nýtt það sem að þið eigið til heima…

2013-10-30-201914

…borðar, ohhhhhh þessi borðar – þeir eru náttúrulega bara sér kapituli útaf fyrir sig, jafn fallegir til skrauts standandi á bakka eða borði, og að nota borðann sjálfann í skreytingar…

2013-10-30-202047

…síðn fann ég þessar litlu kúlur sem koma í alls konar mismunandi áferðum og litum, sem er sérlega skemmtilegt til að nota í litlar grúbbur í svona kransa…

2013-10-30-211141

…ég er séstaklega hrifin af þessum glæru sem eru eins og einhver hafi blásið sápukúlum á kransinn…

2013-10-30-211146

…síðan notaði ég þessa litlu fallegu fugla á klemmu og setti þá saman, ásamt ogguponsu mosa sem ég stakk inn á milli…

2013-10-30-211152

…ég prufaði fyrst að binda slaufu, en leysti hana svo og fannst fallegra að sjá borðana bara lafa niður…

2013-10-30-211156

…og svo var auðvitað varla til nóg af stjörnum í búðinni fyrir mig, svona stjörnusjúk eins og ég vill verða…

2013-10-30-213622

…skemmtilegt að nota mismunandi litatóna…

2013-10-30-213628

…og með alls konar glitri…

2013-10-30-214159

…eins og þið sjáið hérna, stjörnuþyrping…

2013-10-30-214205

…og hér er lokaútkoman…

2013-10-31-201847

…það eru líka hvítar tréstjörnur í kransinum, sem voru ekki myndaðar hér fyrir ofan…

2013-10-31-201900

…síðan eru smá lengjur, eins og ég dáðist að hér fyrir ofan…

2013-10-31-201903

…kúlukertin eru skemmtileg með…

2013-10-31-201905

…og eitt stærra kerti…

2013-10-31-201907

…setti síðan kransinn á fallegan kringlóttan bakka, sem gerir mikið fyrir hann…

 

2013-10-31-214531

…ég sé stjörnur 🙂

2013-10-31-214536

…hérna sést hvernig að borðarnir eru bundnir á, og þið getið gefið ykkur tíma til að dáðst að “sápukúlunum” mínum, sem sjást fremst og í bakgrunni – elska þær!

2013-10-31-214540 2013-10-31-214548 2013-10-31-214555

…það væri líka hægt að sáldra snjó og glimmer yfir, ef maður vill…

2013-10-31-214559

…bíbb bíbb…

2013-10-31-214603

…í raun er þetta bara einfaldur krans, ekki svo mikið efni í honum…

2013-10-31-214608

…og séð “aftan” á hann…

2013-10-31-214615

…og svo er það hinn kransinn, sem er með 6 kertum, af því að 4 kerti væru alltof mjósuleg og aumingjaleg miðað við stærð kransins…

2013-10-31-214821

…stjörnur, lengjur, mosi og ljós…

2013-10-31-214823

…mosanum er bara stungið inn á milli greinanna…

2013-10-31-214826

…fallegu kertahöldurnar…

2013-10-31-214829

…séð yfir borðið mitt…

2013-10-31-214834

…svo vil ég bara þakka ykkur fyrir sem komu við og heilsuðuð mér, svo yndislegt að hitta ykkur allar  ♥

2013-10-31-214839

ps. þessir kransar standa enn niðri í Garðheimum ef þið viljið skunda af stað og skoða þá í eigin persónu!

12 comments for “Aðventukransar…

  1. Vala Sig
    04.11.2013 at 10:28

    þeir eru æði hjá þér,nú rúlla ég mér upp í Garðheima og versla í svona dásemd. Jólar þú ekki meira fljótlega nú fer maður að komast í verulegt jólastuð og fer að byrjar að huga að því að ná í einhverja kassa og far að lauma upp einum og einum hlut 😉

  2. Aldís Marta
    04.11.2013 at 10:31

    Hvar fékkstu jólakúlurnar :)?

    • Aldís Marta
      04.11.2013 at 10:32

      Fást þær einhversstaðar á Akureyri :)?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.11.2013 at 12:42

      Sæl Aldís,

      allt í póstinum fékkst í Garðheimum, þannig að hringdu bara þangað og fáðu þau til að senda þér það sem þú vilt 🙂

  3. Margrét Helga
    04.11.2013 at 10:59

    Glæsilegir kransar hjá þér 😀 Var einmitt í kertagerð núna um helgina (þ.e. að líma svona blöð utan á kerti) og verð eiginlega bara að fara og fá mér svona stjörnur og ýmislegt annað gúmmelaði sem ég sé á þessum myndum hjá þér 🙂 Takk enn og aftur fyrir innblásturinn! 🙂

  4. 04.11.2013 at 15:16

    Ja herna her….nu toppadiru skalann Dossa min….Eg er bara ordlaus thetta er allt svo gasalega huggulegt hja ther. Viltu vera memm?

  5. Hulda
    04.11.2013 at 17:14

    Svo fallegt allt saman hjá þér. Fór í Garðheima í gær og skoðaði snilldina. Ég á bara mjög erfitt með að ákveða hvað skreytingarefni ég ætti að kaupa, allt svo flott 🙂

  6. Anna Sigga
    04.11.2013 at 17:49

    Já þetta er glæsilegt hjá þér 🙂

    flottir bakkarnir sem þú notar undir kransanna mig langar mest í það 😀 …. eða “vantar” helst hahahaha

    Ætla samt held ég bara að útfæra minn litla rauða krans sem ég var með í fyrra …. reyndar verður smá inspíruð af seinni kransinum þínum hehehehe.

    En hey ég er búin að gera einn “glugga” pínu öðruvísi en ég hafði hugsað mér, en prófaði það samt, sendi þér kanski mynd við tækifæri 😉

    kv AS

  7. Sigga Maja
    04.11.2013 at 18:53

    Þeir eru bara girnilegir

    Kv.
    Sigga Maja

  8. Áslaug
    04.11.2013 at 20:45

    Sæl Dossa. Vá hvað þessir kransar koma manni í jólagírinn 🙂 Mig langaði að spyrja þig hvort að þú værir nokkuð með á dagskránni blogg um jólakortagerð og jólainnpökkun ? 🙂 Ég man að þú skrifaðir allavega um jólainnpökkun í fyrra, það munar svo að fá svona “tips” hvar hlutirnir fást og hvað er í tísku þessi jólin 😉

    Með von um fleiri jólablogg
    Áslaug

  9. 04.11.2013 at 20:46

    Yndislega fallegt eins og allt sem þú gerir!
    kv. Gunna

  10. Kristjana Henný Axelsdóttir
    04.11.2013 at 21:51

    Dýrð&Dásemd ;o)

Leave a Reply to Hulda Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *